Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 27
háskólar ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2010 9 Á fjórða og síðasta misseri MPM-náms vinna nemendur að lokaverkefnum undir handleiðslu fræðimanna innan og utan háskólans. Verkefn- in fela í sér úttektir á afmörkuðum sviðum sem nemendur hafa áhuga á þar sem beitt er viður- kenndum rannsóknaraðferðum, megindlegum eða eigindlegum. Ráðstefnan Vor í íslenskri verkefnastjórn- un er vettvangur nemenda til að kynna niður- stöður sínar. Hún endurspeglar þann metnað nemenda og MPM-námsins að taka þátt í upp- byggingu þekkingar í verkefnastjórnun. Sem dæmi um nokkur verkefni sem kynnt verða á ráðstefnunni má nefna hönnun stjórnkerf- is fyrir verkefnaskrá fyrirtækis í upplýsingatækni, samkeyrslu scrum- og kanban-aðferða- fræði, mat á umhverfisáhrif- um frá sjónarhorni verkefna- stjórnunar og verkefna- stjórnun í hinum ört vaxandi fatahönn- unariðnaði á Ís- landi. Alls verða 30 verkefni kynnt á ráðstefnunni og hún fer fram í þremur sam- hliða straumum. Ráðstefnan er öllum opin og án aðgangseyris. Hún er haldin 21. maí á Hótel Sögu milli klukkan 13 til 17. Ráðstefnan Vor í íslenskri verkefnastjórnun Nemendur MPM-náms kynna niðurstöður úr lokaverkefnum sínum á ráðstefnunni Vor í íslenskri verkefna- stjórnun. Í náminu er þekkingu og færni miðlað með kröftugum fyrirlestrum, markviss- um æfingum og í hópvinnu. ● KENNARAR Á HEIMS- MÆLIKVARÐA Frá upp- hafi hefur verið lögð áhersla á það að kennarar í MPM-námi séu viðurkenndir fræðimenn og búi yfir mikilli reynslu í verkefna- stjórnun. Stundum fer þetta tvennt saman. Um þriðjungur kenn- ara er útlendingar og þeir eru ýmist frá Bandaríkjunum eða Evrópulöndum. Sem dæmi um erlenda lykilfyrirlesara má nefna Dr. Steven Eppinger, prófess- or við Sloan-viðskiptaskóla MIT- tækniháskólans í Boston. Mark Morgan er ráðgjafi og kenn- ari í hinu virta Stanford Advanc- ed Project Managent-námi við Stanford-háskólann í Kaliforníu. Dr. Morten Fangel er ráðgjafi og heimsþekktur fyrirlesari um verkefnastjórnun og hefur oft komið til Íslands til að halda lengri og skemmri námskeið. Florence Kennedy er skoskur sérfræðingur og ráðgjafi í samn- ingatækni og Dr. Darren Dalcher er prófessor við Middlesex-há- skóla í London og virtur fræði- maður á sviði verkefnastjórn- unar í hugbúnaðariðnaði. MPM-námið er hagnýtt 90 ETCS einingar sem er sniðið að síaukn- um kröfum samfélags og athafna- lífs um árangur í verkefnum og eftirspurn eftir fagmenntuðum verkefnastjórum. Rík áhersla er lögð á þátttöku nemenda. Þekk- ingu og færni er miðlað með kröft- ugum fyrirlestrum, markvissum verklegum æfingum og í hópvinnu þar sem unnið er með raunveru- leg viðfangsefni sem oft eru sótt í starfsumhverfi nemenda. Kennt er í lotum og er eitt námskeið tekið fyrir í einu. Markmið námsins: ● Að mennta og þjálfa nemendur í að takast á við margvísleg við- fangsefni með aðferðum verk- efnastjórnunar og beita tækni- legum aðferðum við undirbún- ing, framkvæmd og frágang verkefna. ● Að mennta og þjálfa nemendur í sjálfstjórn, samskiptum, for- ystu, teymisvinnu og eflingu liðsheilda. ● Að mennta og þjálfa nemendur til leiðandi starfa á fjölbreytileg- um starfsvettvangi á Íslandi og erlendis. ● Að viðhalda og efla þekkingu á verkefnastjórnun og skapa nýja þekkingu á sviðinu. ● Að samþætta innsýn úr hug-, fé- lags-, viðskipta- og verkvísind- um með hagnýtum hætti. Tekið er við umsóknum í MPM- námið frá fólki með B.A./B.S./ B.Ed. gráðu (eða sambærilegu) og þriggja ára reynslu af því að starfa í verkefnum. Nánari upplýsingar og umsóknir á www.mpm.is. Hvað er MPM? Þarft þú að ná utan um stórt verkefni? Spennandi kostur fyrir þá sem hafa áhuga á mjög hagnýtu stjórnunarnámi. Alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun í umboði alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). Skemmtilegir nemendur og heimsþekktir kennarar. Opnar starfsvettvang víða í íslensku samfélagi og um allan heim. Tveggja ára nám samhliða starfi. Inntökuskilyrði: B.A./B.S./B.Ed. eða sambærilegt Minnst þriggja ára reynsla úr atvinnulífinu Reynsla við verkefnavinnu æskileg Umsóknarfrestur er til 17. maí Vor í íslenskri verkefnastjórnun Við vekjum einnig athygli á ráðstefnu um verkefna- stjórnun sem fram fer á Hótel Sögu föstudaginn 21. maí kl. 13–17. Nánari upplýsingar um MPM-námið færðu á mpm.is Meistaranám í verkefnastjórnun Kynningarfundur miðvikudaginn 28. apríl kl. 17 í Námunni, sal Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7 www.mpm.is PI PA R \T B W A \ SÍ A 1 0 0 9 8 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.