Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag 23. apríl 2010 — 94. tölublað — 10. árgangur föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 23. apríl 2010 ÆVINTÝRI Í AUSTRIÓlafur Arnalds er ný-kominn úr tónleika ferða-lagi um Kína og er að gefa út nýja plötu. Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Æfir stíft fyrir Bocu d Atli Þór Erlendsson e á lBj Hér er Atli Þór með einfaldan eftirrétt þar sem árstíðabundin og íslensk hráefni fá að njóta sín. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR TÍSKUSÝNING ÚTSKRIFTARNEMENDA í fatahönn- un við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands verður haldin í gamla Bykohúsinu við Hringbraut í dag klukkan 20. Þar sýna sex útskriftarnemendur fatahönnun sína. Erlendir próf- dómarar á sýningunni eru Martin Sitbone og Marc Ascoli. Nýr A la Carte 4 é Góð tækifærisgjöf! LAMBATVENNAmeð steinseljurótarmauki, aspas, rófu, soðkartöflu og basil-myntu gljáaVið mælum með Sensi Chianti Riservameð þessum rétti.Stefán Elí Stefánsson, matreiðslumaður. 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur FÖSTUDAGUR Opið alla daga frá 11-22 á báðum stöðum Viðkunnanleg stórstjarna Anna Mjöll Ólafs- dóttir hitti George Clooney á Hawaii. fólk 34 Með háskólagráðu í harmoníkuleik Helga Kristbjörg Guðmunds- dóttir er fyrsti Íslend- ingurinn sem útskrifast úr harmoníkuleik af hljóðfærabraut LHÍ. tímamót 18 skoðun 16 VINDUR AF AUSTRI eða suðaustri, fremur hægur víða en heldur vax- andi við suðurströndina. Snjókoma eða slydda suðaustanlands og svo suðvestan- og vestanlands síðdegis. VEÐUR 4 3 1 0 -1 0 Akureyri vann Val úti Úrslitakeppni N1-deildar karla hófst í gær þar sem Akureyri og Haukar unnu leiki sína. íþróttir 30 LÖGREGLUMÁL Akureyrarlögreglan fann 1,2 kíló af amfetamíni og 100 grömm af hassi þegar ráðist var í húsleitir á þremur stöðum samtím- is á þriðjudagskvöldið var. Tveir menn, á fimmtugs- og þrí- tugsaldri, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, sem er stærsta fíkniefnamál sem nokkru sinni hefur komið upp í bænum. Sá eldri situr inni til 1. maí en hinn til 26. apríl. Einnig fannst rými sem ljóst þykir að hafi verið notað til kanna- bisframleiðslu. Þar var lagt hald á tólf hitalampa og annan búnað, en engar plöntur voru á staðnum. Gunnar Jóhannes Jóhanns- son, yfirmaður rannsóknardeild- ar, segir að um fimmtán lögreglu- menn frá Akureyri, Blönduósi og embætti Ríkislögreglustjóra hafi tekið þátt í aðgerðinni. - sh Rúmt kíló af amfetamíni tekið: Mesta dópmál í sögu Akureyrar BRETLAND Gordon Brown, forsæt- isráðherra Bretlands og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði and- stæðinga sína, þá Nick Clegg, leiðtoga Frjálslynda demókrata- flokksins, og David Cameron, leið- toga Íhaldsflokksins, báða vera hættulega Bretlandi í sjónvarps- kappræðum þeirra í gærkvöld. Meiri harka var í kappræðun- um nú en fyrir viku, en allra augu beindust að Nick Clegg sem óvænt stóð sig það vel í fyrstu kappræð- unum að flokkarnir þrír standa nú nokkuð jafnt að vígi fyrir þing- kosningarnar 6. maí. - gb Allra augu á Nick Clegg: Aukin harka í kappræðum CAMERON, BROWN OG CLEGG Flokks- leiðtogarnir þrír hittast í þriðja og síðasta sinn eftir viku. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Íslenska ríkið tók seint í gærkvöldi yfir alla starfsemi Sparisjóðs Keflavíkur. Viðræður við kröfuhafa um endurskipulagn- ingu sparisjóðsins höfðu staðið um nokkra hríð en í gær varð endan- lega ljóst að ónógur fjöldi kröfu- hafa myndi ganga að því samn- ingstilboði sem fyrir lá. Sjóðurinn er því farinn í þrot. Stofnað hefur verið nýtt félag, SPKEF, utan um starfsemina. Ásta Dís Óladóttir, forseti viðskipta- deildar Háskólans á Bifröst, er formaður nýrrar stjórnar. Starfsmenn voru í gærkvöldi boðaðir til fundar vegna málsins klukkan átta í dag. Ekki stendur til að segja upp fólki eins og sakir standa. Þá var útlit fyrir það í gær- kvöldi að ekki yrðu neinar breyt- ingar gerðar á stjórnendahópi sparisjóðsins að svo komnu máli. Eins og fyrr segir er ríkið eini eigandi hins nýja félags. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hversu mikið stofnfé ríkið mun leggja því til. Félagið mun síðan renna inn í Bankasýslu rík- isins sem tekur ákvörðun um það hvort félagið verður á seinni stig- um sameinað öðrum fjármálafyr- irtækjum í eigu ríkisins. Öll starfsemi sparisjóðsins verð- ur óbreytt frá og með deginum í dag og allar innistæður viðskipta- vina eru tryggðar að fullu sam- kvæmt margítrekuðum yfirlýs- ingum ríkisstjórnarinnar. Eftir að SPRON fór í þrot hefur Sparisjóðurinn í Keflavík verið næststærsti sparisjóður landsins á eftir BYR, með sextán afgreiðslu- staði í jafnmörgum bæjarfélögum. Hann hefur starfað í 102 ár. - sh Ríkið hefur tekið yfir Sparisjóð Keflavíkur Sparisjóður Keflavíkur er farinn í þrot. Ríkið yfirtók starfsemina í gærkvöldi. Viðræður um endurskipulagningu runnu út í sandinn. Allir halda vinnunni. SAMGÖNGUR Talið var líklegt í gær- kvöld að loka þyrfti bæði Kefla- víkurflugvelli og Reykjavíkur- flugvelli snemma í dag vegna gjósku frá eldstöðinni í Eyjafjalla- jökli. Gert er ráð fyrir að vindur standi úr austri í dag næstu daga og beri gosmökkinn vestur yfir landið. Samkvæmt tilkynningu frá Flugstoðum var talið líklegt að lokun flugvallanna muni standa í minnst tólf klukkustundir. Vegna þessarar stöðu flýtti Ice- landair brottfarartíma morgun- fluga sinna til Evrópu í dag fram til klukkan fimm í morgun. Flug- um Iceland Express til London og Kaupmannahafnar sem vera áttu klukkan sjö í morgun var flýtt til klukkan ellefu í gærkvöldi. Ekki voru komnir nýir tímar á önnur flug félagsins þegar Fréttablað- ið fór í prentun. Sumu flugum var aflýst og ný flug sett á áætl- un. Ameríkuflug Icelandair verð- ur í gegnum Glasgow. Flugfélögin biðja farþega sína að fylgjast vel með fréttum af stöðu mála. Þótt Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur lokist stöðvast flugsamgöngur við landið ekki þar sem alþjóðaflugvellir eru bæði á Akureyri og Egilsstöðum. Icelandair hefur skipulagt rútu- ferðir til Akureyrar þaðan sem flogið verður til Glasgow. Hrafn Guðmundsson, veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði nokkuð ákveðnar austanáttir í kortunum fram yfir helgi. Hann byggist ekki við að fólk á höfuð- borgarsvæðinu myndi finna mikið fyrir öskufalli þótt erfitt væri að spá fyrir um það. Eldur sást af láglendi í gosgígnum í gærkvöldi. Hrafn segir að gosmökkurinn hafi náð mest í um sex kílómetra hæð í gær. Búast mætti við að mökkur- inn bærist yfir höfuðborgarsvæð- ið um klukkan sex í morgun. - gar Austanvindur beinir gosmekki frá Eyjafjallajökli í átt til höfuðborgarsvæðisins: Gjóska lokar Keflavíkurflugvelli SUMAR Í FROSTASKJÓLI Dennis Hoda og félagar fóru mikinn þegar þeir stukku af trampólíni og tróðu bolta í körfuna á sumarhátíð sem ríki og borg héldu Vesturbæingum í Frostaskjóli í gær. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /D A N ÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.