Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2010 27 Leiklist ★★★ Stræti eftir Jim Cartwright Þýðing: Árni Ibsen Leikmyndahönn- un: Vytautas Narbutas. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Páll Ragn- arsson og Björn Bergsteinn Guð- mundsson. Tónlist: Vala Gestsdóttir og Arndís Hreiðarsdóttir. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Stræti eftir Jim Cartwright hent- ar að sumu leyti vel sem lokaverk- efni fyrir sjömenningana sem eru að klára í leiklistardeild Listahá- skólans. Víst ná þau bestum tökum á yngri persónum í verkinu þótt þau takist á við fullorðið fólk og eldri borgara af sömu einbeitingu og þá yngri. Sýningin dreifir verkefnum á allan hópinn og þau sýna vel hvað í þeim býr. Hér vegur bæði hvernig hlutverkin falla í framgangi leiksins og eins hvernig leikstjórinn, Stef- án Baldursson, dreifir þeim. Verk- ið nýtur sín prýðilega í víðu rými á jarðhæð Landsmiðjunnar gömlu sem er skreytt graffi, leikmunir eru fáir og hinn verklegi framgang- ur sýningarinnar var prýðilega vel heppnaður þótt hún væri víða full gisin í tempói og dytti á köflum niður sem skýrist að hluta af því að leikstjórinn vill láta unga leikendur takast á við mishraða í leiknum sem tekst ágætlega þótt það dragi nokk- uð úr agressjóninni í verkinu. Nemendasýningar eru merkilegt einstigi í leikstjórn. Stefán hefur í seinni tíð lent dálitið mikið í að svið- setja verk um lágan lýð vestrænna samfélaga, ég veit ekki beint hvort það hentar honum best en það er alltaf gaman að sjá verkin hans.Svo má aftur spyrja: verk sem sprett- ur upp úr eymd norðursvæðanna á Englandi eftir hinn dimma vetur óánægjunnar og verður sumpart inngangur fyrir hópinn sem kennd- ur er við „inyourface“, hvernig dugar það hér og nú svo rækilega sem Strætið reyndist bundið í tíma. Heldur þótti mér það hafa rýrnað. En krakkarnir eru flestallir afbragð í þessum árgangi: kynnir- inn Scullery sem Hilmar Jensson leikur af krafti tapaði nokkuð gildi sínu í sýningunni, varð eintóna og dreif engan veginn atburðarásina þótt Hilmar héldi vel um þau fáu spil sem hann hafði á hendi. Nafni hans Guðjónsson lék nokkur hlut- verk, óborganlegur sem eldri maður á kvennafari og dauður dáti. Leik- ur hans í því magnaða hlutverki skinnarans var óravegu frá minn- isstæðri túlkun Baltasars fyrir fimmtán árum, stundum eins og kópía af Birni Thors. En þeir eru báðir kraftmiklir og öruggir strák- ar. Ævar þór Benediktsson sýndi raunar lang fjölbreytilegastan leik: ungur strákur í svelti, gamall maður í ljóma liðinna danshúsa og svo sem ungur uppi í kvennaleit. Stelpurnar fjórar máttu svo vera snöggar í tíðum skiptingum og hoppi milli persóna: Lára Jóhanna Jóns- dóttir með opinn og bjartan svip sem stúlka á strákafari og glyðru- leg og smámælt í annars konar djammara. Þórunn Arna Kristjáns- dóttir óhugnanleg í hlutverki bar- innar konu, frökk og fín sem stelpa á djamminu sem greinir möguleik- ann á að komast burtu, kannski síst sem smástelpugæra. Anna Gunndís Guðmundsdóttir nöturleg bæði sem gömul kona og stúlkubarn, Svandís Dóra Einarsdóttir í hlutverkum mið- aldra kvenna af ýmsu standi. Hóp- urinn er sterkur í skjóli öryggis fjögurra ára samvinnu en svo tekur samkeppnin harða við. Nýnæmið af nýjum andlitum kemur alltaf skemmtilega á óvart þó það sé fyrst í ólgusjó stærri sýninga og smærri þar sem þess- ir krakkar verða að takast á við þroskaðri listamenn sem við getum greint hvaða töggur eru í þeim. En allt bendir til að í árganginum fáum við krafta sem ættu að duga okkur vel á sviðum næstu áratugina þótt tölfræðin bendi til að einung- is helmingur þeirra verði starfandi í leikhúsi næstu áratugi. Sýning- ar verða fáar næstu vikur og sal- urinn tekur fáa í sæti svo best er áhugasömum að drífa sig. Sýn- ingaplan er á midi.is og er upp- selt á fjórar sýningar í næstu viku. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Nokkuð rysjótt sýning en með athyglisverðri persónusköpun þótt tíminn hafi rýrt verkið nokkuð. Hinn harði heimur strætisins Söngvabókin Í grænni lautu eftir Ragnheiði Gestsdóttur hefur nú verið endurútgefin hjá Máli og menningu. Þessi bráðskemmtilega bók geymir skemmtilega söngva- leiki sem Ragnheiður hefur safnað saman, leiki sem börn á öllum aldri hafa um árabil skemmt sér við jafnt úti sem inni. Sumir leikirnir hafa geng- ið kynslóð fram af kynslóð en aðrir eru nýrri. Bókin er ómissandi hverjum barnahópi, í skólum, leikskólum og heimahúsum. Ragnheiður Gestsdóttir hefur skrifað og myndskreytt fjölda barna-, unglinga- og kennslubóka. Bók hennar Ef væri ég söngvari var mest selda barnabók síðasta árs og hlaut Dimmalimm-verðlaunin í fyrra. Ragnheiður hlaut einnig Norrænu barnabókaverðlaunin og Barnabóka- verðlaun fræðsluráðs fyrir bók sína Sverðberann árið 2004 og Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir skáldsög- una Leikur á borði árið 2000. Óðahalaringla er skrýtin og skemmtileg furðuskepna sem lítur dagsins ljós þegar saman koma þrjár kostulegar kvæðabækur Þórarins Eldjárns með frábærum mynd- skreytingum Sigrúnar systur hans: Óðfluga, Heimskringla og Halastjarna. Í Óðhalaringlu eru svo sannarlega höfð endaskipti á tilverunni og eitt og annað verður óðhalaringlað svo um munar; bílar verða sófasett á hjólum, brunahani er á strigaskóm og beljur svífa á svelli í skautadansi svo eitthvað sé nefnt. Safnið kom út fyrir fáeinum árum og er nú endurprentað fyrir nýjar kyn- slóðir. Vaka Helgafell gefur út á ný. Sumardagurinn fyrsti hefur löngum þótt kjörinn gjafadagur til barna og er hægt að hugsa sér betri sumargjöf en bókina En hvað það var skrýtið eftir Pál J. Árdal með myndlýsingum Halldórs Péturssonar. Bókverkið kom út á sjötta áratugn- um og er nú gefið út á ný. Sagan af ömmustelpunni í sparikjólnum sem fór út að leika sér í sólinni hefur glatt kynslóðir Íslendinga áratugum saman. Kvæði Páls J. Árdals, En hvað það var skrýtið, með myndum Hall- dórs Péturssonar kom fyrst út árið 1955 og er fyrir löngu orðið sígilt. Mál og menning gefur út. Ný saga um Maximús Músikús er komin út hjá Máli og menningu. Enn segir þar af músinni og ferðum hennar um tónlistar- heimana. Höfundar eru sem í fyrri bók- inni þau Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Bald- ursson, en bókinni fylgir geisladiskur þar sem Valur Freyr Einarsson les söguna og ungir einleikarar flytja tónverkin sem við sögu koma undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Mál og menning gefur út og hefur líka gefið fyrstu bókina, Maxímús Músikús heimsækir hljóm- sveitina, út á ný. NÝJAR BÆKUR Eir hjúkrunarheimili hefur tekið í notkun öryggisíbúðir fyrir aldraða EIRBORGIR, við Fróðengi 1-11 í Reykjavík Til sýnis sumardaginn fyrsta 22. apríl frá kl. 13 - 17 Íbúðirnar eru til sýnis fimmtudaginn 22. apríl frá 13-17 og munu starfsmenn Eirar veita upplýsingar á staðnum um verð þeirra, greiðslukjör og þjónustu í húsinu. Íbúðirnar, sem eru af nokkrum stærðum, eru sérhannaðar þannig að aðgengi er mjög gott og auðvelt að veita aðstoð og hjúkrun þeim sem þurfa. Hægt er að ferðast á hjólastól eða rafskutlu um allt húsið. Fullkomið öryggiskerfi er í öllum íbúðunum tengt vaktstöð og vakthafandi starfsfólki. Innangengt verður úr öllum íbúðunum við fyrirhugaða þjónustu- og menningarmiðstöð Reykjavíkurborgar. Hjúkrunarheimilið Eir | www.eir.is | Sími 522 5700 | Fax 522 5751 LEIKLIST Trúarlegar uppstillingar koma víða fyrir í sviðsetn- ingu Stefáns Bald- urssonar í Stræti: Hilmar Jensson og Lára Jóhanna í hlut- verkum sínum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.