Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 LÝÐHEILSA OG SKIPULAG er yfirskrift mál- þings sem haldið verður í Norræna húsinu í dag klukkan 17. Arkitektafélag Íslands í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta, umhverfisráðuneytið og Norræna húsið stendur að fyrirlestraröðinni. www.ai.is Skátafélag Evu Maríu heitir Árbú- ar en gangan sem hún fór í í jan- úar, á Kálfstinda, var farin með Gilwell-flokknum Dúfur, en Gil- well er foringjaþjálfun innan skát- anna. „Við fórum fimm saman og byrj- uðum á því að keyra Líndalsheið- ina að Laugarvatnshelli sem er manngerður hellir. Þar skildum við búnaðinn okkar eftir, geng- um inn Laugarvatnsvelli og upp á Kálfstinda en þeir eru í um 700- 800 metra hæð og eru tveir með litlu gili á milli. Við fórum yfir gilið, yfir Flosaskarð og suður með Þverfelli og enduðum á því að koma aftur niður á Laugarvell- ina,“ segir Eva María en hringur- inn var alls um 12 kílómetra lang- ur og allan tímann var gengið í rigningu. „Það var eins og við stæðum undir brunaslöngu allan tímann, rigningin var svo svakaleg. Það bjargaði okkur að það var milt og hlýtt veður og hellirinn sem við gistum í var þurr en það var ekki þurr þráður á okkur þegar við komum þangað og við urðum því að hafa fataskipti. Svo sváfum við með plast undir okkur, í góðum svefnpokum og elduðum okkur mat í hellinum.“ Eva María segir að það sé mögn- uð tilfinning að gista í helli og er Laugarvatnshellir mjög flottur og skemmtilegur að hennar sögn. „Útsýnið var sérstaklega flott, en maður sá ljósbjarmann frá gróð- urhúsunum við Laugarvatn og þetta var mjög vel heppnuð ferð í alla staði. Við vorum heppin að það var frekar stillt veður, því hellir- inn er nokkuð opinn en svo þegar við vöknuðum hafði kólnað snögg- lega svo drifum okkur snemma í bæinn.“ Ferðir með skátunum segir Eva María vera skemmtilegar, ekki síst vegna þess þess að það mynd- ast alltaf notalegt andrúmsloft. „Það skiptir ekki máli hvert er verið að fara eða hvernig veðrið er – það eru allir að fara til að eiga góða stund og maður endar á því að eiga sína skátafjölskyldu. Allir bestu vinir mínir eru orðnir skát- ar sem og maðurinn minn,“ segir Eva og bætir við að það sé aldrei of seint að byrja í skátunum. „Það er hægt að byrja í skátunum hvenær sem er og alltaf einhverjir sem koma inn í hreyfinguna á fullorð- insárum.“ juliam@frettabladid.is Gist í helli með skátum Eva María Sigurbjörnsdóttir hefur verið skáti í 15 ár, og eins og skáta er venja eru skemmtilegar ferðir innanlands jafnan á dagskrá. Í janúar síðastliðnum fór hún í göngu sem endaði með næturdvöl í helli. Eva María Sigurbjörnsdóttir gisti í manngerðum helli, Laugarvatnshelli, í janúar síðastliðnum eftir göngu á Kálfstinda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AFS á Íslandi • Sími 552 5450 • www. afs.is Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja TUDOR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.