Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 14
 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR Íslensk stjórnvöld lofuðu í maí 2008 að minnka banka- kerfið og breyta lánareglum Íbúðalánasjóðs. Norrænu seðlabankarnir voru tor- tryggnir. Íslenska bankakerfið var allt of stórt fyrir landið og stjórnvöld gerðu lítið sem ekkert til að breyta þeirri staðreynd. Þetta er ein af meginniðurstöðum rannsóknar- nefndarinnar. Nefndin gagnrýn- ir sérstaklega að í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins er gert ráð fyrir enn frekari útrás bankanna. Þessi staðreynd virtist öllum ljós, nema kannski Íslendingum sjálfum, í ársbyrjun 2008. Seðla- banki Íslands kom hvarvetna að lokuðum dyrum þegar hann óskaði eftir gjaldmiðlaskiptasamningum við systurstofnanir sínar víða um heim. Í maí var svo komið að allir höfðu snúið baki við Íslending- um nema norrænu þjóðirnar. Þær settu hins vegar strangar kröfur. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hitti norræna kollega sína í Ósló 14. maí og lagði hart að þeim að lána íslenska seðlabankanum fé svo hægt væri að styrkja gjaldeyr- isvaraforðann. Í skýrslunni kemur fram að bankastjórar norrænu seðlabankanna efuðust um að rík- isstjórn Íslands tæki á aðsteðj- andi vanda. Ekkert dygði minna en uppáskrift ráðherra þar um. Að lokum var hringt í Geir H. Haarde forsætisráðherra og þrír ráðherrar undirrituðu samning um aðgerðir 15. maí. Þar var kveðið á um ábyrga stefnu í ríkisfjármál- um annars vegar og hins vegar um Íbúðalánasjóð. Það dugði þó ekki til og forsætisráðherra gaf út yfir- lýsingu daginn eftir. Í henni segir að stjórnvöld muni „stuðla að auknum hagvexti og skipulagsbreytingum á íslenska hagkerfinu með það fyrir augum að treysta efnahagslegan stöðug- leika“. Þar segir einnig að til þess að bæta virkni peningamálastefn- unnar muni ríkisstjórnin „þegar undirbúa og birta trúverðuga áætl- un um umbætur og breytingar á skipulagi Íbúðalánasjóð“. Skemmst er frá því að segja að ekkert gekk að minnka bankana. Hvað Íbúðalánasjóð varðar er á málaskrá Alþingis, fyrir haust- ið 2008, að finna frumvarp frá Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra um breytingar á lögum um húsnæðismál. Það hafði ekki verið lagt fram þegar hrun- ið varð. Skýrsluhöfundar fara ekki í grafgötur með það að loforðin, eða öllu heldur skortur á efndum, hafi haft áhrif til hins verra gagnvart frændþjóðunum á Norðurlöndun- um. „Þegar lítið varð um efndir á fyrrnefndum loforðum af hálfu ríkisstjórnarinnar sumarið 2008 bætti hún gráu ofan á svart. Verð- ur ekki annað séð en að þegar þetta aðgerðaleysi bættist við það viðhorf sem áður hafði verið uppi á vettvangi erlendra seðlabanka gagnvart Íslandi hafi íslensk stjórnvöld verið orðin mjög ein- angruð að þessu leyti á alþjóða- vettvangi og þar með átt í fá hús að venda þegar kom að falli íslensku bankanna í október 2008.“ kolbeinn@frettabladid.is Lofuðu mörgu en gerðu fátt LOFA AÐGERÐUM Þrír ráðherrar og þrír seðlabankastjórar skrifuðu undir skjalið. Bankastjórar norrænu seðlabankanna treysta augljós- lega lítt loforðum Íslendinga. Þeir vilja handfasta trygg- ingu fyrir því að gripið verði til viðeigandi ráðstafana. Davíð lýsti því svo, við rannsóknarnefndina, að hann hefði reynt að fullvissa þá um að það yrði gert. Hann var orðinn úrkula vonar og sagði að lokum: „Ég fullyrði það að forsætisráðherra er búinn að lofa mér því að hann muni fylgja þessu fast eftir. Og þá kemur allt í einu: „Ég vil heyra það frá hans munni.“ Og ég segi: „Bíddu, hvenær? Af því að við erum að klára þetta í kvöld.“ Þeir hefðu svarað: „Núna.“ Hefði þá verið hringt í Geir H. Haarde forsætisráðherra og farið fram á að ráðherrar í ríkisstjórninni undir- rituðu yfirlýsingu þar sem veitt væru loforð annars vegar um ábyrga stefnu í ríkisfjármálum og hins vegar um Íbúðalánasjóð.“ Treystu ekki orðum Íslendinga FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. Sumardagurinn fyrsti er gamall hátíðis- dagur, fyrsti dagur Hörpu sem var fyrsti sumar- mánuðurinn í norræna tímatalinu. Þar er sumrinu fagnað með fríi, leik, sumargjöfum og gleði. Flaggaðu, því sumardagurinn fyrsti er líka einn af löggiltum fánadögum lýðveldisins. Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Classic Lóan er nýkomin, sölnað grasið og snjóleifar víkja fyrir vorlaukum og sól. Markaðu upphaf sumarsins og endalok vetrarins með BKI kaffi. Gefðu þér sumargjöf, fáðu þér BKÍ kaffi. Sumardagurinn fyrsti er á morgun! Fagnaðu sumri með BKI kaffi Sumarið er á morgun! BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kauptu BKI fyrir sumardaginn P IP A R \T B W A • S ÍA • 1 0 1 0 0 0 Básaskersbryggju | 900 Vestmannaeyjar | Sími 481 2800 | Fax 481 2991 | www.eimskip.is | www.herjolfur.is HERJÓLFUR – LANDEYJAHÖFN Ágætu viðskiptavinir Herjólfs Vegna óvissunnar um hvort hægt verði að sigla frá Landeyjahöfn 1. júlí eins og ráðgert er, verður ekki hægt að bóka nema í tvær ferðir á dag frá Landeyjahöfn fram til 15. júlí. Verði Landeyjahöfn ekki tilbúin 1. júlí verður áfram siglt frá Þorlákshöfn. Gert er ráð fyrir að nýtt bókunarkerfi fyrir Landeyjahöfn verði opnað 3. maí.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.