Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 20.04.2010, Blaðsíða 46
30 20. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. eyja í asíu, 6. persónufornafn, 8. lengdarmál, 9. veiðarfæri, 11. guð, 12. erfiði, 14. togleður, 16. tveir eins, 17. mas, 18. stykki, 20. á fæti, 21. há bygging. LÓÐRÉTT 1. umdæmis, 3. frá, 4. verðgildi, 5. maka, 7. tilgátu, 10. traust, 13. bókstafur, 15. skál, 16. hylli, 19. íþróttafélag. LAUSN LÁRÉTT: 2. java, 6. ég, 8. fet, 9. net, 11. ra, 12. streð, 14. gúmmí, 16. áá, 17. mal, 18. stk, 20. tá, 21. turn. LÓÐRÉTT: 1. léns, 3. af, 4. verðmat, 5. ata, 7. getgátu, 10. trú, 13. emm, 15. ílát, 16. ást, 19. kr. „Ég er að hlusta á Allt mitt líf með Ellý Vilhjálms, yndislegur diskur til að hlusta á meðan maður er að teikna.“ Aron Bergmann, listamaður og leik- myndahönnuður. „Þetta er allt í vinnslu núna en vonandi verða flíkurnar komnar í verslanir eftir rúman mánuð. Þetta var upprunalega hugmynd hönn- uðarins Hörpu Einarsdóttur, sem hefur verið að hanna fyrir okkur upp á síðkastið. Hún heillaðist af þessum jarðhræringum og varð fyrir miklum áhrifum eftir að hafa skoðað gosið,“ segir Ásta Kristjáns- dóttir, annar eigenda E-label, en verið er að hanna sérstak- ar flíkur fyrir merkið sem innblásnar eru af gosinu. Goslínan nýja mun inni- halda bæði kjóla og boli og má búast við allt að fimm mismunandi stíl- um innan hennar. Auk Hörpu Einarsdóttur hafa hönnuðirnir Eygló Lárusdóttir, Sara María Júlíudóttir og Erna Bergmann gengið til liðs við E- label. „Við fengum fleiri hönnuði til liðs við okkur í haust því við vildum fá aukinn ferskleika inn í hönnunina. Hugmyndafræðin að baki E-label verður þó enn sú sama og vinna hönnuðirnir innan þess ramma.“ Ásta segir gott að geta nýtt gosið til að koma hönn- un E-label á framfæri í erlend- um fjölmiðlum og segir fólk eiga að grípa tækifærin þegar þau gefast. „Við gátum tengt hönn- un okkar við gosið í Eyjafjalla- jökli og með því vakið athygli á því sem við erum að gera. BBC fjallaði til dæmis um þessa línu síðastliðinn laugardag. Það er mjög erfitt og dýrmætt að fá ókeypis umfjöllun erlendis og því verður maður að grípa tækifærið þegar það gefst,“ segir Ásta. -sm Flíkur innblásnar af gosinu GÓÐ MARKAÐSSETNING Ásta Kristj- ánsdóttir, annar eigenda E-label, segir nýju línuna væntanlega í verslanir eftir mánuð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NÝ GOSLÍNA Harpa Einarsdóttir hannar nýja goslínu sem væntanleg er frá E-label. Hún sótti innblástur til eldgosins í Eyjafjallajökli. MYND/HARPA EINARSDÓTTIR „Við verðum að sitja á rassgatinu og bíða eftir að eitthvað gerist. Þeir fá peninga annað slagið og greiða út og við erum að bíða eftir að það komi að okkur,“ segir fyrir- sætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Garðar Gunnlaugsson, eigin- maður Ásdísar, hefur ekki feng- ið greidd laun frá fótboltaliðinu CSKA Sofia í Búlgaríu svo mánuð- um skiptir. Garðar spilar núna með LASK Linz í Austurríki og bíður eftir að búlgarska liðið greiði þeim hjónum um 100.000 evrur, eða um 17 milljónir íslenskar. „Þetta var meira. Við gáfum þeim helmingsafslátt. Þetta voru 200.000 evrur,“ segir Ásdís. Hún segir launaleysið hafa skapað tals- verð vandræði þar sem fjölskyld- an lifir ekki á tekjum hennar til lengri tíma. „Það hefur mikil áhrif að fá ekki laun í marga mánuði,“ segir hún. „Ég er náttúrulega með mín laun en ég næ ekki að halda okkur uppi. Við erum með eignir og lán í þremur löndum: á Íslandi, í Svíþjóð og Búlgaríu. Við þurfum að borga mikið og ef við fáum ekki borgað fer allt í skít.“ CSKA Sofia er í miklum fjár- hagserfiðleikum og hefur fengið frest fram að mánaðamótum til að greiða úr sínum málum, áður en viðurlögum verður beitt. „Ef þeir ná ekki að borga þá fer félagið líklegast á hausinn,“ segir Ásdís. „Þetta er stærsta liðið hérna og ef það færi á hausinn myndi það hafa alveg hræðilegar afleiðingar. Ég trúi ekki að þeir finni ekki peninga til að greiða upp skuldirnar.“ - afb Garðar og Ásdís bíða eftir 17 milljónum FÁ EKKI GREITT Fótboltafélagið CSKA Sofia á í miklum vandræðum og hefur ekki greitt Garðari milljónalaun sem hann á inni. Dorrit Moussaieff, forsetafrú okkar Íslendinga, var meðal þeirra fyrirmenna sem heiðruðu Margréti Þórhildi með nærveru sinni á afmælisdegi Danadrottningar. Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli urðu töluvert margar konungsfjöl- skyldur að afboða sig en Dorrit komst í tæka tíð. Dorrit er nú stödd í Bretlandi en þangað komst hún með því að nota bíl, lest og ferju. Íslenskar fyrirsætur hafa verið að gera það gott undanfarið og setið fyrir hjá virtustu tísku- blöðum heims. Nýverið hóf síðan undirfatalínan The Lake & Stars nýja herferð sem þykir í erótískari kantinum en þar er Elísabet Davíðsdóttir, ein fyrsta íslenska ofur- fyrirsætan, í aðalhlut- verki. Ómar Eyþórsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri X-ins 977, en útvarpsstöðin hefur verið dag- skrárstjóralaus undanfarin misseri. Ómar ku ekki vera með stórar breytingar í farvatninu, en ætlar þó að skerpa á áherslunum og horfir til útvarpsstöðva í Bretlandi og Bandaríkj- unum í því samhengi. Ómar hefur starfað á X-inu í nokkurn tíma og stjórnar morgun- þættinum á virkum dögum. Hann er mikill tónlistar- grúskari svo að dagskrárstjórnin er í góðum höndum. - fgg, afb FRÉTTIR AF FÓLKI Stærstu fréttastöðvar heims hafa verið að koma sér upp aðstöðu við rætur Eyjafjallajökuls og mikið aukaálag hefur verið á starfs- mönnum íslensku fréttastofanna við að þjónusta erlendu stöðvarnar. Útsendingarbílar RÚV og Stöðv- ar 2 hafa verið í sólarhringsnotk- un frá því fyrir helgi. Magnið af umfjöllun erlendra miðla um gosið er farið að nálgast þann mikla fjöl- miðlasirkus sem ríkti í kringum efnahagshrunið og blaðamanna- fundina frægu í Iðnó. Fjöldi beinna útsendinga frá Íslandi er yfir tut- tugu á dag. Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, segir RÚV þjónusta evrópsku sjón- varpsstöðvarnar í samræmi við samstarfssamning EBU, Sam- tök evrópskra sjónvarpsstöðva. „Útsendingarbíllinn okkar hefur verið í nánast stanslausri notkun og við erum bara að redda þeim með hina og þessa hluti,“ segir Óðinn og bætir því við að tveir menn frá RÚV séu í fullri vinnu við að aðstoða erlendar sjónvarps- stöðvar. Óskar Hrafn Þorvalds- son, fréttastjóri Stöðvar 2, tekur í sama streng. „Útsendingarbíll- inn hjá okkur hefur verið upp- pantaður allan sólarhringinn frá því fyrir helgi. Við erum einnig að senda út talsvert af myndefni og aðstoða þetta fólk við að koma sér upp aðstöðu þarna fyrir austan,“ útskýrir Óskar. NBC, ITN, ABC, Sky News, BBC, Al Jaazera og ZDF eru í þessum ört stækkandi hópi erlendra fjöl- miðla enda hefur eldgosið í Eyja- fjallajökli lamað flugsamgöngur um allan heim. Búi Baldvinsson hjá framleiðslufyrirtækinu Kukli segist ekki muna eftir öðru eins en Kukl hefur séð um að aðstoða erlendu fréttastofurnar við beinar útsendingar. Askan úr Eyjafjalla- jökli sé farin að skyggja á banka- hrunið. „Hér er búið að koma upp húsbíl, klippisvítu og það er mikil samkeppni um þjónustu,“ segir Búi og telur að nánast allur framleiðslu- bransinn hafi vinnu við að þjónusta erlendu fréttastöðvarnar. Þótt flugsamgöngur séu lamað- ar beita fréttastöðvarnar öllum brögðum til að geta flutt fréttir af hamförunum. „Já, það voru ein- hverjir erlendir fréttamenn sem voru bara hérna í fríi en þar sem þeir eru hvort eð er innlyksa þá voru þeir bara fengnir til að sinna fréttaflutningnum. Svo veit ég að norrænu stöðvarnar hafa grafið upp einhverja fréttaritara í Amer- íku og sent þá hingað til að geta sinnt þessu,“ segir Búi. freyrgigja@frettabladid.is BÚI BALDVINSSON: ELDGOSIÐ FARIÐ AÐ SKYGGJA Á BANKAHRUNIÐ Tuttugu beinar útsendingar á dag frá eldgosinu á Íslandi GRÍÐARLEGUR FJÖLDI Fréttastöðvar frá öllum heimshornum hafa verið með beinar útsendingar frá Íslandi undanfarna daga. Búi Baldvinsson hjá Kukli segir um tuttugu beinar útsendingar vera frá Eyjafjallajökli á dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Auglýsingasími Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.