Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 30
22 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR Fyrstu fjögur bindin af rannsóknarskýrslu Alþing- is um bankahrunið eru til- búin á hljóðbókum til niður- hals fyrir almenning. Undanfarið hafa starfs- menn á Blindrabókasafni Íslands lagt nótt við dag við að vinna úr upplestri starfs- fólks Borgarleikhússins á skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis um bankahrun- ið og breyta í hljóðbækur. Nú þegar hafa fjögur fyrstu bindin verið færð yfir á hljóðbókarform og þau getur almenningur sótt á heima- síðu Blindrabókasafns Íslands, bbi.is, án kvaða. Hljóðbókunum er skipt niður í kafla og blaðsíður svo auðvelt er að nálgast beint þá hluta skýrslunn- ar sem hverjum og einum þykir mest um vert að lesa. Verið er að vinna bindi 5-9 og verða þau gerð aðgengi- leg jafnóðum og þau eru til- búin. timamot@frettabladid.is Guðrún Árnadóttir er fyrsti íslenski doktorinn í iðjuþjálfun en hún varði doktorsritgerð sína „Measuring the impact of body functions on occup- ational performance: Validation of the ADL-focused Occupation-based Neur- obehavioral Evaluation (A-ONE)“ við iðjuþjálfunarbraut samfélagslækninga- og endurhæfingardeildar Háskólans í Umeå í Svíþjóð fyrir skömmu. Þar lagði hún fram mikilvægar viðbætur við A-ONE matstækið sem hún þróaði upphaflega í meistararitgerð sinni. Matstækið var gefið út í Bandaríkjun- um árið 1990. Með rannsóknum í dokt- orsnáminu var matstækinu breytt í mælitæki sem gerir iðjuþjálfum kleift að meta breytingar á ástandi, árang- ur af íhlutun og bera saman hópa svo dæmi séu nefnd. „A-ONE matstækið byggir á kvörð- um til að meta færni við daglegar athafnir og þau taugaeinkenni sem draga úr framkvæmd við iðju. Kvarð- arnir eru raðkvarðar og henta vel til að meta og lýsa ástandi og veita þannig nothæfar upplýsingar til íhlutunar. Hins vegar henta þeir ekki til að mæla breytingar á ástandi. Í doktorsverkefn- inu er leitast við að bæta úr því enda síaukin áhersla á mikilvægi árangurs- mælinga í heilbrigðiskerfinu.“ Guðrún segir ekki nóg að lýsa því hvort skjólstæðingur hafi orðið betri eða verri heldur þurfi að mæla það tölulega og slíkt sé ekki hægt með raðkvörðum. Í doktorsritgerðinni tókst hún á við það verkefni að breyta kvörðum A-ONE matstækisins úr rað- kvörðum í jafnbilakvarða en þannig nýtist tækið ekki einungis sem mat- stæki heldur einnig sem mælitæki. „Matstækið er notað með sama hætti og áður en lesið er úr niðurstöðum með aðferðum sem lýst er í doktorsverkefn- inu.“ Endurmenntunarnámskeið fyrir iðju- þjálfa um A-ONE matstækið og kenn- inguna sem það byggir á hafa verið haldin reglulega á vegum Guðrúnar og aðstoðarkennara hennar í ellefu lönd- um Evrópu, Norður Ameríku, Asíu og Ástralíu. Þrjú þúsund iðjuþjálfar hafa þegar setið námskeiðin. Þá hefur verið fjallað um matstækið í öllum helstu fagbókum iðjuþjálfa sem tengjast mati á athöfnum daglegs lífs og taugaein- kennum síðustu tvo áratugi. Hún segir rannsóknum sínum þó ekki lokið. „Það þyrfti að gera mun fleiri rannsóknir auk þess sem ég þyrfti að endurbæta handbókina með tilliti til niðurstaðna doktorsritgerðarinnar til að þær nýt- ist í klínískri vinnu. Hins vegar er því miður lítið svigrúm til rannsókna og fræðaskrifa innan íslenska heilbrigð- iskerfisins í dag svo ekki er séð fyrir hvort þessar niðurstöður skili sér í klínískri iðjuþjálfun í bráð. Þó er áhugi fyrir því að taka upp þráðinn erlendis svo við verðum að sjá hvað setur.“ vera@frettabladid.is GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR: FYRSTI ÍSLENSKI DOKTORINN Í IÐJUÞJÁLFUN Breytti matstæki í mælitæki ENN FREKARI RANNSÓKNA ÞÖRF Guðrún þróaði matstæki til að meta daglegar athafnir og þau taugaeinkenni sem draga úr framkvæmd við iðju árið 1990 en í doktorsverkefninu breytir hún því í mælitæki. Hér er Guðrún við störf á endurhæfingardeild Grensás. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þennan dag árið 1965 voru nafnskírteini gefin út til allra Íslendinga 12 ára og eldri en um leið voru tekin upp svo- nefnd nafnnúmer. Við þau var notast fram til áramóta 1987 til 1988 en þá voru kennitölur teknar upp. Kennitala er einkvæmt tíu tölustafa númer sem einstaklingar, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki nota á Íslandi til að auðkenna sig í viðskiptum og samskiptum við stofnanir, fyrirtæki og aðra einstaklinga. Þetta númer er á forminu DDMMÁÁ-NNPÖ þar sem DD er dagurinn, MM er mánuðurinn, ÁÁ eru síðustu tveir stafirnir í fæðingarárinu, NN er handahófskennd tala, P er prófsumma sem er reiknuð út frá fyrstu átta tölunum og Ö táknar öldina. Sé um fyrirtæki að ræða er stofndag- setning þess notuð í fyrstu sex tölustöfunum nema hvað tölunni 4 er bætt við fyrsta tölustafinn. Nafnskírteini eru í dag gefin út til allra einstaklinga sem eru skráðir hér á landi á því almanaksári er þeir fylla 14 ára aldur. ÞETTA GERÐIST: 21. APRÍL 1965 Nafnskírteini og nafnnúmer verða til MARK TWAIN (1835-1910) LÉST ÞENNAN DAG: „Ekki segja að heimurinn skuldi þér eitthvað. Hann skuldar þér ekkert. Hann var hér á undan þér.“ Mark Twain var bandarísk- ur rithöfundur. Frægasta verk hans er skáldsagan Stikils- berja-Finnur sem er talin með sígildum meistaraverkum bandarískra bókmennta. MERKISATBURÐIR 1828 Noah Webster gefur út fyrstu orðabók Bandaríkj- anna. 1958 Elvis Presley kemur plötu sinni Heartbreak Hotel á toppinn í Bandaríkjunum. 1963 Bítlarnir og Rolling Stones hittast í fyrsta sinn. 1967 Dóttir Jósefs Stalín, Svetl- ana Allilujeva, flýr til Bandaríkjanna. 1977 Söngleikurinn Annie er frumsýndur á Broadway og eiga sýningarnar eftir að verða 2.377. 1989 Um 100 þúsund kín- versk ir mótmælendur söfnuðust saman á Torgi hins himneska friðar í Peking í Kína. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Dagmar Valgerður Kristjánsdóttir Hólavegi 23, Sauðárkróki, sem lést 15. apríl, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 24. apríl kl. 16. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Valgeir Steinn Kárason Guðbjörg S. Pálmadóttir Kristján Már Kárason Steinn Kárason Kristín Arnardóttir Soffía Káradóttir Hafsteinn Guðmundsson Jóna Guðný Káradóttir Gunnar Á. Bjarnason barnabörn og langömmubörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Daníels Eysteins Njálssonar frá Breiðabólsstað, Skógarströnd, Leirubakka 26, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir góða umönnun. Valgerður Ólafía Guðjónsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og langafabarn. Ástkær eiginkona mín, móðir, systir og amma, Guðmunda Hjálmarsdóttir Laufrima 4, lést 19. apríl á Skógarbæ. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju, 28. apríl klukkan 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Birgir Jónsson. Okkar ástkæri Jón Árnason Sléttuvegi 13 er látinn. Aðstandendur. AFMÆLI AUÐUR EIR VILHJÁLMS- DÓTTIR prestur er 73 ára. IGGY POP söngvari er 63 ára. SKÝRSLAN Fyrstu fjögur bindin eru tilbúin til niðurhals fyrir almenning. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Rannsóknarskýrsl- an til niðurhals

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.