Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 23.04.2010, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 3 BAKSTUR Pönnukökur hafa kraumað á pönn- um Íslendinga í nokkur hundruð ár og hafa bestu uppskriftirnar geng- ið manna á milli. Halla Soffía Jón- asdóttir, sem hefur bakað heilmik- ið af pönnukökum um ævina, segir bestu pönnukökuuppskriftina vera að finna í fyrstu uppskriftabókinni sem hún eignaðist, árið 1960. „Ég hef prófað margar upp- skriftir og þessi er sú besta,“ segir Halla en bókin sem hún vísar til heitir Nýja matreiðslubókin, eftir Halldóru Eggertsdóttur og Sól- veigu Benediktsdóttur. „Og jóla- kakan í þessari bók er dásamleg,“ bætir hún við um leið og hún flettir í gegnum guln- aða bókina með matar- blettum víða, einkenni góðra matreiðslubóka. Þótt Halla hafi verið innan við fermingu þegar hún fór að elda mat segir hún bakst- urinn alltaf eiga betur við hana og við pönnu- kökubaksturinn veigr- ar hún sér ekki við að baka á tveimum pönn- um í einu. „Ég nota gömlu góðu íslensku álpönnuköku- pönnuna og þegar ég baka fleiri en 30 stykki nota ég alltaf tvær í einu. Ég baka þær þangað til að þær ná fallega brúnum lit, en ég vil alls ekki hafa þær of ljósar. Svo þykir mér best að bera þær fram upprúllaðar með sykri.“ Þegar talið berst að sykri segir Halla sögu af föður sínum, Jónasi Hallgrímssyni frá Dal- vík, sem aldrei notaði álegg á brauð heldur púðursykur. „Pabbi var hraustasti maður sem ég hef kynnst, hann setti alltaf að minnsta kosti eins sentimetra þykkt lag af púðursykri ofan á brauðið. Ekki það að ég mæli með miklu sykuráti, en honum varð aldrei misdægurt. Allt er hollt í hófi.“ Upprúlluð hollusta í hófi Pönnukökur hafa verið fastur liður á veisluborðum Íslendinga í fjölmörg ár. Uppskriftirnar eru misjafnar og sumar betri en aðrar. Halla Soffía Jónasdóttir bakar ávallt upp úr uppskriftabók frá árinu 1960. Halla Soffía bakar pönnukökur fyrir barnabarn sitt, Anton Jónasson, sem ekki fúlsar við góðgætinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÓKOSOLÍA er stundum notuð í bakstur í stað smjörlíkis/ smjörs. Þá er gott að láta hana standa á eldhúsborðinu yfir nótt til að mýkja hana upp. ÍSLENSKAR PÖNNUKÖKUR Úr gulnuðu eintaki af Nýju matreiðslubókinni 15 STK 160 g hveiti ½ tsk. salt ½ tsk. lyftiduft 1 egg ½ l mjólk 30 g fita (Halla notar alltaf smjörlíki) „Ég smyr pönnuna allt- af örlítið með fitu áður en ég byrja að baka fyrstu pönnukökuna,“ segir Halla. Yfirleitt er best að allt hráefni í bakstur sé við stofuhita. Bókin Matarást eftir Nönnu Rögn- valdardóttur hefur að geyma mik- inn fróðleik um allt sem snertir mat og matargerð. Þar greinir hún frá ýmsum eiginleikum baksturs. Við grípum niður í stuttan kafla um hráefni: „Í hrærðu deigi er yfirleitt byrjað á að hræra sykur og feiti vel saman þar til bland- an er ljós og slétt og bæta síðan eggjunum út í, séu þau notuð, og svo öðrum vökva og þurrefn- unum. Hrært deig vill stundum mærna (skiljast að) þegar eggin hafa verið sett út í, einkum ef þau eru ísköld, en það jafnar sig aftur þegar búið er að setja svolít- ið hveiti út í og hræra vel. Þó verð- ur kakan ekki alveg eins létt og ef deigið hefði ekki mærnað. Hveiti og önnur þurrefni eru síðan oftast sett saman við hræruna í þrennu lagi og annar vökvi sömuleiðis og deigið hrært slétt á milli. Ef hræri- vél er notuð má raunar í mörgum tilvikum setja allt sem á að fara í hrærða deigið saman í skál og hræra það saman á svipstundu.“ Fróðleikur um bakstur Kökur eru ljúffengar. BR A U Ð - O G K Ö K U BÓ K H A G K A U PS Yfir 220 spennandi uppskriftir HAGKAUPS BRAUÐ KÖKUBÓK OG Höfundur uppskriftaJói Fel Pressuger eða ferskt ger er lifandi og því þarf að fara að því með alúð. Pressuger er kælivara og það hefur ekki langan líftíma. Þegar nota á pressu- ger er best að kaupa það rétt áður. Það á að vera góð „ger“-lykt af gerinu. Ef gerið er farið að þorna, springa eða komnar eru hvítar eða brúnar skellur á gerið er það farið að eldast, það er ekki ónýtt en það gæti orðið aðeins veikara. Bakarar setja pressugerið beint í mjölið, en það leysist vel upp í vinnslunni. Þegar verið er að gera deig heima þá er nóg að mylja gerið á milli fi ngra sér og setja það saman við mjölið, og eru fl estallar uppskriftirnar miðaðar við það. Stundum er pressu- gerið leyst upp í vatni sem er svo blandað saman við mjölið, en það á ekki að þurfa að gera þetta ef gerið er ferskt og gott. En þeir sem hnoða brauðdeig í höndunum, ekki í vél, skulu gæta þess að mjög gott er að leysa gerið upp í vatni á undan svo það blandist strax vel við mjölið. Ger lifi r á sykri, en það myndast náttúrulegur sykur (sykrur) þegar deigið er hnoðað, þá myndast koltvísýringur sem gerið það að verkum að deigið lyftir sér. Þurrger er eins og nafnið segir til þurrkað ger. Þurrger er ekki eins kraftmikið og pressugerið og er því ekki eins gott í brauð og ferskt ger. Best er að setja þurrger í vatn (ca. 1 msk þurrger á móti 5 msk af vatni), hrærið þurrgerið saman við vatnið með gaffl i og látið standa í um 5–10 mín., þá ætti þurr- gerið að vera komið aðeins af stað. Blandið því þá saman við þurrefnin. Ef þið viljið nota þurrger þá er þumalfi ngursreglan sú að setja ca. 35–45% umfram uppgefi ð pressuger í uppskriftinni. Þurrgerið er eins og áður segir ekki eins kraftmikið og gæti þurft að hefa deigið lengur en segir til í uppskriftinni. GER Meiri fróðleik og uppskriftir er hægt að fi nna í Brauð og kökubók Hagkaups!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.