Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 16
16 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 F leyg ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um íslenzka viðskiptaundrið rifjuðust upp þegar hann lýsti því yfir við brezka ríkissjónvarpið, BBC, að gosið í Eyjafjallajökli væri nú bara smáæfing fyrir Kötlugos, sem ekki væri spurning hvort heldur hvenær brytist út, með hrikalegum afleiðingum fyrir Ísland og heimsbyggðina. Ferðaþjónustan eins og hún leggur sig er nú öskureið út í forset- ann. Þegar er tekið að bera á afbókunum, talsvert fram í tímann, vegna gossins í Eyjafjallajökli. Á samráðsfundum fulltrúa ferðaþjónustunnar með stjórn- völdum hefur verið lögð sú lína gagnvart erlendum fjölmiðlum að leggja áherzlu á staðreyndir og forðast dramatík; Ísland sé opið ferðamönnum og öryggi almennings tryggt. Sérstaklega er undirstrikað að ekkert bendi til að gos sé að hefjast í Kötlu. Ólafur Ragnar hefur viljað efla sjálfstæði forsetaembættisins. Hluti af þeirri sjálfstæðisbaráttu hans hefur fólgizt í að spyrja hvorki kóng né prest hvað ráðlegt sé að hann segi áður en hann stekkur á næsta hljóðnema, merktan alþjóðlegri fréttastofu. Þegar miklu skipti að viðbrögð stjórnvalda út á við væru sam- hæfð og hófstillt, hélt forsetinn uppteknum hætti og gaf út yfirlýs- ingar, sem ferðaþjónustan telur að hafi átt sinn þátt í að ýta undir ótta erlendra ferðamanna við að heimsækja Ísland. Eftir að farið var að skamma forsetann hefur hann sagt að það megi nú ekki fela óþægilegar staðreyndir. En kannski þarf hann að átta sig á því að einmitt núna, þegar milljónir manna eru áhyggju- fullar og hræddar við að ferðast vegna ösku frá Eyjafjallajökli, er kolrangur tímapunktur til að hræða fólk með því að margfalt öflugra gos sé í uppsiglingu á Íslandi. BBC er öflugur fjölmiðill og margir útlendingar líklegri til að taka meira mark á forsetan- um en öðrum, af því að þeir halda að hann sé valdamaður og sem slíkur líklegur til að túlka afstöðu íslenzkra stjórnvalda. Því miður er ekki nýtt að ummæli forsetans valdi misskilningi erlendis. Í febrúar í fyrra olli það miklu uppnámi hjá þýzkum sparifjáreigendum þegar Þýzkalandsútgáfa Financial Times hafði eftir honum að fólki yrði ekki bætt það tap, sem það hefði orðið fyrir vegna innlagna á Edge-reikninga Kaupþings. Ólafur Ragnar taldi þá ummæli sín hafa verið tekin úr samhengi. Það olli líka fjaðrafoki haustið áður þegar skýrsla norska sendi- herrans á Íslandi um hádegisverðarfund forsetans með erlendum sendimönnum lak í fjölmiðla. Á fundinum hellti forsetinn sér yfir Breta og lagði til að Rússar fengju afnot af herstöðinni í Kefla- vík! Ólafur Ragnar taldi sendiherrann hafa misskilið sig, jafnvel þótt fram hafi komið að aðrir fundarmenn skildu hann með sama hætti. Gæti verið að forsetinn misskildist minna ef hann hefði samráð við stjórnvöld í landinu áður en hann tjáir sig um viðkvæm mál? Og gengi aðeins hægar um yfirlýsingagleðinnar dyr? HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Við höfum horft agndofa á hamfarir nátt-úruaflanna, eldganginn, vatnsflóðin og ösku og eimyrju falla yfir byggðirnar. Þetta eru ótrúlegir háskatímar og áhrifin munu vara lengi. Við höfum verið minnt á varnar- leysi okkar, varnarleysi gagnvart ofurkröft- um náttúrunnar, hve ótrúlega varnarlaust hið tæknivædda nútímasamfélag er þrátt fyrir allt. Hugir okkar og fyrirbænir eru með fólk- inu sem glímir við afleiðingar eldgossins og öskufallsins. Hamfarirnar ógna nú allri lífsafkomu og framtíð þessa fólks. Þetta er svo grafalvarlegt ástand að við hljótum öll að finna sárt til. En við höfum líka undr- ast og glaðst yfir þolgæði og þrautseigju fólksins, samhjálp og samstöðu, dugnaði og árvekni björgunarmanna og löggæslu, prestanna, og þeirra mörgu sem sinna almannavörnum og björgunaraðgerðum og auðsýna náungakærleika í verki. Það er aðdáunarvert og sýnir styrk íslensks sam- félags. Guð launi það og blessi allt. Ég hef mælst til þess að beðið verði sér- staklega fyrir þessu fólki og aðstæðum í guðsþjónustum kirkjunnar. Í Guðs orði segir: „Því þótt fjöllin bifist og hæðirnar haggist mun kærleikur minn til þín ekki bifast … segir Drottinn, sem miskunnar þér.“ (Jes. 54.10) Þessu megum við treysta. Þrátt fyrir alla ógn og vá þá er annað afl, annar máttur, sem undirtök- in hefur í tilverunni. Sá máttur birtist ekki síst þegar umhyggjan kemst að og ræður för, kærleikurinn, vonin og trúin. Það sem umfram allt skiptir máli fyrir samfélag og menningu, og heill einstakl- inga og þjóðar er í raun hvort vilji Guðs fái að ráða í heimi mannsins, hugum og hjört- um, hvort við heyrum rödd hans og hlýðum vilja hans. Við erum öll í hendi hans, almáttugri hendi hans, líf okkar og heill, hagur og ráð. Þótt fjöllin bifist og hæðirnar haggist þá bregst hans hlífð þér ekki. Undir dýpstu djúpum neyðarinnar ber höndin hans hlý og mild og englarnir hans góðu. Það sem aldrei bregst Náttúru- hamfarir Karl Sigurbjörns son biskup Íslands Hugir okkar og fyrirbænir eru með fólkinu sem glímir við afleið- ingar eldgossins og öskufallsins. Af hverju misskilur heimurinn forseta Íslands? You ain‘t seen nothing yet MIKIÐ ÚRVAL GOTT VERÐ Gildir til 31. maí 2 010 Rauðhellu 11, Hfj. ( 568 2035 Hjallahrauni 4, Hfj. ( 565 2121 Dugguvogi 10 ( 568 2020 GOTT VERÐ OG FRÁBÆR GREIÐSLUKJÖR fyrir þá fjölmörgu sem þurfa að kaupa ný dekk fyrir sumarið. Dekk undir: ■ Fólksbíla ■ Jeppa ■ Mótorhjól ■ Sendibíla ■ Vörubíla ■ Rútur ■ Vinnuvélar ■ Traktora ■ Hjólhýsi ■ Kerrur o.s.frv., o.s.frv. www.pitstop.is VAXT ALAU ST VISA & MAS TE RC A R DGildir til 3 1. m aí 20 10 VA X TA LA US T Í ALL T AÐ 6 MÁNUÐI Goðin ein geta svarað því Ólafur Ragnar Grímsson var skorin- orður í viðtali við breska ríkisútvarpið í gær. Vafðist það ekki fyrir Ólafi að lýsa fyrir Bretum afleiðingunum af því ef Katla tæki nú upp á því að gjósa. Spurður um langtímaáhrif öskufalls á tún bænda gat forsetinn hins vegar litlu svarað. „Sam- anlögð þekking vísindasam- félagsins gæti ekki svarað þessari spurningu.“ Það er ekkert annað. Lofttæmda útgáfan af sama svari hefði mögulega verið á þessa leið: „Hvernig á ég að vita það? Ég er stjórn- málafræðingur.“ Aldrei aftur meðvirkni Annars fór allt í háaloft yfir viðtali forsetans við BBC. Hann er sak- aður um að fæla ferðamenn frá landinu. Ólafur hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir að hafa kóað með viðskipta- lífinu. Hann ætlar að sjá til þess að það sama gerist ekki með ferðaþjón- ustuna. Það lifir! Fulltrúar Alþýðubandalags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vilja víst blása lífi í stöðugleikasáttmálann. Það er virðingarverð viðleitni. Kannski var heldur ekki annað í stöðunni; ítrekaðar yfirlýsingar um að stöðug- leikasáttmálinn væri þegar dauður og grafinn hafa ekki haft mikið að segja og fáir tekið eftir því. Helst eru það yfirlýsingar þessara samtaka sem hafa gefið til kynna að sáttmálinn væri kaldur nár. Það væri kannski nær að drepa kykvendið áður en það er lífgað við? bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.