Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 6
6 23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR RANNSÓKNARSKÝRSLA „Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósátt- ir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefnd- ar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að. Eftir að lögfræðingur Kaup- þings „féllst á“ það, tók eftirlits- stofnunin viðtöl við þrjá starfs- menn án þess að lögfræðingur væri viðstaddur: „en þar sem langt var liðið frá því að FME kom í bankann þá virtust allir starfs- menn vita um hvað málið snerist og svör þeirra voru mjög svipuð.“ Þar með lauk viðtölum FME við starfsmenn bankanna. Rannsóknarnefnd segir að starfsfólki allra bankanna hafi verið ráðlagt að kynna peninga- bréf sem áhættulausa fjárfestingu og líkja þeim við innlánsbækur en með betri vexti. Viðskiptavinir voru hvattir til að færa sparifé sitt í peningabréf. Stundum var haft samband við þá að fyrra bragði til að koma hvatningu á framfæri. Í skýrslunni segir að gagnrýni á peningamarkaðssjóði sé ótrú- lega samhljóða fyrir alla bank- ana. „[E]ins og jafnan áður fylg- ir hver öðrum og undir litlu sem engu eftirliti Fjármálaeftirlits- ins,“ segir þar. Erfitt hafi verið fyrir einstakl- inga að gera sér grein fyrir auk- inni áhættu í fjárfestingum enda hafi upplýsingarnar frá bönkunum í besta falli verið blekkjandi. „Þegar svo allir bankarnir standa að sams konar blekking- um er enn erfiðara fyrir fólk að nálgast réttar upplýsingar,“ segir í skýrslunni. Vitnað er til bréfs frá starfs- mönnum Landsbankans þar sem sagt er við viðskiptavini: „gengi Peningabréfa er aldrei neikvætt, sem þýðir að þú átt aldrei að geta tapað höfuðstól eða uppsafnaðri ávöxtun.“ Annað kom á daginn. Viðskipta- vinir sjóðanna töpuðu stórum hluta sinna fjármuna og hefðu tapað mun meiru ef hluti af bréf- um þessara sjóða hefði ekki verið keyptur á yfirverði af nýju bönk- unum stuttu eftir hrunið. Í skýrsl- unni koma fram upplýsingar um að ákvörðun um þau kaup hafi tekið Jónas Fr. Jónsson, þá for- stjóri FME, og Björgvin G. Sig- urðsson, þá viðskiptaráðherra. Rekstur peningamarkaðs- sjóða bankanna er meðal atriða sem rannsóknarnefndin vísaði til frekari meðferðar hjá ríkis- saksóknara; ástæða sé til „að rannsakað verði hvort stjórn og framkvæmdastjórar og lykil- starfsmenn rekstrarfélaga sjóð- anna hafi brotið starfsskyld- ur sínar við stjórnun og eftirlit þannig að refsingu varði“. peturg@frettabladid.is Hindruðu viðtöl FME við starfsfólk Fjármálaeftirlitið mætti mótspyrnu þegar það tók markaðssetningu peninga- markaðssjóða bankanna til rannsóknar. Rannsókn var hætt þar sem starfs- menn virtust vel undir hana búnir og gáfu allir Fjármálaeftirlitinu svipuð svör. PENINGAMARKAÐSSJÓÐIR Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, sátu ársfund FME árið 2007, ásamt Lárusi Finnbogasyni, síðar formanni skilanefndar Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „[É]g hringdi í Kaupþing til að selja í sjóðunum og ætlaði í staðinn að stofna óverðtryggðan reikning með hæstu vöxtum [ … ]. Verðbréfaráðgjafinn [ … ] fullvissaði mig um að þetta væri ekki ráðlagt fyrir mig þar sem ávöxtun- in væri betri í sjóðunum og innistæðan örugg. Ég er ekki sérfræðingur í peningaávöxtun en þar sem [verðbréfaráðgjafinn] var sérfræðingurinn og ég taldi hann gæta minna hagsmuna, þá trúði ég honum betur en bróður mínum [sem hafði ráðlagt henni að selja] og hætti við að selja í sjóðunum.“ Þetta var í maí 2008. Í september hringir viðskiptavinurinn aftur í Kaup- þing til að selja eign sína í sjóðunum og fékk samband við sama ráðgjafa. „Aftur fullvissaði hann mig um að það væri besti kosturinn að eiga áfram í sjóðunum og talaði mig ofan af því að selja bréfin.“ 2. október hringir hún aftur í Kaupþing til að selja bréfin. „Þegar ég bað hann [ráðgjafann] um að selja fyrir mig bréfin sagðist hann bara vilja láta mig vita að þeir væru eindregið að ráðleggja fólki að kaupa í þessum sjóð- um … Hann sagði enn fremur að Tryggingarsjóður myndi ábyrgjast inneign í þessum sjóðum alveg eins og af bankabókum …“ 6. október ákvað hún samt að hringja og selja bréfin, og fékk samband við starfsmann sem sagðist myndi selja bréfin fyrir hana. Samkvæmt heima- banka hennar seinna um kvöldið höfðu bréfin verið seld. „Á fimmtudag [þremur dögum síðar] sé ég svo að búið var að færa innistæðuna til baka af bankareikningnum yfir á skuldabréfaeign. Þegar ég hringdi í verðbréfaráð- gjafa Kaupþings var mér sagt að öll viðskipti á mánudag hefðu verið fryst, einnig þau sem búið var að gera áður en lokað var á viðskipti með sjóðina.“ *BIRT Í VIÐAUKA 1, MEÐ SKÝRSLU RANNSÓKNARNEFNDAR, BLS. 63 Sögðu Tryggingarsjóð ábyrgjast sjóðina BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti vill fá aðstoð helstu kaupsýslumanna Bandaríkj- anna við að semja nýjar reglur um bankastarfsemi, þar sem heilbrigð skynsemi verði látin ráða ferðinni. Tilgangurinn væri að koma í veg fyrir nýtt bankahrun, og var Obama harðorður í garð forsvarsmanna bandarísks viðskiptalífs sem sátu í háskólasal á Manhattan og hlýddu á ræðu forsetans. „Frjáls markaður var aldrei til þess ætlaður að gefa mönnum frjáls- ar hendur til að hirða allt sem þeir komast yfir, hvernig svo sem þeir fara að því,“ sagði Obama. Hann viðurkenndi að menn væru ekki alltaf sammála, en valið standi þó ekki á milli tveggja öfga heldur þurfi að fara millileið þar sem tekið yrði tillit til afleiðinganna fyrir almenning. „Á endanum er engin gjá á milli almennings og auðkýfinga,“ sagði Obama, sem vonast til þess að Bandaríkjaþing komi sér á næstu dögum saman um frumvarp þar sem nýjar reglur um bankastarf- semi verða settar. Fulltrúadeild þingsins samþykkti nýverið frumvarp þar að lútandi en umræður í öldungadeild gætu hafist í næstu viku. - gb Obama harðorður í garð bandarískra kaupsýslumanna: Krefst heilbrigðrar skynsemi BARACK OBAMA Kveður forsvarsmenn úr bandarísku viðskiptalífi að fyrirlestri sínum loknum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir innflutn- ing á rúmum 109 grömmum af kókaíni. Einnig var hann dæmd- ur fyrir kannabisræktun, bílstuld og umferðarlagabrot, þar á meðal fíkniefnaakstur. Kókaíninu smyglaði maðurinn í gegnum Leifsstöð í nóvember 2008 en í sama mánuði og aftur í mars á þessu ári fundust samtals 163 kannabisplöntur, sem hann var að rækta, svo og um 630 grömm af kannabislaufum. - jss Héraðsdómur Reykjavíkur: Dópsali dæmd- ur í fangelsi Ætti forseti Íslands að hafa samráð við yfirvöld áður en hann veitir viðtal? Já 46,9 Nei 53,1 SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að kjósa ætti til Alþingis áður en núverandi kjörtímabil rennur út? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.