Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.04.2010, Blaðsíða 42
34 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR Reykjanesb æ Rey kjavík Nýtt og be tra hjólbarða verkstæði S: 590 200 6 / 590 200 7 Hjólbarðaverkstæði Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8 - S: 590 2000 / Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333 Sumardekkin færðu hjá okkur! Vaxtalaus lán frá Visa og Mastercard í allt að 12 mánuði N1-deild kvenna Fram - Valur 24-31 (11-13) Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 8 (17), Karen Knútsdóttir 7/6 (14/7), Ásta Birna Gunn- arsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (9), Hafdís Hinriksdóttir 1 (1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (1). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1, Helga Vala Jónsdóttir 1. Hraðaupphlaup: 3 (Karen, Stella, Hafdís) Fiskuð víti: 7 (Pavla 5, Hildur, Ásta) Utan vallar: 4 mín. Mörk Vals (skot): Hildigunnur Einarsdóttir 6 (10), Kristín Guðmundsdóttir 6 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 5 (11/1), Rebekka Rut Skúladóttir 5 (6), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Brynja Dögg Steinsen 2 (4/3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 13. Hraðaupphlaup: 1 (Rebekka). Fiskuð víti: 4 (Rebekka, Anna, Kristín, Íris). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir. Meistaradeild Evrópu Inter - Barcelona 3-1 0-1 Pedro Rodriguez (19.), 1-1 Wesley Sneijder w(30.), 2-1 Maicon (48.), 3-1 Diego Milito (61.). Enska B-deildin Scunthorpe - Reading 2-2 Gylfi Sigurðsson var í byrjunarliði Reading og skoraði síðara mark liðsins úr vítaspyrnu. QPR - Watford 1-0 Sænska úrvalsdeildin Norrköping - Solna 111-83 Þetta var fimmti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Helgi Már Magnússon skoraði tvö stig fyrir Solna en Norrköping mætir Plannja í úrslitarimmunni um sænska meistaratitilinn. Sænska B-deildin Hammarby - GIF Sundsvall 2-1 Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði Sundsvall en fékk að líta beint rautt spjald á 88. mínútu. Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður. Jönköping - Ängelholm 1-3 Heiðar Geir Júlíusson kom inn á hjá Ängelholm. ÚRSLIT HANDBOLTI Evrópska handknatt- leikssambandið ákvað í gær að fresta viðureign Chehovski Med- vedi og Montpellier í fjórðungs- úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu. Leikurinn átti að fara fram á fimmtudaginn en franska liðið hefði þurft að leggja á sig 3.500 kílómetra rútuferð til að komast á leiðarenda í Rússlandi. Talið er að slík rútuferð hefði tekið um 50 klukkustundir. Flugsamgöngur í Evrópu liggja víða niðri vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli en leikurinn á nú að fara fram á laugardaginn. - esá Askan hefur víða áhrif: Meistaradeild- arleik frestað > Aðalsteinn tekur við Eisenach Aðalsteinn Eyjólfsson tók í gær við þjálfun þýska B- deildarliðsins Eisenach í handbolta. Hann þjálfaði áður Kassel en liðið varð gjaldþrota fyrr í vetur og missti í kjölfarið marga leikmenn. Fram kom á heimasíðu Eis- enach í gær að um 5-6 þjálfarar hafi komið til greina en að forráðamenn félagsins séu afar ánægðir með að hafa náð samningum við Aðalstein. Hann mun stýra liðinu í síðustu fjórum leikj- um tímabilsins og svo hefja undirbún- ing fyrir það næsta. Eisenach er sem stendur í tíunda sæti suðurriðils B-deildarinnar. FÓTBOLTI Inter frá Ítalíu vann í gær sannfærandi 3-1 sigur á Evr- ópumeisturum Barcelona í fyrri viðureign liðanna í undanúrslit- um Meistaradeildar Evrópu. Bar- celona vann allt sem hægt var að vinna á síðustu leiktíð en þarf nú að takast á við það erfiða verk- efni að vinna ógnarsterkt lið Inter með minnst tveggja marka mun á heimavelli sínum. Þessi lið mættust reyndar í riðla- keppninni í haust og þá vann Bar- celona 2-0 sigur á Inter á heima- velli sínum. En það var ekki að sjá á lærisveinum hins klóka Jose Mourinho að þeir myndu leyfa því að endurtaka sig nú. Leikurinn byrjaði þó vel fyrir meistarana því að Pedro Rodrigu- ez kom Barcelona yfir á nítjándu mínútu leiksins með ágætu skoti eftir undirbúning Maxwell. En heimamenn voru duglegir að láta til sín taka og náði Diego Mil- ito tvívegis að koma sér í ágæt færi án þess þó að færa sér það í nyt. En hann átti eftir að koma meira við sögu og náði að leggja upp mark fyrir Wesley Sneijder ellefu mín- útum eftir mark Barcelona. Hann lagði svo upp annað mark í upphafi síðari hálfleiks, í þetta sinn fyrir Maicon sem skoraði lag- legt mark úr erfiðri stöðu. Það var því viðeigandi að Milito sjálfur myndi skora þriðja mark sinna manna stuttu síðar. Eftir snarpa sókn Inter komst Sneijder í gott skallafæri en boltinn var þó á leiðinni út af þegar að Milito kom boltanum í netið af stuttu færi. Sóknarleikur Inter var afar sann- færandi enda stillti Mourinho upp sókndjörfu liði með þrjá framherja og Sneijder á miðjunni. Börsungar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að skora annað útivallarmark en þó gæti þetta eina sem þeir skoruðu í gær gæti reynst dýrmætt þegar uppi er staðið. Inter er nú í lykilstöðu og á möguleika að koma sér í úrslitaleik Evrópukeppninnar síðan 1972. Zlatan Ibrahimovic, leikmað- ur Barcelona, átti afleitan leik á sínum gamla heimavelli í gær og þá náði Lionel Messi sér ekki á strik frekar en margir aðrir Bör- sungar. Sigurvegari kvöldsins var þó stjórinn Jose Mourinho hjá Inter en hann þarf nú að leita leiða til að stöðva Börsunga á heimavelli þeirra. Liðin mætast þar í næstu viku. Lið Barcelona þurfti að ferðast með rútu til Mílanó þar sem flug hefur legið víða niðri í Evrópu. Pep Guardiola sagði að það hefði engu máli skipt. „Við erum nú komnir í undanúrslit og löngunin til að kom- ast í úrslitin ætti að vera öllu öðru yfirsterkara,“ sagði Guardiola. „Þetta var frábær sigur hjá okkur og sérstaklega var varn- arleikurinn góður,“ sagði Milito. „Við gerðum það sem þurfti til að stoppa þá Lionel [Messi] og Zlatan [Ibrahimovic.].“ eirikur@frettabladid.is Mourinho sá við Barcelona Inter er í góðri stöðu eftir 3-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þó er ekki öll nótt úti enn fyr- ir Lionel Messi og félaga og gæti markið sem liðið skoraði í gær reynst dýrmætt. SKORUÐU ÞRJÚ Leikmenn Inter fagna marki Wesley Sneijder, lengst til hægri, gegn Barcelona í gær. NORDIC PHOTOS/AFP Valsstúlkur sigruðu Fram í annarri viðureign liðanna, 24-31, í gær og eru nú komnar 2-0 yfir í úrslitaviðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. „Við erum búin að vinna tvo leiki en það þarf að vinna þrjá. Þetta er frábært hjá okkur en við megum ekki gleyma því að það þarf að klára þrjá leiki eins og ég sagði. Framliðið byrjaði gríðarlega vel og voru betri fyrstu fimmtán mínúturnar. Það kom svo loks að því að vörnin fór að virka vel og sóknin hrökk í gang. Síðustu 45 mínútur leiksins voru góðar og við enduðum hér með sannfærandi sigur,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálf- ari Vals, eftir sigurinn í gær. Valsstúlkur voru mest allan leikinn með forystuna og í seinni hálfleik var sigurinn aldrei í hættu. „Mér finnst alltaf erfitt að spila á móti Fram en munurinn á leiknum nú og þeim fyrsta er sá að við vorum að spila miklu betri sókn og vorum með betri skotnýtingu. Það skilaði sigrinum hér í dag.“ Hann hrósaði öllu liðinu vel og innilega. Berglind Hansdóttir, markvörður liðsins, átti góðan leik og segir hann Berglindi vera besta markvörð á landinu. „Eins og ég hef sagt þá er vörnin okkar vopn og Berglind sýndi það og sannaði það hér í dag að hún er besti markmaður á Íslandi. Við vorum að spila góðan sóknarleik, náðum að nýta hraða- upphlaupin og ég er virkilega ánægður með allt liðið,“ bætti Stefán við. Þriðji leikur liðanna fer fram í Vodafone-höll- inni á föstudaginn. „Við förum í alla leiki til að vinna og auðvitað stefnum við á það að klára dæmið á heimavelli. En við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum að spila við gríðarlega sterkt Fram-lið,“ sagði Stefán. ÚRSLITAKEPPNI N1-DEILDAR KVENNA: VALUR NÚ EINUM SIGRI FRÁ TITLINUM Stefnum á að klára dæmið á heimavelli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.