Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 4
4 23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR ELDGOS Flugbannið í Evrópulönd- um stóð í tæpa viku og varð til þess að fella þurfti niður meira en 100 þúsund flugferðir. Beinn kostnaður flugfélaga er kominn yfir 200 milljarða króna að mati alþjóðlegu flugmálastofnunarinn- ar IATA, og ómæld eru þá hvers kyns óþægindi flugfarþega sem urðu innlyksa víðs vegar um Evr- ópu sem og annarra er treystu á vöruflutning með flugvélum. Æ fleiri hafa gagnrýnt ósveigj- anleika bannsins, sem byggt var á ráðgjöf bresku veðurstofunn- ar í samræmi við varúðarreglur evrópsku flugmálastofnunarinnar Eurocontrol. Á mánudaginn brugðust sam- gönguráðherrar Evrópuríkja við þessari gagnrýni, í samræmi við ráðleggingar Eurocontrol, með því að breyta hættumatinu sem bannið var byggt á, þannig að ekki verði miðað við spá um dreifingu ösk- unnar í loftrýminu heldur verði byggt á því hvar ösku hefði í reynd orðið vart. „Í reyndinni fór það samt svo að spálíkönin eru áfram notuð, en magnið á þeirri ösku sem má vera í loftrýminu hefur verið aukið. Öryggismörkin hafa sem sagt verið færð aðeins til,“ segir Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flug- umferðarsviðs Flugstoða. „Þetta var unnið mjög hratt auð- vitað og undir verulegum efna- hagslegum og pólitískum þrýst- ingi. Það fór ekki á milli mála,“ segir Ásgeir, „en út frá tilrauna- flugi og öðrum upplýsingum telja menn sig samt hafa næga vissu til að segja að öryggi sé ekki stefnt í hættu. Hins vegar getur þetta haft áhrif á viðhald á vélum.“ Ásgeir segir að á milli þess svæðis, þar sem veruleg hætta er talin á ferðum, og þess svæðis sem er alveg laust við ösku, sé nú komið svæði þar sem flug er leyft með ströngum kröfum um stíf- ara viðhald á vélum og hreyflum, meðal annars þannig að skoðanir fyrir og eftir flug verði nákvæm- ari. Þetta var meðal annars hægt að gera vegna þess að vélaframleið- endur veittu loks nákvæmari upp- lýsingar en þeir höfðu áður viljað veita um það hvað vélarnar þola í raun mikið. „Þess vegna var að sumra mati miðað við of lágan þröskuld,“ segir Ásgeir. Næstu vikur er síðan meiningin að leggja lokahönd á nýjar viðbún- aðaráætlanir vegna öskudreifing- ar, sem byggðar verði á mæling- um og reynslu. gudsteinn@frettabladid.is Viðmiðunarmörk vegna gosöskunnar voru færð til Efasemdir hafa verið um nauðsyn allsherjar flugbanns í tæpa viku í Evrópu vegna öskufalls frá Íslandi. Flugmálayfirvöld Evrópuríkja brugðust við með því að breyta hættumörkum til að opna flugrýmið. ALLT KOMIÐ Í GANG Á Gatwick-flugvelli við London fagnaði Grace Taylor kærastanum sínum, honum Jan Barcikowski, sem komst loks frá Íslandi eftir margra daga töf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 14° 15° 9° 19° 21° 8° 8° 20° 15° 19° 21° 30° 7° 17° 16° 6°Á MORGUN Vaxandi vindur með S- strönd annars hægari. 6 SUNNUDAGUR Dregur úr vindi þegar á daginn líður. 2 4 3 555 3 0 3 2 3 3 1 1 1 1 0 0 -2 -2 -1 15 6 6 5 4 2 1 1 3 3 SNJÓKOMA eða slydda um landið sunnan og vestan- vert í dag. Fyrst á Suðausturlandinu og svo vestan- til þegar á daginn líður. Öskufall verður til vesturs eða norðvesturs undan austan- og suðaustanátt í dag. Heldur vaxandi vindur þegar líður á daginn. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL „Hagur íslenskra sprotafyrirtækja hefur ekki vænkast að neinu ráði eftir hrun bankanna,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og for- maður Samtaka sprotafyrirtækja, einn frummælenda á ársfundi Sam- taka atvinnulífsins á miðvikudag. Svana benti á að enn væri skortur á sérfræðimenntuðu fólki í tækni- greinum og þurfi sprotafyrirtæki því enn sem fyrr að leita utan land- steina eftir starfsfólki. Samkeppn- in erlendis eftir fólki, svo sem verk- fræðingum og tölvunarfræðingum, er hins vegar mikil þar líkt og hér. Svana segir enn margt vanta upp á sem bætt gæti stöðu sprota- fyrirtækja. Þörf sé á virkri sam- vinnu fyrirtækja, menntastofn- ana og opinberra aðila við þróun tæknilausna og þjónustu auk þess sem breyta þurfi viðhorfi til frum- kvöðla. „Það er landlægt viðhorf að íslenskir frumkvöðlar og sprotafyr- irtæki eigi að gefa vinnu sína. Það er mjög takmarkaður skilningur á því að frumkvöðull og sprotafyrir- tæki þurfi lágmarksábata til að geta haldið rannsóknar- og þróunarstarfi sínu áfram,“ segir hún. - jab Formaður Samtaka sprotafyrirtækja segir aðstæður ekki hafa batnað eftir hrun: Hagur sprotafyrirtækja hefur ekki vænkast SVANA HELEN Hið opinbera getur gert margt til að styðja við íslensk sprotafyrirtæki, segir formaður Samtaka sprotafyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BELGÍA, AP Yves Leterme, forsætis- ráðherra Belgíu, sagði af sér í gær eftir árangurslausar tilraunir til að leysa langvarandi deilur um tungu- mál kjördæma. Deilan snýst um það hvort bæði tungu- málin, flæmska og franska, verði jafngild á nokkuð stóru svæði umhverf- is höfuðborg- ina Brussel. Leterme hafði lofað því að leysa deiluna fyrir páska, en þegar það tókst ekki sagði einn flokkur sig úr stjórninni. Stjórnin hafði setið í rúm tvö ár, en þar áður hafði stjórnarkreppa ríkt í 194 daga út af svipuðum deilum um stöðu tungumálanna tveggja. - gb Máladeila vindur upp á sig: Stjórnarkreppa ríkir í Belgíu YVES LETERME Alaska Flugmenn hjá flugfélögum í Alaska hafa áratuga langa reynslu af því að fljúga þrátt fyrir gosösku í háloft- unum. Reynsla þeirra gæti nýst starfsfélögum þeirra í Evrópuríkjum. „Það þarf að finna leið til að komast framhjá ösk- unni,“ er haft eftir Ken Williams, flugstjóra hjá Alaska Airlines, í dagblaðinu Wall Street Journal. Í blaðinu kemur fram að veðurfræðingar og flug- menn hafi hannað nákvæm reiknilíkön um dreifingu ösku í þessum heimshluta. Um leið og eldgos hefst eru flugvélar sendar af stað til að mæla hitastig og vindstyrk í mismunandi hæð og þær upplýsingar notaðar ásamt upplýsingum úr gervihnöttum til að spá fyrir um dreif- inguna. Meginreglan er sú að aldrei skuli tekið á loft eða lent þegar aska er yfir flugvelli. Ekki er heldur flogið nema hægt sé að halda sér í 35 mílna fjarlægð frá öskuskýj- um. Þá er ekki flogið í myrkri eða í lélegu skyggni. Flugmenn í Alaska byrjuðu að takast á við þetta vandamál þegar gríðarlega öflugt sprengigos varð í eldfjallinu St. Helens í Washingtonríki árið 1980, eða allnokkru áður en tvö alvarleg tilvik urðu sem vöktu umheiminn til vitundar um hættuna af ösku fyrir flug- vélar. Þaulvanir að fljúga inn á milli öskuskýja SVEITARSTJÓRNIR Sjálfstæðismenn í umhverfis- og skipulagsnefnd Árborgar gagnrýna ákvörðun meirihlutans um að reisa 200 fer- metra þjónustuhús í fuglafrið- landi á bökkum Ölfusár ofan við Eyrarbakka. „Við fögnum bættu aðgengi að friðlandinu en leggj- umst gegn samkeppni sveitarfé- lagsins í kaffisölu. Nær væri að beina fjármagni sveitarfélagsins í kynningarstarf á fuglafriðland- inu,“ segir í bókun sjálfstæðis- manna. Ætlunin er að í húsinu verði ferðamannaþjónusta, verslun og kaffisala „þannig að allt að sex störf geti orðið að veruleika á miðju næsta kjörtímabili“, segir meirihlutinn sem kveður rekstur hússins verða boðinn út. - gar Byggingaráform gagnrýnd: Vilja ekki hús í fuglafriðland AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 21.04.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 226,9464 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,98 127,58 195,61 196,57 70,17 171,13 22,863 22,997 21,518 21,644 17,745 17,849 1,3614 1,3694 192,67 193,81 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Nýr Nicorette plástur fæst nú 25 mg og hálfgagnsær Nýt t! Nicorette® nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð til að auðvelda reykingafólki að venja sig af tóbaki með því að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt. Nota má forðaplásturinn einan og sér eða samtímis 2mg Nicorette lyfjatyggigúmmíi eða Nicorette innsogslyfi. Hámarksdagskammtur er 1 stk forðaplástur og annað hvort 24 stk lyfjatyggigúmm eða 12 hylki af innsogslyfi.Til að ná sem bestum árangri skal fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicorette í samráði við heilbrigðisstarfsfólk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatún 2, 210 Garðabæ. Nicorette Invisi 25 mg Er að hærri styrkleika en fyrri forðaplástrar frá Nicorette

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.