Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 10
 20. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx Aðalfundur SA 2010 verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl á síðasta degi vetrar. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og hefst opin dagskrá kl. 15.00. Fundarstjóri er Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts. 15.00 OPIN DAGSKRÁ í aðalsal Nordica: Ræða Vilmundar Jósefssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra ÍSLAND AF STAÐ: Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og varaformaður SA Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprota fyrirtækja 16:30 Fundarlok - Vetur kvaddur Skráning á www.sa.is DAGSKRÁ ÍSLA N D A F STA Ð ! Vilmundur Jósefsson Jóhanna Sigurðardóttir Grímur Sæmundsen Birna Einarsdóttir Stefán Friðriksson Svana Helen Björnsdóttir Ingimundur Sigurpálsson Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Rannsóknarnefnd Alþingis tókst ekki að afla sér neinna upplýsinga um það hvernig Ímoni, félagi Magn- úsar Ármanns, tókst að fjármagna 3,8 milljarða kaup sín í Landsbank- anum þremur dögum fyrir banka- hrun. Alls keypti Ímon bréf í bankanum fyrir níu milljarða síðustu dagana fyrir hrun í tvennum viðskiptum, af bankanum sjálfum. Í lok september fékk félagið láns- heimild hjá bankanum að fjárhæð 5,2 milljarðar til að kaupa bréfin. Þau kaup gengu í gegn 30. septemb- er. Lánið var afgreitt formlega á lánanefndarfundi 8. október. Það gerðu bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjáns- son, auk Elínar Sigfúsdóttur. Þriðja október keypti félagið bréf fyrir 3,8 milljarða, en þrátt fyrir eftirgrennslan hefur Landsbankan- um ekki tekist að hafa uppi á nein- um gögnum sem sýna hvernig þau síðari kaup voru fjármögnuð. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er hugsanlegt að lán bank- ans vegna kaupanna hafi ekki verið formlega frágengið fyrir banka- hrunið, og þess vegna sjái þess hvergi stað í bókum bankans. Viðskiptin eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun. Rannsókn- in er langt komin, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar. - sh Engar upplýs- ingar um 3,8 milljarða lán Viðskipti Ímons með bréf í Landsbankanum eru til rannsóknar hjá saksóknara. Enn er allt á huldu um hvernig kaup fyrir 3,8 milljarða voru fjármögnuð. MAGNÚS ÁRMANN Keypti hlutabréf í Landsbankanum fyrir samtals níu milljarða örfáum dögum fyrir hrun. Hann segist sjálfur hafa verið blekktur í viðskiptunum. FRÉTTABLAÐIÐ / HEIÐA Fyrirtækjasvið Glitnis kom bank- anum undan sautján milljarða afskriftum sumarið 2008 með því að fá bókaútgefanda til að eignast félag í eigu bankans. Stöð 2 greindi frá þessu í gærkvöldi. Eignir fjárfestingafélagsins Stapa voru hlutabréf í Mosaic fashions og Landic property, verðlausar eign- ir. Skuldir Stapa námu hins vegar 17 milljörðum. Til að þurfa ekki að afskrifa þetta reyndi Glitnir að finna kaupanda að félaginu. Tómas Hermannsson bókaútgef- andi sendi fréttastofu Stöðvar tvö yfirlýsingu í gær og sagðist hafa tekið viðskiptatækifæri þetta án vandlegrar íhugunar. Hann hafi tekið mark á yfirlýsingum ráða- manna um að viðskiptalífið væri „á leið upp úr öldudalnum“. Seinna hafi hann séð sig um hönd, reynt að rifta viðskiptunum og samið við skilanefnd Glitnis. Engar breyting- ar hafi verið gerðar á eignasafni félagsins á meðan Tómas átti það. Málið er nú til rannsóknar hjá skilanefndinni, segir Stöð 2. Líklega hafi reglur bankans verið brotnar. - kóþ Útgefandi sem getið er í skýrslu rannsóknarnefndar: Tók við 17 milljarða skuld frá Glitni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.