Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 20
20 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx Sölumennska réði ríkjum í bankaþjónustu í góðærinu segir í rannsóknarskýrsl- unni. Þjónustufulltrúar fengu pening fyrir hvern nýjan reikning sem var opnaður. Ein birtingarmynd á breytingum á íslenskum bönkum á tímabilinu 2004 til 2008 var sú að í stað þess að að veita þjónustu færðist í vöxt að bankarnir töluðu um sparn- aðarreikninga eða greiðslukort sem vörur, segir í skýrslu vinnu- hóps rannsóknarnefndarinnar um starfshætti og siðferði. Rétt eins og fjárfestingarbank- ar voru drifnir áfram með þókn- unum til starfsmanna var tekið upp þóknunarkerfi til banka- starfsmanna. Þjónustufulltrúar fengu greitt fyrir hvern reikn- ing sem opnaður var, fyrir hvert greiðslukort sem selt var. Fram kemur í skýrslu Atla Atla- sonar, starfsmannastjóra Lands- bankans, að þar hafi verið við lýði sölubónuskerfi í útibúum; þjónustufulltrúar hafi fengið um þúsund krónur fyrir hvern nýjan reikning sem opnaður var. Góður sölumaður hafi þannig getað hækkað launin um 30 til 40 þús- und á mánuði. Atli segir í skýrslu sinni að svipað kerfi hafi verið í Íslandsbanka og Búnaðarbank- anum og Kaupþingi. Þetta hafi verið hugsað sem „hvatning fyrir þá sem voru í framlínunni að selja vöru bankans“. Vinnuhópurinn bendir á að vandamálið við þessa aðferð sé sú að hún skilgreini þjónustufulltrú- ann sem sölumann frekar en vel- gjörðarmann sem hugi að hags- munum viðskiptavinarins, þannig hafi margir viðskiptavinir litið á sinn þjónustufulltrúa sem vin sem þeir gætu treyst. Upplýsingar um þessa breyttu stefnu bankanna hafa líka ekki legið á lausu. Í skýrslunni segir svo að fjöl- mörg dæmi séu um það að reynt hafi verið að blekkja einstaklinga til viðskipta, lítið hafi svo verið til af hljóðrituðum upplýsing- um þegar fólk óskaði eftir þeim. Bent er á að starfsmönnum bank- anna hafi til að mynda verið sagt að segja viðskiptavinum að pen- ingamarkaðssjóðir væru með öllu áhættulausir þótt reyndin hafi verið allt önnur. Vinnuhópurinn segir að með þessu breytta hlutverki hafi sjón- armið skammtímahagnaðar ráðið ferðinni. Ekki hafi verið litið til langtímasjónarmiða. Bankarnir hafi verið samtaka í framkomu sinni og þannig hafi verið erf- itt fyrir almenning að átta sig á nýjum starfsháttum. Fólk hafi verið blekkt og eftir sitji margir með sárt ennið. Vinnuhópurinn telur einnig að þó að lántakendur beri sjálfir ábyrgð á eigin lántöku geri bank- arnir það einnig, sérfræðiþekk- ing starfsmanna eigi að nýtast viðskiptavinum sem eigi að geta treyst því að fá ráðleggingu þar sem áhætta er tekin með í reikn- inginn. sigridur@frettabladid.is Fengu greitt fyrir hvern nýjan reikning Í BANKANUM Viðskiptavinir sinna erindum í banka árið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Málavextir sögu samskipta aldraðs manns og Kaupþings eru rakin í skýrslu vinnuhóps rannsóknarhópsins um starfshætti og siðferði, unnin upp úr gögnum sem fjölskyldan sendi rannsóknarnefndinni. Þar segir að maðurinn, sem var 87 ára, hafi sagt ættingjum sínum í september 2007 að hann hafi gert alvarleg mistök í fjárfestingum. Í ljós kom að þá um sumarið hafði hann gert afleiðslusamninga sem fólust í því að tekin voru lán í erlendri mynt og keypt fyrir þau hlutabréf, 75 prósent bréfanna voru í Kaupþingi og Existu, afgangurinn aðallega í öðrum bönkum. Þegar fjölskyldan frétti af málinu óskaði hún eftir að gjörningurinn yrði afturkallaður á þeim grundvelli að maðurinn hefði hvorki þekkingu á þeim né gerði sér grein fyrir afleiðingum þeirra. Maðurinn var alvarlega veikur og hafði sonur hans beðið um að ekki yrði staðið í áhættuviðskiptum fyrir hans hönd og að eignasafni hans yrði komið fyrir í ríkisbréfum. Maðurinn hafi svo ekki kannast við að hafa tekið lán vegna kaupanna heldur talið að hann væri að kaupa hlutabréf fyrir lausafjármuni. Allsherjarveð var tekið í eignasamningi mannsins í ársbyrjun 2008. Bankinn sagði í svari sínu til fjöl- skyldunnar að ekkert hefði bent til þess að maðurinn glímdi við minnisglöp og segir í skýrslunni að af svörum bankans sé ljóst að bankinn ætlaði sér að svara af fullri hörku. Málalyktir urðu að fjölskyldan gerði upp við bankann og ætlar ekki lengra með málið. Maðurinn lést skömmu síðar. Taldi bankann blekkja aldraðan föður Ljósið endurhæfingar – og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, Kraftur stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hafa tekið höndum saman um að stofna hóp í kringum aldurshópinn 18 – 29 ára sem hefu greinst með krabbamein. Kynningarfundur verður haldinn í dag miðvikudaginn 21. apríl kl. 17:30 í Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Léttar veitingar í boði, aðstandendur eru velkomnir Hlökkum til að sjá ykkur! Allar nánari upplýsingar má finna á vefnum www.ljosid.is, www.kraftur.org og www.skb.is Viltu taka þátt í ungliðahópi fyrir krabbameinsgreinda á aldrinum 18 - 29 ára? Ný og bráðskemmtileg barna- bók um íslensku húsdýrin eftir Halldór Á. Elvarsson. Fróðleikur og skemmtun fyrir börn frá 3 ára aldri. LÍFIÐ Í SVEITINNI PLAKAT FYLGIR MEÐ MIN N U M Á ÁV ÍSU NINA Í V IKU BÓK A R IN NA R Ávísunin veitir þér 1.000 kr. afslátt af bókakaupum. Hún gildir í bókabúðum þegar keyptar eru bækur útgefnar á Íslandi fyrir 3.500 kr. að lágmarki. Þegar þú notar þessa 1.000 kr. gjöf frá bóka- útgefendum og bóksölum eflir þú lestur íslenskra barna. Af hverri notaðri ávísun renna 100 kr. til styrktar bókasöfnum grunnskólanna. STYRKJUM SKÓLABÓKASÖFNIN!1.000 KR. AFSLÁTTUR! Ávísun á lestur Gildir til 3. maí 2010 Bókaútgefendur og bóksalar 1.000,- Eittþúsund

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.