Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 8
8 23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR RANNSÓKNARSKÝRSLA Katrín Jakobs- dóttir menntamálaráðherra fagnar mjög þeim tillögum sem lagðar eru fram um fjölmiðla í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Hún segir sjálfsagt að bregðast við þeim, það hafi raunar þegar verið gert því flest af því efni megi finna í fjöl- miðlafrumvarpi sem lagt var fyrir Alþingi í mars. „Rannsóknarnefndin talar um nauðsyn þess að eignarhald sé upplýst og það er í þessu frum- varpi sem við erum búin að leggja fram. Þar er líka lagt til að þessi hópur skoði hugsanlegar takmark- anir á eignarhaldi. Nefndin er í raun og veru líka að tala um það. Nú svo er nefndin líka að tala um að það verði að tryggja sjálfstæði ritstjórnar, sem er líka inni í þessu lagafrumvarpi.“ Þá segir Katrín að kröfu nefnd- arinnar um faglegt eftirlit með fjölmiðlum sé svarað í tillögum um fjölmiðlastofu. „Henni er ætlað að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni, fjölræði í fjölmiðlum, að standa vörð um tjáningarfrelsið og frels- ið til upplýsinga. Það má segja að ábendingar til lærdóms, sem eru settar um fjölmiðla í þessari sið- ferðisskýrslu, þær rími mjög vel við tillögurnar í frumvarpinu um fjölmiðla.“ Fjölmiðlafrumvarpið er til umfjöllunar í menntamálanefnd. Katrín segir óvíst hvort náist að klára það á vorþinginu, kannski bíði það haustsins. kolbeinn@frettabladid.is ■ Leita verður leiða til að efla sjálfstæða og hlutlæga fjölmiðlun með því að styrkja bæði fagleg og fjárhagsleg skilyrði fjölmiðlunar. ■ Styrkja þarf sjálfstæði ritstjórna og setja eignarhaldi einkaaðila á fjölmiðlum hófleg mörk. Skylt ætti að vera að upplýsa hverjir séu eig- endur fjölmiðla á hverjum tíma svo almenningur geti vitað hverjir eigi fjölmiðil og lagt mat á hvort þar sé fylgt fram sjónarmiðum eigenda. ■ Efla þarf menntun blaða- og fréttamanna og skapa þeim skilyrði til sérhæfingar í einstökum mála- flokkum. Brýnt er að stétt blaða- og fréttamanna efli faglega umræðu og fagvitund meðal félagsmanna. ■ Koma þarf á faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni. Tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni Dagur umhverfisins - sunnudaginn 25. apríl Umhverfisráðherra afhendir viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfismála. Kuðungurinn, Varðliðar umhverfisins og náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti. Þjóðmenningarhúsið kl. 12:00. Gönguferð í kringum Reykjavíkurtjörn og um Vatnsmýri undir leiðsögn Fuglaverndar og Félags umhverfisfræðinga. Fræðsla um líffræðilega fjölbreytni í og við Tjörnina, þar á meðal fuglalíf og gróður. Lagt af stað frá Norræna húsinu kl. 13:00 og 15:00. Tilraunalandið fyrir börn og unglinga í Norræna húsinu. Vísindin lifna við í Vatnsmýrinni. Markmið sýningarinnar er að kynna og kanna undraheima vísindanna. Opið 12:00 til 17:00. Býflugur og ljósmyndasýning í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Vettvangsferð kl. 15:00 með Tómasi Ó. Guðjónssyni býbónda þar sem hann fræðir gesti um drottninguna, þernur hennar og lötu druntuna. Ljósmyndasýning um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru Íslands. Opið frá 10:00 til 17:00. Umhverfisleikir fyrir alla fjölskylduna í Grasagarði Reykjavíkur frá 11:00 til 13:00. Öllum gefinn kostur á að skoða, hlusta og lykta af lífinu með því að taka þátt. Áhersla lögð á fuglalíf við tjarnir og öllum boðið að ganga eftir ,,ónáttúrulega stígnum“. Græna ljósið býður í bíó á myndina Earth. Sýnd í Háskólabíói kl. 15:00. Miðar afhentir í miðasölu frá kl. 14:30 á meðan húsrúm leyfir. Laugardagurinn 24. apríl Undur og stórvirki. Líffræðileg fjölbreytni Íslands, náttúra og náttúruöfl, auðlindir og umhverfi, dýr og plöntur, vatn, eldur og ís. Sérfræðingar Háskóla Íslands á sviði náttúru- og jarðvísinda segja frá í máli og myndum, rannsóknastofur verða opnar og fjölbreytni í fyrirrúmi. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, laugardaginn 24. apríl kl. 11-15. Dr. Bæk skoðar og vottar reiðhjól, hjólreiðaráðgjöf og þrautabraut á vegum Landsamtaka hjólreiðamanna við Norræna húsið frá 12:00 til 16:00. www.umhverfisraduneyti.is/dagurumhverfisins Sunnudagurinn 25. apríl RANNSÓKNARSKÝRSLA Actavis naut stuðnings Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, til að hasla sér völl í lýðveldinu Serbíu. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað um bréf sem forsetinn skrifaði erlendu fyrir- fólki í þágu íslenskra athafna- manna. Vegna frásagnar í bókinni Saga af forseta óskaði nefndin eftir afritum af bréfum forsetans „til að kanna betur þátt forsetans í útrásinni og þeirri gagnrýnis- lausu þjónustu sem ákveðnum fyrirtækjum var veitt af stjórn- völdum“, segir í skýrslunni. Þegar Acta- vis átti í vand- ræðum ár ið 2004 notaði for- setinn tengsl sín við landið til að koma því í gegnum Alex- ander krón- prins og eig- inkonu hans. Forsetinn skrif- aði prinsinum meðmælabréf með Björgólfi Thor Björgólfssyni. Alexander krónprins hefur ekki formlega stöðu í stjórnskip- un Serbíu en nýtur þar virðingar sem elsti sonur konungsins sem steypt var af stóli árið 1945. Forseti Íslands skrifaði prinsinum meðmælabréf með Björg ólfi Thor hinn 10. janúar 2005 og segir: „Við vonum að þú munir halda áfram sambandi við Björg ólf Thor Björgólfsson. Eins og við sögðum ykkur gerir per- sónuleiki hans og velgengni í við- skiptum að verkum að hann verð- ur gagnlegur og góður vinur bæði þinn og landsins þíns.“ - pg Forseti Íslands í bréfi til Alexanders krónprins í Serbíu: Björgólfur Thor verður þér góður vinur BJÖRGÓLFUR THOR Gagnlegur og góður vinur krónprins frá Serbíu, að mati forseta Íslands. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Ráðherra fagnar tillögum skýrsluhöfunda um fjölmiðla Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að flest það sem sett er fram til úrbóta á fjölmiðlum í rann- sóknarskýrslunni sé þegar komið fram. Fjölmiðlafrumvarp tryggi eftirlit og sjálfstæði ritstjórna. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR VILHJÁLMUR ÁRNASON Ýmis atriði eru tilgreind til lærdóms varðandi umfjöllun fjölmiðla í siðfræðihluta rannsóknar- skýrslunnar sem Vilhjálmur Árnason stýrði. Menntamálaráðherra er ánægður með þau og vonast til að tillögurnar verði að veruleika með samþykkt fjöl- miðlafrumvarps sem liggur fyrir þingi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lærdómar sem nefndin vill draga FÆREYJAR Ræðismaður Færeyja afhenti Vigdísi Finnbogadóttur heiðursgjöf frá Færeyingum á áttatíu ára afmæli forsetans fyrr- verandi. Gjöfin, loforð um nítján milljónir króna á núverandi gengi, 825.000 danskar, eiga að renna til Stofnunar Vigdísar Finnbogadótt- ur í erlendum tungumálum. „Við Færeyingar viljum heiðra hana og hennar starf, sem hefur verið afar mikilvægt fyrir Norð- urlöndin öll, segir ræðismaður- inn, Gunvør Balle. Í Færeyjum séu „allir mjög hrifnir af Vigdísi og okkur þykir virkilega vænt um hana“. Auk færeysku landsstjórnar- innar tóku fimm færeysk fyrir- tæki þátt í gjöfinni: Føroya banki, Tryggingarfelagið Føroyar, Atl- antic Airways, Smyril Line og Framherji. Gunvør afhenti gjöf- ina í Háskólabíói í lok hátíðardag- skrár sem haldin var Vigdísi til heiðurs. - kóþ Rausnarleg gjöf: Færeyingar heiðra Vigdísi VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Færeyingar sendu ræðismann sinn með afmælis- gjöf til fyrrum forseta Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR PERSÓNUVERND Ferðamálastofu er ekki heimilt að birta á heima- síðu sinni lista yfir þá aðila sem stunda leyfis- eða skráningar- skylda starfsemi án þess að hafa tilskilin leyfi. Í fyrirspurn til Persónuverndar segir að Ferða- málastofu hafi borist margar ábendingar um að ferðaþjónustu- aðilar stundi starfsemi án leyfa. Til þess að koma þessum málum í betra horf vilji Ferðamálastofa birta á heimasíðu sinni skrá yfir leyfis- og skráningarskylda aðila. „Tilgangurinn með slíkri birt- ingu er einnig að upplýsa fólk um hverjir hafi leyfi og hverjir ekki,“ segir í bréfinu. Stjórn Persónuverndar segir að ekki sé lagaheimild til að birta slíkan lista. - gar Ferðamálastofa fær synjun: Mega ekki lista upp leyfislausa GULLFOSS Margir í ferðaþjónustu starfa án tilskilinna leyfa. Það má segja að ábendingar til lær- dóms, sem eru settar um fjölmiðla í þessari siðferðis- skýrslu, þær rími mjög vel við tillögurnar í frumvarpinu … KATRÍN JAKOBSDÓTTIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA GENGUR Á TVEIMUR Þessi þriggja mánaða bjarnarungi lék sér dátt í dýragarði í Stavropol í Rússlandi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.