Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 2
2 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR Nýr Nicorette plástur fæst nú 25 mg og hálfgagnsær Nýt t! Nicorette® nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð til að auðvelda reykingafólki að venja sig af tóbaki með því að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt. Nota má forðaplásturinn einan og sér eða samtímis 2mg Nicorette lyfjatyggigúmmíi eða Nicorette innsogslyfi. Hámarksdagskammtur er 1 stk forðaplástur og annað hvort 24 stk lyfjatyggigúmm eða 12 hylki af innsogslyfi.Til að ná sem bestum árangri skal fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicorette í samráði við heilbrigðisstarfsfólk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatún 2, 210 Garðabæ. Nicorette Invisi 25 mg Er að hærri styrkleika en fyrri forðaplástrar frá Nicorette Hrafn, ætlar þú ekki að leggja lóð þína á vogarskálarnar til að sátt náist í málinu? „Ég er alltaf til í lóðarí.“ Kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Gunnlaugsson stendur í miklu stappi við borgaryfirvöld þessi dægrin vegna framkvæmda hans utan lóðarmarka á Laugarnestanganum. DÓMSMÁL Hálfsextugur karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna meintra stórfelldra fjársvika var náðaður af heilsufarsástæðum fyrir um tíu árum og þurfti því ekki að afplána tuttugu mánaða fangelsi, sem Hæstiréttur hafði þá dæmt hann í, samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins. Dóms- málaráðuneytið vildi ekki staðfesta þetta við blaðið. Maðurinn var dæmdur fyrir misneytingu gagnvart áttræðri, heilabilaðri konu, með því að hafa fengið hana margoft til að taka fjárhæðir út af bankareikningi sínum og afhenda honum, ráðstafa veðskuldabréfi í hans þágu og und- irrita erfðaskrá þess efnis að allar skuldir hans við hana skyldu falla niður við andlát hennar. Konan hafði verið gift athafna- manni, sem lét eftir sig mikla fjár- muni. Hún sat í óskiptu búi. Mann- inum sem nú situr inni vegna meintra fjársvika kynntust hjónin þegar hann tók að sér málningar- vinnu fyrir þau. Eftir fráfall eig- inmannsins var svikarinn í miklu sambandi við ekkjuna, ávann sér traust hennar og annaðist ýmsa hluti fyrir hana. Maðurinn ók henni í bankann og beið fyrir utan meðan hún sótti peningana, sem hún lét hann hafa. Í sumum tilvik- um lét hún hann hafa ávísanir. Með þessum hætti tæmdi hún banka- reikning sinn. Ekki var ljóst hvað varð um stóran hluta fjárins. Auk tuttugu mánaða fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða gömlu konunni ríflega 30 milljónir króna vegna þessa. Hámarksrefs- ing fyrir brot af þessu tagi er 24 mánaða fangelsi. Þessi sami maður hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. maí, grunaður um að hafa svikið að minnsta kosti 300 milljónir króna út úr nær hundrað manns. Mest voru umsvif mannsins í Lands- bankanum og hjá Byr sparisjóði, en allir reikningar hans eru til rann- sóknar hjá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins er maðurinn grunaður um að hafa boðið fólki væna ávöxtun fjár síns ef það hjálpaði honum til að losa gjaldeyri sem hann kvaðst eiga í bönkum erlendis. Fengju viðkomandi þá erlendan gjaldmið- il á miklu lægra verði en skrán- ing segði til um. Þetta er á sömu nótum og margumræddir Níger- íusvindlarar hafa borið sig að. Þá virðist sem maðurinn hafi í ein- hverjum tilvikum notað fjármuni frá einum til að greiða með skuld sína við annan. Maðurinn mun hafa haft frum- kvæði að því að komast í samband við fólk, þar á meðal einhverja sem hann þekkti frá fyrri tíð. jss@frettabladid.is GJALDEYRIR Maðurinn er talinn hafa egnt fyrir fólk meðal annars með því að lofa því góðri ávöxtun á fjármunum sínum ef það aðstoðaði hann við að losa gjaldeyri með fjárframlögum. Svikahrappurinn var náðaður fyrir áratug Karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa haft hundruð milljóna af nær hundrað manns, var náðaður fyrir tíu árum þegar hann hafði verið dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Hann komst hjá afplánun. KÝPUR, AP Dervis Eroglu vann sigur í forsetakosningum tyrk- neska hluta eyjunnar Kýpur. Hann fékk 50,3 prósent atkvæða, en núverandi forseti, Mehmet Ali Talat, sem hefur tekið þátt í sam- einingarvið- ræðum, hlaut 42,85 prósent. Úrslit kosn- inganna munu væntanlega draga mjög úr hraða samein- ingarviðræðna við ráðamenn gríska hluta eyjunnar, sem þó hefur þótt miða nógu hægt fyrir. Einnig gætu úrslitin gert end- anlega út um vonir Tyrkja um aðild að Evrópusambandinu, því ráðamenn þess gera kröfur til þess að sátt náist fyrst í Kýpur- deilunni. - gb Aðskilnaðarsinni vann sigur: Vonir um sam- einingu dvína DERVIS EROGLU LÖGREGLUMÁL Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Faðirinn, Guðmundur R. Guðlaugsson, var hand- tekinn laugardaginn 10. apríl, þegar fyrri hluti kókaínsins kom til landsins. Sonurinn, Guðlaugur Agnar Guðmundsson, var handtekinn á fimmtudaginn í síð- ustu viku þegar hann kom til landsins að utan. Faðir- inn hefur ekki hlotið refsidóma en sonur- inn hefur áður verið dæmdur fyrir þjófn- aði, gripdeild, frels- issviptingu, og líkams- árás. Fimm aðrir sitja í haldi vegna málsins, þeirra á meðal Davíð Garð- arsson, margdæmdur brota- maður og fyrrverandi flóttamaður. Höfuðpaurarnir í málinu ganga þó enn lausir og hefur þeirra verið leitað á Spáni frá því að málið kom upp. Annar þeirra er Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna úr stóra fíkniefnamálinu svo- kallaða sem upp kom um aldamót. Hann er grunaður um að standa að baki mörgum stórum fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér- lendis og erlendis síðustu ár. Hinn er ríflega þrítugur Íslendingur sem hlotið hefur dóma fyrir fíkniefna- smygl. Lögregla telur ljóst að ungt par sem handtekið var á Spáni í desember síðastliðnum með mikið magn af kókaíni og situr nú þar í fangelsi hafi verið að ganga erinda þessara sömu manna. - sh, jss Lögregla leitar tveggja höfuðpaura á Spáni vegna stórfellds kókaínsmygls: Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls SKIPULAGSMÁL Umsókn um leyfi til að breyta Heilsuverndarstöð- inni á Barónsstíg í Icelandair hótel er enn óafgreidd hjá borg- aryfirvöldum. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsráðs að ósk Sóleyjar Tómasdóttur, full- trúa Vinstri grænna. Sóley kvaðst í gær lítið geta tjáð sig um málið því það væri viðkvæmt. Ekki náðist í Júlíus Vífil Ingvarsson, formann skipu- lagsráðs, en samkvæmt síðustu fundargerð ráðsins virðist ljóst að meirihluti ráðsins var reiðu- búinn að samþykkja áætlanir um hótelrekstur í byggingunni. - gar Hótel á Barónsstíg óafgreitt: Viðkvæmt segir fulltrúi VG HEILSUVERNDARSTÖÐIN Eigandinn óskar eftir að breyta húsinu í hótel fyrir vorið. IÐNAÐUR Alcan á Íslandi hefur samið við Íslenska aðalverk- taka um ákveðnar verklegar framkvæmdir við fyrri áfanga straumhækkunar í Straumsvík. Samningurinn nemur 4,1 millj- ón Bandaríkjadala, eða 526 millj- ónum íslenskra króna. Um sjötíu starfsmenn munu hafa vinnu af þessu, og hefst hún í mánuðinum. Svo segir í tilkynningu frá Alcan, sem barst í gær. Þar segir enn fremur að straumhækkun álversins kosti hundrað milljónir Bandaríkjadala í heild sinni og að þriðjungur þess komi til með að falla til á Íslandi. - kóþ Álver Alcan í Straumsvík: Stækkað fyrir 526 milljónir EFNAHAGSMÁL Stjórnvöld í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hafa samþykkt að veita íslenskum stjórnvöldum aðgang að lánafyrirgreiðslu upp á 440 milljónir evra, jafnvirði 75 millj- arða króna. Samþykkt fyrir því kom í kjölfar annarrar endur- skoðunar efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda hér. Greining Íslandsbanka bend- ir á að tveir áfangar séu eftir af endurskoðun áætlunarinnar. Lánin frá Norðurlöndunum munu nema 1,8 milljörðum evra. - jab Íslandslán frá Norðurlöndum: Helmingi áætl- unarinnar lokið KÓKAÍN Aðeins einu sinni hefur stærra kókaínmál komið upp á Íslandi. VIÐSKIPTI „Þetta lán tryggir okkur aðgengi að krónum til rekstrar hér. Við erum stöðugt að vinna í þessum málum,“ segir Hörð- ur Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, en hann skrifaði í gær undir samning um veltilán frá Íslandsbanka upp á þrjá millj- arða króna til þriggja ára í nafni Landsvirkjunar. Lánið er sambærilegt við yfir- dráttarheimild og má ganga á það með litlum fyrirvara. Landsvirkj- un hefur sambærilegan aðgang að 280 milljónum Bandaríkjadala vegna erlends kostnaðar. Lands- virkjun á fyrir laust fé upp á 110 milljónir Bandaríkjadala, jafn- virði fjórtán milljarða króna, og ræður yfir nægu fjármagni til að standa við allar skuldbindingar til ársloka 2012. - jab Landsvirkjun fær krónulán: Fer í innlendan rekstrarkostnað 1. Sá sem æskir náðunar sendir beiðni til dómsmálaráðuneytis. 2. Ráðuneyti aflar gagna frá fang- elsisyfirvöldum og sendir málið til náðunarnefndar. 3. Náðunarnefnd skoðar málið og sendir tillögu til ráðuneytisins. 4. Ráðuneytið tekur ákvörðun, en undantekningalaus áratuga- hefð er fyrir því að það fari eftir tillögu nefndarinnar. 5. Sakamanni er tilkynnt um synjun, eða forseta Íslands send tillaga um að sakamaður verði náðaður. 6. Forsetinn staðfestir náðun. * Heimild: Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið Svona er náðað Náðun samkvæmt stjórnarskrá 29. grein: Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem lands- dómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis. STJÓRNSÝSLA Jafnréttisstofa mun senda fjármálaráðherra erindi og óska eftir rökstuðningi hans fyrir því að ekki sé gætt að kynjahlutföll- um við skipan í starfshóp sem fjalla á um breytingar á skattkerfinu. Í starfshópinn voru skipaðir fimm karlmenn og ein kona. „Það er algerlega skýrt í lögum að hlutur hvors kyns skal vera að lágmarki 40 prósent, nema alveg sérstök rök séu fyrir því,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu. Slík rök gætu til dæmis verið þau að ekki finnist sérfræðingar af báðum kynjum í ákveðn- um málaflokkum. Það geti þó varla átt við í þessu máli. Í sex manna starfshópi ættu að sitja þrjár konur og þrír karlar svo farið sé að lögum. „Að sjálfsögðu á ríkið að ganga á undan með góðu for- dæmi,“ segir Kristín. Hún ætlar að skrifa fjármála- ráðherra bréf þar sem farið verður fram á skýringar eða að skipað verði á ný í starfshópinn. Fjármálaráðherra skipaði tvo af sex fulltrúum í starfshópnum, karl og konu. Forsætisráðherra, félagsmálaráðherra, efna- hagsráðherra og samgöngu- ráðherra skipuðu einn full- trúa hver, allt karlmenn. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekki sé búið að ganga end- anlega frá skipan starfs- hópsins, þrátt fyrir að til- kynning þar um hafi verið send fjölmiðlum. Þegar í ljós hafi komið hvernig kynjahlut- föllin væru hafi verið gengið í að fá nýjar tilnefningar frá einhverjum af ráðuneytunum. - bj, kóp Jafnréttisstofa vill skýringar á skökku kynjahlutfalli í starfshópi fjármálaráðherra: Ein kona í sex manna hópi STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.