Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 12
12 20. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR LAGERHRE INSUNTim bursala BYK O Breidd 5 dagar eftir! Aðeins Gildir til 15 .-24. apríl 25-60%afsláttur Girðingaein ingar – Ga rðborð – B lómaker – Bjálkaklæð ning - Fugl ahús Massaran duba palla efni – Pani ll - Byggin gatimbur o . fl. FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx Íraksættaði fjárfestirinn Robert Tchenguiz og félög honum tengd skulduðu Kaupþingi rétt tæpa þrjú hundruð milljarða króna þegar bankinn féll í okt óber 2008. Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram, að Kaupþing hafi verið helsti fjárhagslegi bak- hjarl Roberts Tchenguiz, sem var óbeint einn af helstu eigend- um bankans. Að minnsta kosti sex félög Tchenguiz fengu lán hjá Kaup- þingi til nokk- urra verkefna. Hæsta lánið var upp á jafnvirði 54 milljarða króna til félagsins Razino Propert- ies. Um var að ræða framvirkan samning um kaup á hlutabréfum í bresku stórversluninni Sains- bury’s. Fram kemur í skýrslunni að samningurinn hafi ævinlega verið framlengdur og var hann enn óuppgerður við fall bankans haustið 2008. S a m n i n g a r f y r i r t æ k j a Tchenguiz gagnvart Kaupþingi voru sameinaðir undir merkjum Oscatello Investments síðla árs 2007. Félagið er skráð í skatta- paradís á bresku Jómfrúreyjum. Þegar erlendir lánardrottnar köll- uðu eftir auknum tryggingum hjá Tchenguiz vegna viðskipta við hann tóku stjórnendur Kaupþings upp lyklana að sjóðum sínum og bættu við í skuldafen athafna- mannsins. Þar á meðal var yfir- dráttarheimild, sem stóð í sex hundruð milljónum punda, jafn- virði rúmra áttatíu milljarða íslenskra króna, í lok maí 2008. Lán frá Kaupþingi hlóðust utan á Oscatello líkt og snjóboltar á ferð niður hlíð og fóru yfir 25 pró- senta eiginfjárgrunn Kaupþings snemma árs 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er spurningarmerki sett við þessar lánveitingar og bent á að á sama tíma og aðrir bankar voru að vinna í því að bæta stöðu sína gagnvart félögum Tchenguiz veitti Kaupþing lán til þeirra. Þá var þetta á sama tíma og lausa- fjárvandræði íslensku bankanna voru að verða mjög mikil. Lán Tchenguiz voru að mestu fengin hjá banka Kaupþings í Bretlandi. Háar upphæðir runnu sömuleiðis til félaga hans úr hirsl- um bankans í Lúxemborg. Tchenguiz tengdist Kaupþingi eigendaböndum en hann var einn af tíu stærstu eigendum Existu. Exista var helsti eigandi Kaup- þings. Í rannsóknarskýrslunni segir að af þeim sökum megi færa rök fyrir því að flokka hafi átt Tchenguiz og Existu sem tengda aðila. Það var ekki gert. jonab@frettabladid.is Kaupþing hélt veldi Tchenguiz lifandi Fjárfestirinn Robert Tchenguiz er kominn af gyðingum í Írak. Faðir hans bar ættarnafnið Kedorie en tók upp Tchenguiz-endinguna eftir flótta yfir til Írans árið 1948. Þar fæddist sonurinn Robert í byrjun september árið 1960. Eftir byltinguna í Íran árið 1979 fluttist Tchenguiz-fjölskyldan til London í Bretlandi. Robert menntaðist á Vestur- löndum. Hann hefur um áratuga skeið unnið náið með bróður sínum Vincent og högnuðust þeir á fasteignaviðskiptum. Viðskiptin voru með hefðbundnu sniði; fólust öðru fremur í kaupum á fasteignum sem þeir leigðu út. Í kringum umsvif sín stofnuðu þeir fasteignaþróunarfélag- ið Rotch Property Group árið 1982. Í seinni tíð hafa þeir bræður fjárfest í verslunarfyrirtækjum, svo sem Sainsbury‘s auk kráa í Bretlandi og ölgerðum. Þá er ótalinn viskífram- leiðandinn Whyte & Mackay. Erlendum fjölmiðlum er tíðrætt um auga Tchenguiz fyrir viðskiptatækifærum. Síðustu ár gerði Kaupþing Singer & Friedlander í Bretlandi honum kleift að hoppa á þau þegar færi gafst. Eitt félaga þeirra Tchenguiz-bræðra gerði rúmlega fjögur hundruð milljarða króna kröfu í bú Kaupþings. Henni var hafnað og hófu þeir undirbúning málaferla gegn skilanefnd í byrjun mánaðar. Viðskiptaveldi Roberts Tchenguiz Áhættuskuldbindingar Tchenguiz og tengdra félaga* Banki Janúar 2007 Október 2008 Breyting Kaupþing 66,2 278,7 321% Samtals 66,2 278,7 321% (Samtals í evrum) 699,3 1.915,9 174% * UPPHÆÐIR Í MILLJÖRÐUM KRÓNA. Tengd félög: Bay Restaurant Holdings, Eliza, ISIS Investment, Oscatello Investments, Plato Company, Pub Bidco, Pub Holdings, Pub Pikco Holding, Pumpster Property Acquisition, Pumpster Property, Pumster Holdco, Razino Properties, Robert Tchenguiz (á eynni Mön), Robert Tchenguiz (í Lúxemborg), Robert Tchenguiz (í Kaupthing Singer & Friedlander í Bret- landi), RT Laurel Pub Equity Holdings, S&L Propco, The Tchenguiz Discretionary Trust, Town and City pub Company, Violet Capital Group, Yates Propco og YS&L Holdco. ROBERT TCHENGUIZ SOMERFIELD Tchenguiz og Kaupþing keyptu saman þriðjung af bresku versl- uninni Somerfield. Hluturinn var seldur fyrir jafnvirði 243 milljarða króna í júlí 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 31 . d es 31 . j an 29 . f eb 31 . m ar 30 . a pr 31 . m aí 30 . j ún 31 . j úl 31 . á gú 30 . s ep 1.000 800 600 400 M ill jó ni r E vr a Heildarútlán Kaup- þings til tengdra aðila Heimild: Rannsóknarskýrsla Alþingis

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.