Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2010 Lesið í náttúruna UMHVERFISDEILD – Þrjár brautir: Náttúru- og umhverfi sfræði, skógfræði/landgræðsla og umhverfi sskipulag (BS). Brautir umhverfi sdeildar bjóða fjölbreytt nám á sviði náttúru – og umhverfi svísinda, umhverfi sskipulags, skógfræði og endurheimt landgæða. Innan umhverfi sdeildar er mikil þekking á sviði náttúru- og umhverfi svísinda, skipulags- og landslagsarkitektúrs. LbhÍ hefur sérstöðu á mörgum sviðum rannsókna í umhverfi s- og skipulagsmálum, m.a. er tengist náttúrunýtingu og náttúruvernd, vistkerfum Íslands, gróðurhúsalofttegundum, jarðvegi, skógfræði og landgræðslu og sjálfbærri nýtingu landkosta. Kynntu þér námið heimasíðu skólans: www.lbhi.is Ávextir íslenskra auðlinda AUÐLINDADEILD – Tvær brautir: Búvísindi og hestafræði (BS). Auðlindadeild hefur að meginmarkmiði að viðhalda og þróa íslenskar erfðaauðlindir í búfé og nytjajurtum og byggja upp sjálfbær framleiðslukerfi sem tryggja gæði og rekjanleika afurðanna frá framleiðanda til neytanda. Kennslu- og rannsóknarviðfangsefni eru meðferð, ræktun og nýting gróðurs og lands, búfjár og ferskvatnsdýra til framleiðslu matvæla og annarrar atvinnu- og verðmætasköpunar. Kynntu þér námið heimasíðu skólans: www.lbhi.is Guðmundur Freyr Kristbergs- son hóf nám við Landbúnað- arháskóla Íslands síðastliðið haust og unir hag sínum vel. „Ég skoðaði námsframboð við Landbúnaðarháskóla Íslands eftir að kennari við MS benti bekkn- um mínum á hann sem raunhæfan möguleika. Ég var fljótur að kom- ast að því að nám í umhverfisskipu- lagi væri eitthvað sem höfðaði til mín,“ segir Guðmundur Freyr Kristbergsson, sem hóf nám við Landbúnaðarháskólann síðastliðið haust. Guðmundur lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Sund vorið 2008 með áherslu á umhverf- isfræði. „Í framtíðinni langar mig að mennta mig enn frekar í skipu- lagsfræðum en hvað verður fyrir valinu er óráðið. Sem betur fer er námið mjög fjölbreytt og margar greinar sem snerta þetta fag. Ef maður veit ekki alveg hvert á að stefna er það mikill kostur.“ Hvernig er fyrir þéttbýlisbúa eins og þig að koma að Hvanneyri og búa hér? Guðmundur brosir breitt og segist kunna vel við sig í strjál- býlinu. „Hér er ekkert stress og maður röltir bara á milli húsa og hittir vini og kunningja. Félagslíf er líka ágætt – bæði innan skólafé- lagsins og utan þess. Það er ekki langt að fara til Reykjavíkur ef svo ber undir.“ Guðmundur leigir herbergi hjá Nemendagörðum á Hvanneyri. „Ég bý í húsi sem heitir Árgarður og þar leigjum við fjögur saman íbúð. Við deilum saman eldhúsi og stofu,“ segir Guðmundur og bætir því við að þau eldi saman mat einu sinni í viku. Þá fá tvö það hlutverk að búa til matinn en hinir slappa af. „Við náum alveg ótrúlega vel saman. Ég var mjög heppinn með sambýlinga og maður lærir mikið í mannlegum samskiptum við þessar aðstæður.“ Guðmundur játar strax að hann hafi ekki haft mikla reynslu af mat- argerð. „Þetta tekst nú alltaf. Stelp- urnar hjálpa mér að búa til sós- una með kjötinu. Ég get alveg sett saman matseðil eftir reynsluna í vetur. Fram til þessa hefur móðir mín búið til matinn en það að sjá um sig sjálfur er ákveðið skref. Þó skal tekið fram að ég hef verið í sveit á sumrin í Reykhólasveit og þar þurfti ég að hjálpa til í öllum verkum.“ Aðspurður segir Guðmundur að það sé betra að búa á Hvanneyri en til dæmis í Reykjavík og aka á milli. „Skólagögnin sem fylgja þessu námi eru svo umfangsmikil að því fylgir bara vesen að keyra alltaf á milli. Ég nýti mér líka að- stöðuna hérna í skólanum frekar en að læra heima.“ Guðmundur er mikill áhugamað- ur um hesta og þegar hann upp- götvaði að þarna er hægt að leigja ódýrt pláss fyrir hesta ákvað hann að koma með hestinn með sér. „Það er ekki eins bindandi og hefði mátt ætla að taka hestinn með sér. Hér eru allir reiðubúnir til að hjálpa ef maður þarf að skreppa frá. Það er hægt að leigja pláss fyrir hesta á tveimur stöðum en ég valdi gamla fjárhúsið, en þar hitti ég líka margt fólk sem býr hér allt árið. Mér sýn- ist að hesturinn kunni bara álíka vel við sig þarna og ég í mínu námi!“ Gott að búa í strjábýlinu ● LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Aðsetur háskólanáms- ins er á Hvanneyri í Borgarfirði þar sem á undanförnum árum hefur risið myndarlegt háskólaþorp. Á Hvanneyri eru nemendagarðar með ein- staklingsherbergjum og fjölskylduíbúðum. Íbúðir og herbergi eru tengd tölvuneti skólans. Leikskóli og grunnskóli eru á staðnum. Borgarnes er í 14 km fjarlægð og frá Hvanneyri til Reykjavíkur eru um 80 km. Við skól- ann eru sérhæfð bókasöfn, rannsóknastofur og tilraunabú. Í starfsmenntanámi Landbúnaðarháskólans eru fimm leiðir í boði. Kennsla í búfræði fer fram á Hvanneyri en fjórar garðyrkjugreinar eru kenndar á Reykjum í Ölfusi. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur mikla sérstöðu meðal háskóla hérlendis. Þessi sérstaða felst fyrst og síðast í viðfangsefni skólans sem er náttúra Íslands – nýting, viðhald og verndun. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendagarða Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Guðrún Óskarsdóttir útskrifaðist frá Menntaskólanum í Kópavogi í árslok 2008. „Ég er hér í skógfræði og land- græðslu, enda hef ég alltaf haft mikinn áhuga á íslenskum umhverfismálum. Þarna sá ég tækifæri til að læra um þau og það réð vali á háskóla. Ég er afar sátt með að hafa komið í LbhÍ og ég stefni á frekara nám landgræðslu,“ segir Guðrún. „Félagslíf er líka ágætt – bæði innan skólafélagsins og utan þess. Það er ekki langt að fara til Reykjavíkur ef svo ber undir,“ segir Guðmundur. MYND/LBHÍ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.