Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 20
 20. APRÍL 2010 ÞRIÐJUDAGUR ** * * * * * * * ** Háskólinn á Akureyri er lítill og persónulegur skóli sem hefur margs konar sérstöðu í námsframboði miðað við aðra skóla. „Ein helsta sérstaða Háskólans á Akureyri er persónulegt náms- umhverfi. Háskólinn er ekki mjög stór og tengslin sem myndast, bæði milli nemenda og kennara og einnig innan bekkja, eru öðruvísi en gengur og gerist í stærri skól- um,“ segir Dagmar Ýr Stefáns- dóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs hjá Háskólan- um á Akureyri. Háskólinn var stofnaður árið 1987 og segir Dagmar að eitt af mikilvægustu hlutverkum hans sé að bjóða upp á ákveðið mótvægi við höfuðborgarsvæðið. „Það er mjög mikilvægt að fólk geti stund- að háskólanám á fleiri en einum stað á landinu, að ekki þurfi allir að flytja til Reykjavíkur og eins að fólk á höfuðborgarsvæðinu hafi möguleika á að læra ann- ars staðar. Yfir tuttugu prósent nemenda okkar koma frá höfuð- borgarsvæðinu. Margir þeirra vildu prófa eitthvað nýtt án þess að þurfa að flytja til útlanda, enda þykir mörgum slíkt ekki fýsilegt nú um stundir. Þá er tilvalið að söðla um og flytja hingað norður. Stærsti hluti nemenda háskólans kemur af landsbyggðinni og held- ur áfram að lifa þar og starfa að námi loknu,“ segir Dagmar. Hún bætir við að stúdentagarðar skól- ans séu vinsælir, en einnig búi Ak- ureyri yfir góðum leigumarkaði. Þar sé einnig ódýrara að leigja en í Reykjavík, sem togi vafalaust í marga, ekki síður en frábær að- staða til iðkunar vetrar- og sumar- íþrótta. Háskólinn á Akureyri hefur ýmiss konar sérstöðu í náms- framboði miðað við aðra háskóla hér á landi. Sem dæmi má nefna nám í iðjuþjálfun á heilbrigðisvís- indasviði og á félagsvísindasviði er boðið upp á nám í nútímafræði, samfélags- og hagþróunarfræði, þjóðfélagsfræði og fjölmiðla- fræði til BA-gráðu, sem ekki er í öðrum skólum. Þá er boðið upp á nám í sjávarútvegsfræði, líftækni og umhverfis- og orkufræði á við- skipta- og raunvísindasviði. Nemendum býðst einnig sá val- kostur að stunda fjarnám við Há- skólann á Akureyri óháð búsetu. „Við höfum verið leiðandi í því að koma slíku námi á fót hér á landi og í dag kennum við til yfir tut- tugu staða á landinu. Námið fer mestmegnis fram í gegnum myndfundarbúnað og Netið í samstarfi við fræðslusetur og símenntunarmiðstöðvar. Fjar- nemar mæta einnig í stað bundnar lotur hér á Akureyri einu sinni til tvisvar yfir önnina,“ segir Dag- mar. Persónulegt námsumhverfi UMSAGNIR NEMENDA Í HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI „Það er mjög mikilvægt að fólk geti stundað háskólanám á fleiri en einum stað á landinu,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS PERSÓNULEGUR HÁSKÓLI „Mér finnst Háskólinn á Akureyri vera mjög góður skóli. Hann er persónulegur, þjónustan er til fyrirmyndar og svo er ég sérstaklega ánægð með símatið sem er í sálfræðinni. Í vetur hef ég verið í tímum sem eru teknir upp og kenndir í fjarkennslu. Það er frábært að geta horft aftur á tímann heima ef maður vill eða nota upptökurnar til að rifja upp námsefnið fyrir próf.“ Barbara Helgadóttir, nemandi í sálfræði. MIKLIR MÖGULEIKAR Á SKIPTINÁMI „Ég fór í skiptinám til University of Manitoba í Winnipeg í Kanada en það veitti mér ómetanlega reynslu og víkkaði sjóndeildarhringinn til muna. Winnipeg er einstakur staður og tengslin við Ísland mjög sterk þar sem margir eiga rætur sínar að rekja til Íslands. Ég kynntist frábæru fólki alls staðar að úr heim- inum, fann fyrir ótrúlegri góðvild í garð Íslendinga og áttaði mig á að þrjátíu stiga frost er ótrúlega fljótt að venjast! Ég mæli hiklaust með því að stúdentar kynni sér kosti skiptináms.“ Hafdís Huld Björnsdóttir, nemandi í viðskiptafræði. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Bjarni Sigurðsson bjarnithor@365.is s. 512 5471

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.