Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 6
GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI 6 20. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR Anna Björk Ólafsdóttir sem fædd er og uppalin á bænum Raufarfelli undir Eyjafjöllum hefur yfirgef- ið heimili sitt ásamt börn- um sínum. Bóndi hennar fer tvisvar á dag og sinnir skepnunum. Óvissan um framhaldið tekur á. „Við tókum þá ákvörðun á laugardag að fara. Þá var allt í svartamyrkri og við ósofin vegna hávaða sem fylgdi gosinu aðfaranótt laugardags þegar þrumur og eldingar voru. Við fórum fyrst til Víkur og gistum þar aðfaranótt sunnudags. Svo komum við við á bænum í gær [sunnudag] og pökkuðum niður. Núna erum við á Hvolsvelli, gistum hjá ættingj- um og ætlum að vera hér á meðan enn er öskufall,“ segir Anna Björk, bóndi á Raufarfelli I. Anna Björk segir undanfarna daga hafa verið erfiða. Mjög óþægi- legt sé fyrir bændur að vita ekki nákvæmlega hvaða áhrif askan hafi á skepnurnar. „Það er alveg skelfilegt að þurfa að upplifa þetta, það er svart og þykkt lag yfir öllum túnum. Við vitum ekki hvort við erum að fara að heyja í sumar. Og við óttumst það eðlilega að askan skaði skepnurnar, helst myndi maður vilja koma þeim í burtu,“ segir Anna Björk en hún og maður hennar, Kristinn Stefánsson, eru með 45 mjólkandi kýr og 100 naut- gripi. Fjórtán nautgripi keyrðu þau til slátrunar á sunnudag því þeir stóðu úti. Anna Björk segir mjög óþægilegt að vera á staðnum í öskufalli, hún hafi fundið fyrir ertingu í hálsinum inni, jafnvel þótt gluggar séu lok- aðir enda sé sjáanlegt ryklag yfir öllu inni. „Ég er fædd og uppalin á bænum og hef aldrei séð annað eins. Auð- vitað hef ég alla tíð vitað að það er eldstöð í Eyjafjallajökli en það er svo langt síðan hún gaus. Jökullinn hefur alltaf bara verið fallegur og skýlt okkur fyrir norðanáttinni.“ Anna Björk segir dagana síðan gosið og öskufallið hófst hafa verið erfiða. „Auðvitað er þetta mikið áfall og álag og ofboðslega erfitt,“ segir hún. Hún segir börnin hennar tvö sem enn búa heima, sjö og ellefu ára, lítið hafa tjáð sig um atburðina. „Þau spurðu í gær þegar við vorum að pakka niður: af hverju getum við ekki bara verið heima?“ segir Anna Björk en börnin hennar ganga í skóla á Hvolsvelli og þótti henni og manni hennar minnst rask vera af því að flytja þangað að sinni, fyrst þau geta gist hjá ættingjum. „Þau voru ekki í skóla í síðustu viku og ég vildi reyna að ná aftur venjulegum degi í stað þess að vera alltaf að koma og fara og flakka milli staða,“ segir Anna Björk. Maðurinn hennar fer nú tvisvar á dag og sinnir skepnunum og hjálp- ar eldri sonur þeirra við búverkin, en þau taka um tvær klukkustund- ir í senn. Frá Hvolsvelli að Rauf- arfelli eru um 48 kílómetrar um gömlu Markarfljótsbrúna. Anna Björk segir fleiri bændur á svæðinu þar sem öskufallið er mest hafa flúið heimili sín tímabundið. „Það er líka mjög óþægilegt að vera þarna núna þegar er rok, jafn- vel þó að ekki sé öskufall þá fýkur askan sem er þarna út um allt.“ sigridur@frettabladid.is Rannsóknar- Samfylkingarfélagi í Reykjavík hélt fyrsta félagsfundinn af remur um sk rslu rannsóknarnefndar Al ingis sl. mi vikudag. Fjölmenni var á fundinum og voru gó ar umræ ur me al félagsmanna a loknum áhugaver um framsögum eirra Sigur ar Líndals, lagaprófessors og Jóhanns Haukssonar, bla amanns. Næstu tvo mi vikudaga, 21. apríl og 28. apríl, mun umræ an um rannsóknarsk rsluna halda áfram á vettvangi félagsins. Fundirnir ver a á Hallveigarstíg 1, hefjast kl. 20.30 og eru öllum opnir. ______________________________________________ Mi vikudagur 21. apríl Hva a lærdóm má Samfylkingin draga af sk rslunni? Gestir á ö rum fundinum ver a Valger ur Bjarnadóttir, ingkona og Jóhann Ársælsson, fyrrverandi ingma ur. Fundarstjóri ver ur Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi. ______________________________________________ Vi hvetjum félagsmenn og a ra sem hafa áhuga á a ræ a og kynna sér efni sk rslunnar a fjölmenna á mi vikudagsfundi félagsins og taka átt í mótun samfélagsins. Allir velkomnir! Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík sk rslan PIPA R\ TBW A • SÍA • 1 0 0 5 8 0Sjá nánar á barnahatid.is BÚA HJÁ ÆTTINGJUM Anna Björk ásamt sonum sínum Hákoni Erni og Ásgeiri Heið- ari. Þau ætla að gista hjá ættingjum á Hvolsvelli á meðan enn er öskufall. MYND/EGILL BJARNASON Haldnir voru fjórir fundir í gær með íbúum á Suður- og Suðausturlandi, skipulagðir af yfirvöldum og almannavarnanefnd í héraði. Á fundinum voru dýralæknar, veðurfræðingur, jarðvísindamaður, fulltrúi Rauða krossins og fleiri sérfræðingar til að veita íbúum upplýsingar. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum verður allt brunatryggt tjón bætt, en allur húsakostur er brunatryggður. Ekkert mat hefur verið lagt á annað tjón, til að mynda er ekki ljóst hvernig tún koma undan öskunni, en Bjargráðasjóður kemur þar að bótagreiðslum. Í undirbúningi er opnun upplýsingamiðstöðvar fyrir íbúa. Samkvæmt upplýsingum Almannavarna verður hún á Hvolsvelli með útibú austar í sveitum. Íbúum hamfarasvæða verður veittur sálrænn stuðningur en Rauði kross Íslands sér um það verk. Sálfræðingur verður í Heimalandi milli 12 og 14 í dag. Einnig verður opið hús fyrir þá sem staddir eru á höfuðborgarsvæðinu í Rauðakrosshúsnæðinu í Borgartúni 25 á milli tvö og fjögur á morgun. Íbúafundir í dag eru að Laugalandi klukkan 14.00 og Vestmannaeyjum klukkan 18.00, og á morgun á Hellu klukkan 17.00 og Hvolsvelli klukkan 20.00. Íbúafundir og áfallahjálp Flúðu svartamyrkur, ösku og gosdrunur ÖSKUSKÝIÐ Bæirnir undir Eyjafjöllunum virðast litlir og varnarlausir þegar öskuskýið frá Eyjafjallajökli steypir sér yfir þá. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Landlæknirinn í Færeyjum mælist til þess að foreldrar láti ekki unga- börn sofa utandyra. Þá ætti fólk sem allajafna notast við augnlinsur að skipta yfir í gleraugu. Þá varar landlæknir fólk með önd- unarfærasjúkdóma, svo sem astma og bronkítis, við að vera utandyra. „Eins og flestir hafa tekið eftir er svolítið af ösku í loftinu yfir Fær- eyjum. Askan kemur frá eldgosinu á Íslandi. Einnig er svolítill brenni- steinn í loftinu,“ segir á heimasíðu færeyska dagblaðsins Sósíalsins. Því sé gripið til þessara ráðstafana. - kóþ Aska í loftinu yfir Færeyjum: Ungabörn sofi ekki í vögnum utandyra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.