Fréttablaðið - 26.04.2010, Síða 1

Fréttablaðið - 26.04.2010, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI26. apríl 2010 — 96. tölublað — 10. árgangur FASTEIGNIR.IS26. APRÍL 201017. TBL. Heimili fasteignasala hefur til sölu endaraðhús á tveimur hæðum ásamt aukaíbúð í kjall-ara á Sæbólsbraut í Kópavogi. K omið er inn í anddyri með flísum og fataskápi. Hol með parketi en eldhús með korki. Þar er falleg innrétting, tengi fyrir uppþvottavél, góður borðkrókur og innaf eldhúsinu er búr með hillum. Gestasnyrting er með flísum á gólfi. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa með parketi er á hæð-inni. Þar er einnig arinn. Úr stof-unni er gengið út á suðvestur-sólpall og þaðan út á lóðina. Úr holinu er gengið upp parketlagð-an stiga á efri hæðina. Þar eru fjögur rúmgóð svefnherbergi, öll parketlögð og eru skápar í tveim þeirra. Úr einu herberg-inu er gengið út á svalir í vestur með fallegu útsýni. Baðherbergi flísalagt með góðri innréttingu, baðkari og sturtuklefa. Þvotta-hús er með flísum á gólfi og inn-réttingu. Úr holinu á miðhæðinni er gengið niður í kjallarann. Í kjall- aranum eru mjög stórar og rúm-góðar geymslur (ca 25-30 fm) og einnig sér tveggja herbergja íbúð. Sérinngangur er inn í íbúð-ina, en einnig er mögulegt að nýta hana sem hluta af efri íbúð-inni. Í íbúðinni er anddyri, hol, herbergi, baðherbergi og opin stofa og eldhús. Parket er á gólf- um og snyrtilegar innréttingar. Íbúðin er frekar niðurgrafin. Húsið er mjög vel staðsett í vesturbæ Kópavogs. Húsið er í góðu ástandi og lítur almennt vel út. Sérlega fallegt útsýni er til norðurs og vesturs. Eigendur eru að leita að minni eign í Kópa-vogi. Endaraðhús með aukaíbúð Húsið er vel staðsett í Kópavogi og í góðu ástandi. - Traust þjónusta í 30 ár - Til sölu glæsileg eign að Núpi í Dýrafi rði. Einstakt tækifæri. Miklir möguleikar.Vorum að fá í einkasölu, steinsteypt, tæplega 500 fm, tvílyft hús. Eignin stendur á 2964 fm lóð. Margvíslegir notkunnarmöguleikar, svo sem fyrir, sumarbúðir, gistheimili, ráðstefnuhald, sumarhús, íbúðarhús og fl . Á efri hæð er mjög björt og stór íbúð, á neðri hæð er möguleiki á að gera mörg her- bergi ásamt góðum sal. Eldhús er á báðum hæðum svo og baðherbergi og snyrtingar. Áhvílandi kr. 15,7 millj. Verð 19,7 millj. Eignaskipti sunnanlands koma til greina. Uppl á vefsíði: gimli.is/sólvellir Allar nánari uppl. gefur Kristinn í síma 483-5900 gsm 892-9330 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 SÖLUMIÐSTÖÐ með vörum frá hönnuðum og hand- verksmönnum á Íslandi verður að öllum líkindum opnuð á Egilsstöðum í byrjun júní. Þar verður til sölu vöruhönnun, nytjalist, gæðahandverk, skartgripir, föt, keramik og margt fleira þjóðlegt og gott. www.honnunarmidstod.is Eldsu b Gas og kolagrill ásamt úrvali af aukahlutum Sigríður á allt eins von á því að verkin verði fleiri en hún heldur áfram svo lengi sem hún fær hugmyndir. Verk hennar má skoða nánar á glerkunst.com. FRÉTTAB LAÐ IÐ /ARN ÞÓ R híbýli og viðhaldMÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is Híbýli og viðhald MÁNUDAGUR skoðun 12 Opið alla daga frá 11-22 á báðum stöðum Góð tilfi nning Eðvarð Ingólfsson heldur upp á fi mmtugsafmæli sitt í borginni sem aldrei sefur. Tímamót 14 STREKKINGUR ALLRA SYÐST Í dag má búast við austlægum áttum, víða 5-10 m/s en allt að 18 m/s við suðurströndina. Lítils háttar úrkoma sunnan og vestantil en annars úrkomulítið. Hiti á bilinu 0-6° C. veður 4 5 2 1 0 2 veðrið í dag STÓR ÁFANGI HJÁ KRON Hugrún og Magni í Kron Kron hafa hannað skó fyrir vetrarlínu tískuhússins Rue de Mail í París. Fólk 26 Breytingar í pókerheimum Davíð Rúnarsson og Valur Heiðar Sævarsson taka við rekstri póker- staðarins Casa. Fólk 26 VIÐSKIPTI „Auðvitað er fullt af fólki að kanna réttarstöðu sína og ég viðurkenni það ósköp vel að ég er að kanna réttarstöðu mína.“ Þetta segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við við- skiptafræðideild við Háskóla Íslands. Hann segir menn verða að vanda sig í þessum málum og hann sé að hugsa sinn gang. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til breytinga á lögum um meðferð einkamála sem heimil- ar hópmálsókn. Flutningsmenn eru þingmenn allra flokka. Vilhjálmur segir margt liggja skýrar fyrir eftir skýrslu rannsóknarnefndarinnar og margir hljóti að hugsa sinn gang. „Ef lífeyris- sjóðirnir eru ekki að hugsa sinn gang þá er nú eitthvað að hjá þeim.“ Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að þar á bæ sitji menn yfir skýrslunni með aðstoð lög- manna. Enn á eftir að semja um uppgjör gjald- eyrisskiptasamninga milli bankanna og sjóð- anna og hafa lífeyrissjóðirnir lagt til að frá þeim verði gengið miðað við gengisvísitöluna 175. „Okkar boð stendur enn, en það kann að breytast miðað við það sem stendur í skýrsl- unni,“ segir Hrafn. Hann segir sjóðina þó vilja leysa málið án þess að til umfangsmikilla málaferla komi. Ekkert sé að gerast í málinu af hálfu skila- nefndanna, en það sé best fyrir alla að ljúka því. „Það er ekki góð staða að fara með þetta í málaferli en það gæti reynst nauðsynlegt.“ - kóp Lífeyrissjóðir meta hvort stefna þurfi bönkunum Fjöldi fólks skoðar nú hvort tilefni er til málshöfðunar á hendur bönkum vegna upplýsinga í rannsóknar- skýrslunni. Ekki búið að setja lög um hópmálsóknir. Lífeyrissjóðirnir fara yfir skýrsluna með lögfræðingum. SLYS Tvær átján ára stúlkur lét- ust á gjörgæsludeild Landspítal- ans í gær, eftir hörmulegt bílslys í Keflavík að morgni laugardags. Þriðja stúlkan, sem er sautján ára, slasaðist líka alvarlega og var enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild í gærkvöld. Frek- ari upplýsingar um líðan hennar fengust ekki. Stúlkurnar voru farþegar í jeppa sem lenti á ljósastaur og valt við Mánatorg, norðan við Keflavík, klukkan hálfsjö á laugardagsmorg- uninn. Ökumaður bílsins var piltur á svipuðum aldri. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en var útskrifaður þaðan samdægurs. Meiðsl hans voru ekki alvarleg. Lögreglan lýsti eftir vitnum að slysinu um helgina. Sérstaklega er óskað eftir því að sá sem var á slysavettvangi og leyfði afnot af farsíma sínum hafi samband við lögreglu. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Ekki fengust upplýsingar þar í gærkvöld um gang rannsókn- arinnar eða tildrög slyssins. Önnur stúlknanna sem lést var búsett í Garði og hin átti rætur sínar að rekja þangað. Sú sem enn liggur á Landspítal- anum er einnig úr Garðinum. Í Garðinum er fólk harmi slegið. Fjöldi fólks þaðan og úr nágranna- byggðum sótti bænastundir vegna slyssins í Útskálakirkju í Garði um helgina, bæði á laugardag og sunnudag. Vinir og félagar stúlknanna lýstu sorg sinn á sam- skiptasíðunni Facebook og vottuðu ættingjum þeirra samúð sína. Ekki er unnt að greina frá nöfn- um hinna látnu að svo stöddu. - hhs Jeppi með fjórum ungmennum lenti á ljósastaur við Keflavík á laugardaginn: Tvær átján ára stúlkur látnar og þeirri þriðju enn haldið sofandi Langþráður titill Valur fagnaði Íslandsmeist- aratitli kvenna í handbolta í fyrsta sinn í 27 ár. íþróttir 20 RÖSKIR Á SKÓFLUNUM Félagar úr Ferðaklúbbunum 4x4 rifu sig upp snemma á sunnudagsmorgni til að leggja hönd á plóginn í hreinsunar- starfinu eftir öskufallið mikla undir Eyjafjöllum. Hér taka tveir þeirra til hendinni á Seljavöllum þar sem hvað mest féll af ösku frá eldstöðinni. sjá síðu 6 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.