Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 40
20 19. apríl 2010 MÁNUDAGUR SÍMI 564 0000 16 16 L 10 12 L L 10 7 SÍMI 462 3500 10 12 DATE NIGHT kl. 8 - 10 PRECIOUS kl. 6 SÍMI 530 1919 12 L L L 16 12 12 12 L VIDEOCRAZY kl. 6 íslenskur texti FOOD INC. kl. 10 íslenskur texti FANTASTIC MR. FOX kl. 6 íslenskur texti CRAZY HEART kl. 5.45 - 10 íslenskur texti UN PROPHÉTE kl. 6 - 9 enskur texti THE YOUNG VICTORIA kl. 8 íslenskur texti BURMA VJ kl. 8 íslenskur texti THE MESSENGER kl. 10 íslenskur texti THE COVE kl. 8 íslenskur texti SÝNINGARTÍMA BÍÓDAGA ER AÐ FINNA Á MIDI.IS SÍMI 551 9000 .com/smarabio L 12 L 10 10 L THE SPY NEXT DOOR kl. 5.50 - 8 CLASH OF THE TITANS 3D kl. 5.30 - 8 - 10.30 DEAR JOHN kl. 8 - 10.20 KÓNGAVEGUR kl. 5.45 - 8 - 10.15 THE GOOD HEART kl. 5.50 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 10.10 THE CRAZIES kl. 8 - 10.15 THE CRAZIES LÚXUS kl. 5.45 - 8 - 10.15 THE SPY NEXT DOOR kl. 3.40 - 5.50 - 8 DATE NIGHT kl. 6 - 8 - 10 I LOVE YOU PHILLIP MORRIS kl.5.40 - 8 - 10.20 AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D kl.3.40 - 5.50 AÐ TEMJA DREKANN SINN 2D kl.3.40 NANNY MCPHEE kl.3.40 BOUNTY HUNTER kl. 10.15 NÝTT Í BÍÓ! 16. APRÍL - 6. MAÍ Í REGNBOGANUM 24 GÆÐAMYNDIR FRÁ ÖLLUM HEIMSHORNUM Bráðskemmtileg gamanhasarmynd um hjón á ótta í bullandi vandræðum! Stórskemmtilegur gamanhasar með Jackie Chan og Magnúsi Scheving sem leikur óvin númer 1! Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskyldunaÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSSI 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 14 14 14 L L L L 10 KICK ASS kl. 5:30 - 8 - 8:10 - 10:30 - 10:50 KICK ASS kl. 6:30 - 9:40 CLASH OF THE TITANS kl. 8(3D) - 10:30(3D) AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D M/ ísl. Tali kl. 5:50(3D) AÐ TEMJA DREKANN SINN M/ ísl. Tali kl. 5:50 HOT TUB TIME MACHINE kl. 5:50 - 8 - 10:10 WHEN IN ROME kl. 5:50 THE BLIND SIDE kl. 8 MEN WHO STARE AT GOATS kl. 10:30 KICK ASS kl. 5:40D - 8:10D - 10:40D CLASH OF THE TITANS 3D kl. 8:10(3D) - 10:30(3D) CLASH OF THE TITANS kl. 5:40 -10:30 HOT TUB TIME MACHINE kl. 8:10 AÐ TEMJA DREKANN 3D M/ ísl. Tali kl. 6(3D) KICK ASS kl. 8 - 10:20 CLASH OF THE TITANS - 3D kl 8 - 10:20 HOT TUB TIME MACHINE kl. 8 - 10:10 I LOVE YOU PHILLIP MORRIS kl. 8 CLASH OF THE TITANS kl. 10:10 FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND STÚTFULL AF SPENNU HASAR OG FLOTTUM TÖLVUBRELLUM SVALASTA MYND ÁRSINS ER KOMIN!  EMPIRE - Chris Hewitt nýtt leikrit eftir Alan Bennett Richard Griffiths úr Harry Potter myndunum í aðalhlutverki TheHabit ofArt LEIKRIT Í BEINNI ÚTSENDINGU Á STÓRA TJALDIÐ! 22. apríl kl. 17.30 Frá sviði á stóra tjaldið í Sambíóunum Kringlunni beint frá National Theatre, London - bara lúxus Sími: 553 2075 THE CRAZIES 8 og 10 16 THE SPY NEXT DOOR 6 L DATE NIGHT 8 og 10 10 I LOVE YOU PHILLIP MORRIS 8 og 10 12 AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D 6 - 3D - ÍSL TAL L NANNY MCPHEE THE BIG BANG 5.50 L ÍSLENSKT TAL H.G. -MBL Hinir árlegu Stuttmyndadagar verða í haldnir þann 31. maí en frestur til að skila inn myndum rennur út 3. maí. Baldvin Z, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Vera Sölvadóttir sitja í dómefndinni í ár en veitt verða peningaverðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin: sig- urvegarinn fær hundrað þúsund krónur, myndin sem lendir í öðru sæti fær 75 þúsund og þriðja sætið hlýtur fimmtíu þúsund. Allar nánari upplýsingar og reglur um myndirn- ar er að finna á vefsíðu hátíðarinnar, stuttmynda- dagar.is. Skipuleggjendur hátíðarinnar vilja vekja sérstaka athygli á því að myndirnar mega ekki vera lengri en fimmtán mínútur og að Íslendingar verða að vera í lykilstörfum og/eða hlutverkum. Venju samkvæmt verða sérstök áhorfendaverð- laun veitt og þá mun Sjónvarpið sýna verðlauna- myndirnar. Leikstjóra sigurmyndarinnar verður síðan boðið á Short Film Corner sem haldið er ár hvert í kringum Cannes-hátíðina. Stuttmyndahátíð- in hefur verið haldin síðan 1991 en þar hafa margir af fremstu leikstjórum þjóðarinnar stigið sín fyrstu skref. Nægir þar að nefna Ragnar Bragason, Grím Hákonarson, og Reyni Lyngdal. Stuttmyndadagar að hefjast Í DÓMNEFND Baldvin Z, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Vera Sölvadóttir skipa dómnefnd stuttmyndadaga í ár. Skilafrestur mynda er til 3.maí. Lourdes, dóttir söngkonunn- ar Madonnu, mun að öllum lík- indum hefja leiklistarnám við LaGuardia-skólann í New York. Talsmaður Madonnu segir fjöl- skylduna búsetta í New York en veit ekki til þess að Lourdes hafi sótt um inngöngu í LaGuardia. Orðrómur þess efnis hefur þó farið um skólann eins og eldur um sinu. „Ég heyrði að hún hefði fengið einkainntökupróf, ólíkt okkur hinum, sem mér þykir óréttlátt. LaGuardia er frábær skóli en stundum er eins og þau vilji vera meira eins og skólinn í þáttunum Fame,“ var haft eftir einum nemenda skólans. Lærir leiklist Í LEIKLIST Lourdes á að hafa sótt um í leiklistarnám í New York. NORDICPHOTOS/GETTY Kvikmyndir ★★★★ Crazy Heart Leikstjóri: Scott Cooper Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Colin Farrell, Maggie Gyllenhaal, Robert Duvall, og Beth Grant. Stórleikur Jeff Bridges Crazy Heart fjallar um tónlistarmanninn Bad Blake sem má muna fífil sinn fegurri. Óskarsverðlaunahafinn Jeff Bridges fer með hlutverk hinnar tragí- kómísk andhetju, Bad Blake, sem eytt hefur ævinni í drykkjuskap, kvennafar og tónleikahald í afskekktum smábæjum í Suðurríkjunum. Hann dreymir um að rísa aftur til frægðar og með aðstoð blaðakonunnar Jean, sem leikin er af Maggie Gyllenhaal, reynir hann að koma lífi sínu í réttan farveg á ný en uppgötvar í leiðinni hversu hart lífið getur leikið gamlan mann. Bridges hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni og réttilega svo því hann er sérstaklega sannfærandi sem hinn lánlausi tónlistarmaður Bad Blake og án hans hefði myndin eflaust ekki náð sömu hæðum. Þetta er frumraun leikstjórans Scotts Cooper, en hann starfaði áður sem leikari um tíu ára skeið þar til hann sneri sér að leikstjórn. Crazy Heart hefur fengið frábæra dóma víða og er vel þess virði að sjá, þó ekki sé nema til að vitna frábær- an leik Bridges. Sara McMahon Niðurstaða: Góð kvikmynd með hreint frábærum leikara. Kvikmyndir ★ The Spy Next Door Leikstjóri: Brian Levant Aðalhlutverk: Jackie Chan, Magn- ús Scheving, Madeline Carroll, Will Shadley The Spy Next Door er asnaleg- asta, leiðinlegasta og tilgangslaus- asta Jackie Chan-mynd sem maður hefur séð og á meðan undir henni er setið er óhjákvæmilegt að spyrja sig hvenær fólk fatti hversu sjúk- lega þreytt það er orðið að horfa á Chan lumbra á vondum köllum með reiðhjólum, ísskápum og alls konar heimilistækjum? Chan hefur þó sem betur fer einhvern sjarma sem bjargar þessum ósköpum frá því að fá feita hauskúpu. Að þessu sinni leikur Chan Bob Ho, klaufalegan ljúfling, sem hefur fyrir einhver undur og stór- merki náð að heilla nágrannakonu sína sem er bráðhugguleg, ein- stæð þriggja barna móðir. Börn- in þrjú leggja vitaskuld fæð á hallærislega Kínverjann í næsta húsi. En þau vita líka ekkert um að undir sauðagæru aulans leynist ofur njósnari sem er jafnvel klárari en James Bond. Þetta breytist allt þegar mamma þarf að bregða sér burt og voða vondur Rússi, sem Magnús Scheving leikur, leggur til atlögu við Ho og börnin til þess að varðveita leynilega efnaformúlu sem hann ætlar að nota til þess að eyða öllum olíubirgðum heims- ins. Þá þarf nú Bob heldur betur að sýna hvað í honum býr og heillar um leið börnin þegar hann lumbr- ar á útsendurum Íþróttaálfsins með pottum, pönnum og klappstólum. Hér á landi er myndin merki- legust fyrir þær sakir að einn af glæsilegustu sonum Íslands leik- ur illmennið. Magnús Scheving er þarna, illu heilli, alveg eins og fábjáni í ömurlega skrifaðri rullu meinlausasta illmennis sem sögur fara af. Þá skartar hann einhverj- um glataðasta rússneska hreim sem heyrst hefur í bíó en virðist sem betur fer gera sér grein fyrir því. Gaurinn er hins vegar auðvitað kattliðugur og er hress í slagsmál- unum við Chan þótt leikfimiæfing- arnar sem hann sýnir í átökunum séu margar hverjar vægast sagt kunnuglegar. Það má því ekki taka það af Magnúsi að hann er flottur gaur og hann er merkilega ábúðarmik- ill á meðan hann þegir og vissu- lega getum við svo reynt að hugga okkur með því að hann er hugsan- lega ekki að leika neitt illa. Kannski er hann bara að fylgja handritinu og fyrirmælum afdank- aðs leikstjórans með illbærilegum hallærislegheitunum. Svo allrar sanngirni sé svo gætt er rétt að láta þess getið að 11 ára álitsgjafi minn sagði mynd- ina „æðislega“ og hann ætti erf- itt með að trúa því að skúrkurinn væri Íþróttaálfurinn vegna þess að hérna væri hann miklu meira „kúl“. Þetta er því í fínu lagi fyrir börnin en fullorðnir gætu orðið fyrir tímabundnum heilaskaða við það að fara með börnunum í bíó. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Leiðinlegt og innan tómt drasl sem virkar fyrir börn en er beinlínis skaðlegt fullorðnum. Sjarmi Jackie Chan bjargar því sem bjargað verður en Magnús Scheving nælir sér ekki í neinar rósir í hnappagatið. Varúð: Heiladauði KLAUFI Jackie Chan leikur klaufalega ljúflinginn Chan Bob Ho í þessari slæmu mynd.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.