Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 4
4 20. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR BÖRN Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra settu Barna- menningarhátíð Reykjavíkur í Hljómskálagarðinum í gærmorgun. Fjöldi fólks var þeim innanhand- ar við setningu hátíðarinnar, svo sem Fíasól, lúðrasveit, sirkuslista- menn, götuleikhúsfólk og nemend- ur í fjórða bekk úr fjölda grunn- skóla í Reykjavík. Menningarhátíð barnanna er þetta árið haldin undir merkjum forvitni. Hún fer fram víða um borgina, í sundlaugum, hlíðum Esju og í Viðey. Hún stend- ur fram á sunnudag, 25. apríl. - jab Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Heimir Már Pétursson væri að aðstoða bandarísku sjónvarpsstöð- ina NBC við útsendingar frá gosinu. Það er ekki rétt, það er að sjálfsögðu framleiðandinn Heimir Jónasson sem sinnir hlutverkinu. LEIÐRÉTTING SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsráð- herra hefur að áeggjan laxveiði- manna breytt nýrri reglugerð um makrílveiðar á þann veg að þær verða bannaðar í net. Þrjú þúsund tonna kvóta, sem verður úthlutað til annarra en stóru skipanna, má því aðeins veiða á línu, handfæri og í gildrur. Þetta er gert eftir að Landssam- band veiðifélaga benti ráðherra á að makrílnetin myndu líka veiða lax. Breytingar á makrílveiðum: Bannað að veiða í net VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 15° 16° 7° 14° 15° 8° 8° 21° 13° 17° 19° 27° 8° 15° 14° 7° Á MORGUN 5-10 m/s. FIMMTUDAGUR Víða hægviðri. 2 2 3 1 -4 -2 -2 -2 0 0 -1 7 9 8 3 6 4 6 7 2 3 3 2 2 -1 -2 -2 0 -2 -2 1 2 KALT Í VEÐRI Það verða ekki miklar breytingar næstu daga, vindur verð- ur fremur hægur og norðaustan- átt ríkjandi. Í dag verður slydda eða snjókoma um vestanvert landið en á morgun og hinn verða él suð- austan og austan til. Hitinn breytist lítið. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Barnamenningarhátíð hófst með pompi og prakt í Hljómskálagarðinum: Dagskrá undir merkjum forvitni LITRÍKIR KRAKKAR Rúmlega þúsund nemendur grunnskóla Reykjavíkur aðstoðuðu við setningu Barnamenning- arhátíðarinnar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N STJÓRNMÁL „Það er mjög sérstakt“ að enginn varaformaður sé í Sjálf- stæðisflokknum, segir þingmaður hans, Kristján Þór Júlíusson. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað í gær að fara að tillögu for- manns, Bjarna Benediktssonar, um að flýta landsfundi flokksins, sem halda átti í september 2011. Fundurinn er nú ráðgerður öðru hvoru megin við sumarfrí. Þetta er gert til að velja megi nýjan varaformann, eftir að Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér á laugardag. Eftir því sem næst verður komist verður flokkurinn því án varafor- manns fram að landsfundi. Miðstjórn mun væntanlega ákveða í dag hvenær lands- fundur verður. Kristján Þór telur þó aðra leið færa í þessum efnum, nefnilega að flokks- ráðsfundur kjósi varafor- mann. Þetta hafi verið gert áður, þegar Magnús Jónsson var kjörinn vara- formaður árið 1973. „Það eru ýmsir kostir í stöðunni en það verð- ur væntanlega ákveðið á morgun [í dag] hvern- ig verður farið í þetta,“ segir Kristján Þór. Miðstjórn flokksins ákvað einnig í gær að skipa við- bragðshóp til að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Spurður hvort hann telji þörf á endurnýjun í forystu flokksins segir Kristján Þór að leitun sé að annarri eins endurnýjun og hafi orðið á síðustu dögum, þar sem bæði þingflokksformaður, Illugi Gunnarsson, og varaformaður- inn hafa farið frá í kjölfar skýrsl- unnar. „Það er nú töluverður biti,“ segir Kristján Þór. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann fari fram sjálf- ur í varaformanns- eða formann- sembættið. Kristján Þór fékk um fjörutíu prósent atkvæða sem for- maður þegar Bjarni Benediktsson náði kjöri. „Það eru allir aðrir en ég að hugsa um þetta,“ segir hann. Ekki náðist í Bjarna Benedikts- son í gær né í Hönnu Birnu Kristj- ánsdóttir borgarstjóra, en hún hefur verið nefnd sem hugsan- legur frambjóðandi til forystu á næsta landsfundi. klemens@frettabladid.is Mjög sérstakt að hafa engan varaformann Kristján Þór Júlíusson telur hægt að velja varaformann utan landsfundar. Sjálf- ur hefur hann ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til forystu aftur. Sjálf- stæðisflokkurinn skipar hóp til að bregðast við skýrslu rannsóknarnefndar. GJALDÞROT Kröfuhafar bílaum- boðsins Ræsis töpuðu 334 millj- ónum króna á gjaldþroti fyrir- tækisins. 418 milljóna kröfum var lýst í búið. Skiptum er nú lokið. Ræsir seldi bíla frá Mercedes Benz og Mazda. Fyrirtækið varð gjaldþrota í nóvember 2008. Ágúst Sindri Karlsson hæstarétt- arlögmaður var skiptastjóri bús- ins. Í tilkynningu hans til Lög- birtingablaðsins kemur fram að alls greiddust tæpar 84 milljón- ir króna upp í kröfur á hendur þrotabúinu. Af þeim runnu um 4,5 milljónir króna til að greiða skiptakostnað. Þegar veðkröfur og forgangskröfur höfðu verið greiddar að fullu stóðu eftir um 40 milljónir sem var ráðstafað til eigenda almennra krafna. Þeir fengu tæp 11% greidd upp í höf- uðstól sinna krafna sem nam samtals um 370 milljónum króna. - pg Skipti á þrotabúi Ræsis: 84 milljónir til upp í kröfur BENZ Ræsir var rótgróið fyrirtæki og rak umboð fyrir Mercedes Benz áratugum saman. Síðustu árin seldi fyrirtækið einnig Mazda. VALHÖLL Stærsti stjórnmálaflokkur landsins hugar nú að því hvernig brugðist verður við skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. SAMSETT MYND/FRÉTTABLAÐIÐ EFNAHAGSMÁL Stjórn Gildis-líf- eyrissjóðs leggur til við ársfund að áunnin réttindi sjóðsfélaga við síðustu áramót verði lækkuð um sjö prósent. Þessi lækkun á að koma til framkvæmda í tvennu lagi. Helm- ingurinn, 3,5 prósent, þann 1. júní en hinn hlutinn 1. nóvember. Gildi er þriðji stærsti lífeyris- sjóður landsins með um fjörutíu þúsund greiðandi félaga og 178 þúsund einstaklinga sem eiga inni réttindi. Ársfundurinn verður haldinn 28. apríl. - kóþ Breytingar boðaðar hjá Gildi: Lækkar réttindi um sjö prósent DÓMSMÁL Erfitt verður að sanna orsakatengsl milli athafna ein- staklinga og tjóns fyrir ríkið, að mati Hafdísar Ólafsdóttur. Hafdís segir að „þungur róður“ verði að sanna þetta, í við- tali við Ríkisútvarpið í gær. Hún er formaður starfshóps fjögurra ráðuneyta, sem kannar hvort grundvöllur sé fyrir því að höfða skaðabótamál á hendur ein- staklingunum. Sjálfstætt starf- andi lögmenn verða hópnum til ráðgjafar. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra telur sterk rök vera til þess að einstaklingar hafi valdið slíku tjóni. - kóþ Starfshópur um skaðbætur: Þungur róður að sanna tjónið Verklegt nám í Nesi Nemendur í fornleifafræði við Háskóla Íslands munu fá aðstöðu til að stunda verklegt nám í Nesi á Seltjarnarnesi, samkvæmt samningi til tíu ára sem undirritaður var á dögunum. Í tengslum við rannsókn- irnar verður almenningi boðið upp á leiðsögn um uppgraftarsvæðið og kynningu á niðurstöðum rannsókna. MENNTAMÁL AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 19.04.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 226,2444 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,83 127,43 192,77 193,71 170,26 171,22 22,874 23,008 21,289 21,415 17,516 17,618 1,3782 1,3862 192,66 193,8 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR N1 Deildin KONUR Þriðjudagur Framhús Fram - Valur 19:30 2009 - 2010 LEIKUR 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.