Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2010 UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 1. JÚNÍ SKAPAÐU ÞÍNA EIGIN FRAMTÍÐ NÁMSBRAUTIR SEM HEFJAST Í HAUST: TAKTU SKREFIÐ Námsráðgjöf og upplýsingar: sími 525 4444 endurmenntun.is LEIÐSÖGUNÁM Á HÁSKÓLASTIGI GÆÐASTJÓRNUN MATSFRÆÐI PEDAGOGISTA VERKEFNASTJÓRNUN – LEIÐTOGAÞJÁLFUN Við hvetjum þig til að kynna þér námsbrautirnar Einnig í fjarnámi Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi skólastjóri, sá umfjöllun um leið- sögunám í Fréttablaðinu á vordög- um í fyrra þegar hún var að leita sér að námi sem væri fræðandi og uppbyggjandi í senn, hugsan- lega með skemmtilegt starf fyrir augum. „Mér leist strax vel á námið og ákvað að skella mér eftir frekari eftirgrennslan og sé ekki eftir því. Bæði var þetta gríðarlega skemmtilegt og gott nám sem var vel uppbyggt og svo voru mjög góðir kennarar almennt. Hópur- inn var líka afskaplega skemmti- legur sem var extra bónus,“ segir Ragna en námið er tvær annir að lengd. Námið veitir einingar og er því hægt að nýta með öðru há- skólanámi. „Maður fékk víðtæka og góða þekkingu á landi og þjóð, bæði hvað viðkom þjóðinni sjálfri, líf- inu í því og náttúrunni. Ég hélt til dæmis að umfjöllunin um nátt- úruna og jarðfræði myndi síður höfða til mín sem var svo þver- öfugt, þannig að ég uppgötvaði líka nýjar hliðar á sjálfri mér.“ Ragna segir að hún hafi verið spurð að því hvort hún hefði efni á því að borga námið hafi hún svar- að því til að hún myndi bara sleppa því að sigla á Karíbahafinu í stað- inn. „Þetta var mín Karíbasigling. Námið er gott og gefandi og þrátt fyrir að það sé akademískt og geri þar af leiðandi kröfur til okkar, er það við hæfi fullorðins fólks, með meira af verkefnaskilum og rit- gerðum en minna af skriflegum prófum.“ Nám í stað Karíbahafsins Ragna Ólafsdóttir segir leiðsögunámið hafa verið á við siglingu í Karíbahafinu, fræð- andi og gefandi í senn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Margt spennandi verður í boði hjá Endurmenntun Há- skóla Íslands næsta haust en farið verður af stað með fimm námsbrautir. Kynningarfundur um námsbrautirnar verður haldinn 18. maí næstkomandi en umsóknarfrestur rennur út 1. júní. „Brautirnar sem verða í boði fyrir nýnema eru Leiðsögunám á háskólastigi, Verkefnastjórnun – Leiðtogaþjálfun, Gæðastjórn- un, Pedagogista og Matsfræði,“ segir Kristín Jónsdóttir, end- urmenntunarstjóri Háskóla Ís- lands. „Allar námsbrautirnar eru til eins árs en einingafjöldi er þó misjafn. Nýja námsbrautin okkar, Pedagogistanámið, er fyrir kenn- ara í leikskólum og grunnskólum, en það er í samstarfi við Reggio Emilia Institutet í Stokkhólmi og SARE og er nú í fyrsta sinn boðið á Íslandi.“ Leiðsögunám hófst hjá Endur- menntun haustið 2008 og hefur fengið mjög góðar viðtökur að sögn Kristínar. Námið er svar við þeirri stefnu ferðaþjónust- unnar að auka menntun í faginu en hingað til hefur námið ekki verið í boði á háskólastigi. Námið er einnig í boði í fjarnámi og hafa því fjölmargir einstakling- ar á landsbyggðinni og erlendis sótt námið. „Hópurinn sem stendur að baki náminu er sterkur sem er nám- inu mikils virði. Í fagráði náms- ins sitja ferðamálastjóri, fulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, full- trúi frá Félagi leiðsögumanna og samstarfsdeildum innan Háskóla Íslands. Okkur þótti tilvalið að nýta stærð og breidd háskólans þannig að við erum með eftir- sótta kennara úr jarðfræði, líf- fræði, ferðamálafræði, tungu- málum, félagsvísindum og menn- ingu.“ Kristín segir leiðsögunámið vera metið inn í deildir háskól- ans, bæði ferðamálafræðin sjálf og til að mynda nám í hugvísinda- deildum. „Þetta ársnám getur því komið til styttingar á öðru námi innan háskólans. Margir sjá kost- inn við það að bæta náminu við tungumál og bókmenntir þar sem námið felur líka í sér starfsrétt- indi leiðsögumanns.“ Kristín segir gaman að finna þá orku sem verður til í fjöl- breyttum hópi nemenda en þeir halda vel hópinn eftir útskrift. „Við vitum til dæmis um þrjú ný sprotafyrirtæki sem hafa orðið til í náminu þannig að það er greini- legt að orkan er mikil.“ Fimm námsbrautir í haust „Við vitum til dæmis um þrjú ný sprotafyrirtæki sem hafa orðið til í náminu þannig að það er greinilegt að orkan er mikil,“ segir Kristín Jónsdóttir, endurmenntunar- stjóri Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.