Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 22
2 föstudagur 23. apríl núna ✽ fylgist vel með þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Ritstjórn Anna M. Bjönrnsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 FULLT AF NÝJUM VÖRUM Allir sem versla fyrir 8.000 kr. eða meira fá hálsklút. Við erum á fyrstu hæðinni í Firði. Sími 534 0073 Erum með opið á lau. kl. 11–16 Kjólar frá 7.990 kr. Í kvöld sýna þeir sex nemend- ur sem eru að útskrifast úr fata- hönnunardeild Listaháskóla Ís- lands afrakstur námsins á glæsilegri tískusýningu í gamla Byko-húsinu við Hringbraut. Það er ofurhönnuðurinn Martine Sit- bon sem verður prófdómari í þetta sinn en Linda Björg Árna- dóttir, deildarstjóri í fatahönn- un, vann einmitt hjá henni í átta ár í Parísarborg. „Við reynum að fá inn þekkta hönnuði á hverju ári til að dæma verk útskriftar- nemanna en Martine er eflaust sá frægasti,“ segir Linda. “ Sitbon er þekktust fyrir eigið tískuhús auk þess að hafa unnið sem yfirhönn- uður hjá Chloé í átta ár. Hún setti svo á fót tískuhúsið Rue du Mail fyrir um þremur árum. Útskrift- arsýningin verður klukkan átta í kvöld og allir eru velkomnir. - amb Þ etta verður engin rólegheita-helgi hjá leikkonunni Vigdísi Másdóttur, en hún leikur í tveim- ur verkum sem verða frumsýnd um helgina. Pólska leikritið Tveir fátækir pólskumælandi Rúmen- ar verður frumsýnt í kvöld, það verk er eftir Dorota Maslowska, sem mun vera einn fremsti ungi rithöfundur Póllands í dag. Í sýn- ingarskránni er verkinu lýst sem sýrutrippi í gegnum Pólland nú- tímans, einhvers konar blöndu af ferðalagi Maríu meyjar og Jósefs til Betlehem, Natural Born Killers, Fear and Loat- hing in Las Vegas, Bertholt Brecht og Samuel Beck- ett. Vigdís tekur á sig mynd tveggja karaktera í verkinu, auk þess að koma fram í balkan- hljómsveit, þar sem hún spilar bæði á slagverk og harmóníku, hljóðfæri sem hún handfjatlaði í fyrsta sinn nýlega. Á laugardagskvöldið verður svo breska nútímaleikritið Glerlauf- in eftir Bretann Philip Ridley, í leikstjórn Bjartmars Þórðarson- ar, frumsýnt. Þar leikur Vigdís örvæntingarfulla og viðkvæma konu, pínulitla manneskju, eins og Vigdís lýsir henni, sem er þveröfugt við nærveru hennar sjálfrar. „Líkamlega er ég ekki lítil manneskja, bæði hávaxin og með stóra orku. Þessi kona er ekki með stóra orku, hún er lítil og viðkvæm sál og langt frá þeirri týpísku stóru og sterku konu sem ég er svo oft látin leika, sem er mjög gaman og mikil áskorun fyrir mig.“ Leiksýningarnar tvær eru fyrstu atvinnusýningarnar í leikhúsinu og menningarmiðstöðinni Norð- urpólnum, sem er til húsa við Norðurslóð úti á Gróttu. „Það hefur verið óendanlega gaman að mæta í vinnuna á morgnana. Grasrótin og greddan er að fara með alla þarna,“ segir Vigdís, sem hefur samhliða leiknum verið með námskeið á vegum Leynileik- hússins auk þess að lesa inn leik- rit fyrir Ríkisútvarpið. „Grínlaust er ég að drukkna, líf mitt er eig- inlega óbærilegt þessa dagana. En það er ógeðslega gaman.“ - hhs Leikkonan Vigdís Másdóttir situr ekki ein og saumar þessa helgina: FRUMSÝNIR TVÖ VERK UM HELGINA FR É TTA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Brjáluð helgi Vigdís Másdóttir leik- kona tekur þátt í frumsýningu tveggja leikverka í nýja leikhúsinu Norðurpóln- um í kvöld og annað kvöld. Íslenskur hipstervefur? Vefurinn Arroglance leit fyrst dags- ins ljós á Reykjavík Fashion Festi- val og munu höf- uðpaurarnir á bak við hann vera graf- ísku hönnuðirnir og lífskúnstnerarnir Gunnar Þorvalds- son og Hörð- ur Kristbjörns- son. Kjörorð síðunnar er Vanitas est gravitas eða hégómi er alvar- legur en grunur leikur á að þeir fé- lagar séu ef til vill að hæðast að tískubloggurum og þeim hégóma sem felst í tískuheimi samtímans. Hver svo sem pælingin er á bak við verkefnið er Arroglance skemmti- legur tískubloggsvefur og verður gaman að fylgjast með framvindu hans. Slóðin er http://arroglance. tumblr.com og einnig er að finna Arroglance á Facebook. MÆTT TIL JAPAN Lady Gaga sýndi klærnar þegar hún lenti á Narita-flugvellinum í Japan í síðustu viku. Á Hérmes-handtöskunni hennar stendur „I love small monster, Tokyo love.“ INGIBJÖRG FINNBOGADÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI Helgin hjá mér mun einna helst einkennast af lestri. Fyrsti prófdagur Háskóla Íslands er á mánudaginn, svo ekki má slá slöku við og freistast í partí. Ég ætla þó að reyna að gefa mér nokkrar pásur og fara þá helst í líkamsrækt, sund og gufu. Mig langar líka að kíkja á útskriftarsýninguna hjá LHÍ-nemum sem verður opnuð á laugardaginn. Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun: Martine Sitbon sest í dómarasæti Einn virtasti hönnuður heims Martine Sitbon fæddist í Marokkó og skaust upp á stjörnuhimininn á áttunda áratugnum. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY Ferskir straumar Á morgun, laugardag, verður opnuð útskriftarsýning nem- enda myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeild- ar Listaháskólans í Hafnarhús- inu. Í ár er stór árgangur listnema sem sýna verk sinn og óhætt er að segja að sýningin verði litrík og spennandi. Meðal þess sem er á boðstólum eru vídeóskúlpt- úrar, ljósmyndir, skrímslabangs- ar, samtímalistasafn í Reykjavík, barnabækur, húsgögn, málverk, myndljóð, íslenskir draugar, ímynd kvenna, myndasögur, ljósmynd- ir, leturtýpur, trilla, tónletur, sam- gönguvél, þjóðsagnareyjan, gjörn- ingar og tölvuleikur. Sýningunni er stýrt af Daníel Björnssyni, Jóhanni Sigurðssyni og Birni Guðbrands- syni og hún hefst klukkan tvö. helgin MÍN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.