Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 42
26 20. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI „Það eru allir búnir að tala um að viðureign Snæfells og KR hafi verið úrslitaserían. Við sýndum fram á annað í dag. Við erum komnir til að spila,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leik- maður Keflavíkur, eftir að hans lið lagði Snæfell örugglega 97-78 í fyrsta leik liðanna um Íslands- meistaratitilinn. Keflvíkingar eru gríðarlega sterkir á heimavelli sínum og voru með leikinn í gær algjörlega í sínum höndum. Stemningin var á þeirra bandi og Snæfellingar áttu engin svör. „Krafturinn og keyrslan hjá okkur gerði gæfumuninn. Við hefð- um þó getað frákastað miklu betur í þessum leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þessi úrslit endur- spegla ekki muninn á liðunum. Við eigum von á hörkuleik á fimmtu- dag,“ sagði Hörður. Stemningin í Keflavíkurliðinu var meiri í byrjun leiks á meðan Snæfellingar fundu engan takt í varnarleik sínum. Heimamenn voru með níu stiga forystu að lokn- um fyrsta leikhluta. Áfram héldu þeir að stjórna leiknum í öðrum fjórðung þar sem var þó lítið skor- að. Hörður Axel Vilhjálmsson var funheitur. Snæfell hitti illa og var tólf stig- um undir í hálfleik, staðan 53-41. Hlynur Bæringsson var þó að skila sínu og var með 15 stig og 8 frák- öst að loknum fyrri hálfleik. Í þriðja leikhlutanum gerðu Keflvíkingar svo út um leikinn og höfðu 23 stiga forystu fyrir lokal- eikhlutann. Eftir það var þetta bara spurning um hversu stór sig- urinn yrði. Heimamenn fögnuðu svo vel í leikslok en þó meðvitaðir um að einvígið er bara rétt að byrja. Draelon Burns, Urule Igbavboa og Hörður skoruðu allir tuttugu stig fyrir heimamenn. „Maður er aldrei sáttur við að tapa en við hittum Keflvíking- ana í miklum ham og því miður var heildin okkar ekki til staðar,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálf- ari Snæfells. Fyrir leik var spurn- ingin hvort Sean Burton myndi geta spilað vegna meiðsla. Hann var með en hefði alveg eins getað verið heima. „Hann var ekki nema skugginn af sjálfum sér en hann tapaði auð- vitað ekki leiknum, það var liðs- heildin sem gerði það. Hlynur og Siggi (Sigurður Þorvaldsson) áttu góðan leik en annars var liðið ekki að gera það sem það átti að vera að gera. Við þurfum bara að safna kröftum og fara yfir það sem við getum gert betur. Liðið þarf að komast upp á tærnar,“ sagði Ingi Þór. elvargeir@frettabladid.is Umfelgun Hjólbarð ar Jafnvægisstilling Höldum saman uppá 10 ára afmæli Max1 Fáðu 20% afslát t af umfelgun og jafn vægis- stillingu, í dag! Tvö verðdæmi: Umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum fólksbíladekkjum á 12-16 tommu stálfelgum: Fullt verð: 6.240 kr. Afmælistilboð: 4.992 kr. Umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum fólksbíladekkjum á 12-16 tommu álfelgum: Fullt verð: 6.945 kr. Afmælistilboð: 5.556 kr. FÓTBOLTI FYRIR ALLA Æfingarnar eru ætlaðar öllum börnum sem geta ekki nýtt sér hefðbundið barna- og unglingastarf vegna fötlunar eða þroskafrávika. Starfsemin er undir merkjum Stjörnunnar en öllum er velkomið að skrá sig til leiks. Æfingagjöld eru 3.000 kr. fyrir æfingar í 8 vikur. Velkomið er að systkini iðkenda, foreldrar eða aðrir aðstandendur taki þátt í æfingunum og er markmiðið að allir njóti boltans með sínu lagi. Hefjast laugardaginn 24. apríl kl. 11.00 í Ásgarði í Garðabæ Áhugasamir eru beðnir að láta vita af sér á tölvupóstfangi ábyrgðarmanns, Ýrar Sigurðardóttur barnalæknis, yr@lsh.is Akureyringurinn Jónatan Þór Magnússon hefur gert þriggja ára samning við norska C-deildarliðið Kristiansund HK í handbolta. Hann heldur utan í sumar en þá mun núverandi þjálfari HK, Gunnar Magnússon, taka við þjálfun liðsins. „Ég er mjög spenntur fyrir því að takast á við þetta verkefni og ég er mjög ánægður með samninginn,“ sagði Jónatan við Fréttablaðið í gær. Stefnt er að því að fara með félagið upp í efstu deild á aðeins tveimur árum og er því ærið verkefni sem bíður þeirra Gunnars og Jónatans, ekki síst þar sem félaginu mistókst að komast upp í B-deildina nú í vetur. „Við áttum ef til vill von á því að það myndi takast en það er bara eitt lið sem kemst upp og má því afar lítið út af bregða. En það breytir því ekki að það var alltaf planið að fara upp í efstu deild á tveimur árum og það stendur enn í dag.“ Ásamt því að spila með félaginu mun Jónatan einnig sinna þjálfarastörfum samhliða því. „Það gæti verið að ég muni þjálfara meistaraflokk kvenna hjá félaginu en það er allt í bígerð og á eftir að koma betur í ljós. En það er þó ljóst að bæði ég og Gunnar munum vinna í innra starfi félagsins og að því að gera það stærra. Það er mjög gaman að fá að taka þátt í slíkri uppbygg- ingu.“ Hann segist spenntur fyrir því að vinna með Gunnari sem hann hefur ekki gert áður. „Mér líst gríðarlega vel á hann enda greinilega gríðarlega fær þjálfari. Ég hef ekkert nema gott heyrt um hann og treysti honum fullkomlega fyrir því að taka þetta verkefni að sér.“ Sjálfur vildi Gunnar ekki útiloka að fleiri íslenskir leikmenn yrðu fengnir til félagsins. „Við viljum bæta einum til tveimur leikmönnum við leikmannahópinn og erum að skoða leikmenn á Íslandi, í Danmörku og Noregi. Það virðist vera mikið úrval enda margir leik- menn nú að leita sér að nýju félagi,“ sagði Gunnar. JÓNATAN ÞÓR MAGNÚSSON: GERÐI ÞRIGGJA ÁRA SAMNING VIÐ KRISTIANSUND HK Í NOREGI Líst mjög vel á að vinna með Gunnari > Framkonur hafa tapað sjö leikjum í röð Framkonur bíða enn eftir fyrsta sigurleiknum sínum í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn en þær geta bætt úr því þegar þær taka á móti Valskonum í Safamýri klukkan 19.30 í kvöld. Þetta er annar leikur liðanna í lokaúrslitum N1 deildar kvenna. Valur er 1-0 yfir eftir 20-19 sigur í fyrsta leiknum á Hlíðarenda á sunnudaginn. Þetta var sjöunda tap kvennaliðs Fram í röð í úrslitum Íslandsmótsins en Fram tapaði öllum þremur leikjum sínum í lokaúrslitum 1995 og 2009. FÓTBOLTI Undanúrslit Meistara- deildar Evrópu hefjast í kvöld en Inter tekur þá á móti Evrópumeist- urum Barcelona. Hið stjörnum prýdda lið Börsunga, með Lionel Messi innanborðs, varð að sætta sig við að ferðast með rútu til Mílanó í fjórtán klukkustundir þar sem flug liggur víða niðri í Evrópu vegna íslensku öskunn- ar úr Eyjafjallajökli sem nú liggur yfir meginlandi Evrópu. „Þetta var ekki auðvelt ferðalag en ég hefði alltaf kosið að ferðast í fjórtán tíma með rútu fremur en að sitja heima og horfa á undanúrslit Meistaradeildarinnar í sjón- varpinu,“ sagði Pep Guardi- ola, stjóri Barcelona. „En við munum mæta frá- bæru liði Inter enda þjálf- ari liðsins líklega sá besti í heimi,“ bætti hann við og átti þar við hinn portúgalska José Mour- inho. Sjálfur sagði Mourinho að Bar- celona mætti búast við öðru og betra liði en þegar liðin mættust í riðlakeppninni í haust. Þá skildu liðin jöfn, 0-0, í Mílanó en Barcelona vann öruggan 2-0 sigur á heimavelli. „Barcelona átti skilið að vinna þar sem okkur skorti getuna til að koma í veg fyrir þeirra yfirburði. En það var í nóvember. Þeir eru núna jafn góðir og þeir voru þá en við erum orðnir miklu betri,“ sagði Mour- inho. - esá Barcelona mætir Inter í Meistaradeildinni í kvöld: Við erum betri núna JOSE MOURINHO Er líklega sá besti í heimi, segir Pep Guardiola. NORDIC PHOTOS/AFP KEFLAVÍK–SNÆFELL 97-78 Stig Keflavíkur: Draelon Burns 20, Uru- ele Igbavboa 20 (10 frák.), Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Sigurður Þorsteinsson 11, Gunnar Stefánsson 9, Gunnar Einarsson 7, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Sverrir Þór Sverrisson 2, Davíð Þór Jónsson 2. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 22 (13 frák.), Sigurður Þorvaldsson 20, Jón Ólafur Jónsson 6, Sean Burton 6, Sveinn Davíðsson 6, Pálmi Freyr Sigurgerisson 4, Gunnlaugur Smárason 3, Martins Berkis 3, Kristján Andrésson 3, Emil Þór Jóhannsson 3, Páll Fannar Helgason. Öruggar Keflavíkurhendur Fyrsti leikur Keflavíkur og Snæfells náði aldrei að verða spennandi. Heima- menn voru með leikinn algjörlega í sínum höndum og í seinni hálfleik aðeins spurning hver stór sigurinn yrði. Næst mætast liðin á fimmtudagskvöldið. FÓTBOLTI Liverpool endurheimti í gær sjötta sætið í ensku úrvals- deildinni með 3-0 sigri á West Ham. Yossi Benayoun og David Ngog skoruðu mörk Liverpool í fyrri hálfleik en þriðja markið var sjálfsmark Roberts Green. West Ham hefur nú ekki unnið á Anfield í 47 ár og er þremur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. - esá Liverpool í sjötta sætið: West Ham í miklum vanda GÓÐIR SAMAN David Ngog og Maxi Rodriguez fagna marki þess fyrrnefnda í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY ÖFLUGUR Uruele Igbavboa átti góðan leik í gær og skoraði 20 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.