Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 4
4 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR TAÍLAND Rauðstakkar í Taílandi bjuggu sig í gær undir átök við lögreglu og her, eftir að Abhisit Vejajiva forsætisráðherra hafði hafnað sáttaboði þeirra, sem fólst í því að mótmælum yrði hætt ef þing landsins yrði leyst upp. Mótmælend- urnir höfðu lagt undir sig eina götu í Bang- kok og hafst þar við í 23 daga. Búist var við að stjórn- völd myndu láta sverfa í stál til að rýma göt- una. Til harðra átaka kom í götunni á fimmtudag og lét þá að minnsta kosti einn maður lét lífið, en 10. apríl höfðu 25 manns látist þegar herinn reyndi að rýma búðir sem mótmælendur hafa komið sér þar upp. „Rauðstakkarnir eru lýðræð- ishreyfing fyrst og fremst, þótt margir þeirra séu stuðningsmenn Thaksins, fyrrverandi forsætis- ráðherra,“ segir Viktor Sveinsson, sem býr í Taílandi og rekur þar ferðaskrifstofuna Óríental. „Þeir krefjast þess að núverandi stjórn, sem óneitanlega situr í skugga valdaráns hersins, fari frá völd- um.“ Thaksin Shinavatra hlaut yfir- burða kosningu árið 2001 en var hrakinn frá völdum haustið 2006 eftir langvarandi mótmæli gul- stakka. Allar götur síðan hafa svo- nefndir rauðstakkar og gulstakkar skipst á um að standa fyrir mót- mælum í landinu gegn stjórnvöld- um, allt eftir því hvort forsætis- ráðherrann hefur verið hliðhollur Thaksin eða ekki. „Gulstakkarnir eru hins vegar konungssinnar númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Viktor, sem fylg- ist vel með gangi mála í Bangkok þótt hann búi í Hua Sin, strandbæ um 200 kílómetrum suður af höf- uðborginni. Konungssinnar voru frá upp- hafi ósáttir við Thaksin, enda kom hann ekki úr röðum valda- klíkunnar í kringum konunginn eins og fyrri forsætisráðherrar höfðu gert. „Annars verður nú að segja að pólitíkin í Taílandi ristir ekk- ert ofboðslega djúpt. Stemningin skiptir oft öllu máli og fólk klæðir sig upp í afgerandi litum eftir því með hverjum það er í liði,“ segir Viktor. „Síðan bíða allir eftir því hvað herinn gerir, en hann hefur gert valdarán sautján eða átján sinnum síðan landið hætti að vera hreint konungsríki.“ gudsteinn@frettabladid.is Rauðstakkar búa sig undir ný átök Forsætisráðherra Taílands hafnar enn kröfum rauðklæddra mótmælenda um afsögn. Viktor Sveinsson, sem er búsettur í Taílandi, segir fólk bíða aðgerða hers- ins sem hafi oftsinnis gert valdarán eftir að landið hætti að vera konungsríki. STEMNING Í BANGKOK Mótmælandi hallar sér með skjöld sinn og prik innan seiling- ar. NORDICPHOTOS/AFP VIKTOR SVEINSSON Forseti endurkjörinn Heinz Fischer var í gær endurkjörinn forseti Austurríkis með nærri 80 prósent atkvæða. Næsta kjörtímabil verður sex ár. AUSTURRÍKI LÖGREGLUMÁL Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rannsakar nú málefni Eignarhaldsfélags Sam- vinnutrygginga og Fjárfesting- arfélagsins Giftar ehf. og með- ferð stjórnarmanna á fjármunum félaga. Að sögn Björns Hafþórs Guðmundssonar, sveitarstjóra Djúpavogs, er óljóst hversu miklu fé sveitarfélögin töpuðu í þess- um félögum en það má áætla með með samanburði að Djúpivogur hafi orðið af 80 milljónum króna og Vopnafjörður um 120 milljón- um. - gar Kæra tveggja sveitarfélaga: Lögreglan rannsakar Gift GRIKKLAND, AP Gríska stjórnin þarf að fá fjárhagsaðstoð frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og Evrópuríkj- um ekki síðar en 19. maí, en þá eru á gjalddaga afborganir af lánum upp á samtals 11,3 milljónir dala. „Við treystum því öll að þetta verði gert tímanlega svo við getum haldið áfram að fjármagna opin- berar skuldir Grikklands án nokk- urra vandkvæða,“ sagði George Papaconstaninou fjármálaráðherra á blaðamannafundi í Washington í gær, en þangað hafði hann komið í tengslum við ársfundi AGS og Alþjóðabankans. Hann sagði að Grikkir hefðu ekki í hyggju að láta lánin gjaldfalla og borga minna en þeim ber. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samdi við Evrópuríki um sameig- inlega aðstoð til Grikklands, sem á að hjálpa landinu að komast í gegn- um mestu erfiðleikana, sem stafa af gríðarlegri skuldasöfnun stjórn- valda undanfarin ár. Bæði Evrópusambandið og AGS gera strangar kröfur til Grikkja um að koma fjármálum ríkisins í lag, en fjöldamótmæli hafa verið nær daglegur viðburður í Grikk- landi vikum saman vegna aðhalds- aðgerða stjórnvalda, sem bitna illa á grískum almenningi. - gb Grikkland þarf nauðsynlega að fá fjárhagsaðstoð innan fjögurra vikna: Bíða láns í kappi við tímann GEORGE PAPACONSTANIONOU Fjármála- ráðherra Grikkja að loknum blaða- mannafundi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UNGVERJALAND, AP „Við getum lofað því að við munum reyna að standa undir þessu trausti,“ sagði Lajos Kosa, einn forystumanna hægri- og miðjuflokksins Fidesz, sem tryggði sér meira en tvo þriðju þingsæta í seinni umferð þingkosninga í Ungverjalandi í gær. Viktor Orban, leiðtogi flokks- ins, verður forsætisráðherra, en Sósíalistaflokkurinn, sem hefur farið með stjórn landsins undan- farin átta ár, beið afhroð. - gb Ungverjar kjósa til þings: Viktor Orban aftur til valda HEILBRIGÐISMÁL Sjúkratryggingar Íslands hafa sagt upp samningi við sjálfstætt starfandi heimilis- lækna frá og með næstu áramót- um, í því miði að lækka kostnað í heilbrigðiskerfinu. Samningarn- ir runnu út um síðustu áramót en voru framlengdir um eitt ár. Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að segja samningunum upp. Vilja lækka kostnað: Heimilislæknar samningslausir AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 23.04.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,9324 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,23 128,85 197,07 198,03 170,62 171,58 22,924 23,058 21,639 21,767 17,781 17,885 1,3717 1,3797 193,96 195,12 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Nýr Nicorette plástur fæst nú 25 mg og hálfgagnsær Nýt t! Nicorette® nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð til að auðvelda reykingafólki að venja sig af tóbaki með því að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt. Nota má forðaplásturinn einan og sér eða samtímis 2mg Nicorette lyfjatyggigúmmíi eða Nicorette innsogslyfi. Hámarksdagskammtur er 1 stk forðaplástur og annað hvort 24 stk lyfjatyggigúmm eða 12 hylki af innsogslyfi.Til að ná sem bestum árangri skal fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicorette í samráði við heilbrigðisstarfsfólk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatún 2, 210 Garðabæ. Nicorette Invisi 25 mg Er að hærri styrkleika en fyrri forðaplástrar frá Nicorette VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 23° 18° 13° 20° 17° 14° 14° 21° 17° 21° 15° 30° 8° 17° 16° 10°Á MORGUN 5-10 m/s, hvassara við S-ströndina. MIÐVIKUDAGUR NA-átt, víða 8-13 m/s. 5 4 2 4 1 0 0 1 2 5 0 8 5 8 4 6 5 6 9 16 8 7 7 6 4 4 5 8 4 3 2 6 HLÝNAR HÆGT Í dag verður hiti um frostmark á norð- austurhluta lands- ins en næstu daga má búast við að hitinn fari hægt og sígandi upp á við. Á miðvikudaginn snýst í norðaust- lægar áttir, þá léttir heldur til suðvest- anlands en þykknar upp annars staðar. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður BRETLAND, AP Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur sent Benedikt sextánda páfa afsökunarbréf eftir að minnisblað úr ráðu- neytinu, sem ekki var ætlað til birtingar, komst í fjöl- miðla. Þar eru emb- ættismenn ráðuneytis- ins að gantast með að páfinn gæti til dæmis opnað fóstureyðingarstofu, gift samkynhneigt par eða kynnt nýja smokkategund þegar hann kemur í fjögurra daga heimsókn til Bret- lands í september. Ráðuneytið fordæmir skjal- ið og segir það merki um slæma dómgreind, kjánaskap og virð- ingarleysi. Einn starfsmaður ráðuneytisins hefur verið settur í önnur verkefni. - gb Ráðuneyti biðst afsökunar: Embættismenn gengu of langt BENEDIKT PÁFI REYKJANESBÆR „Það er mikilvægt að gefa börnum færi á návist við dýrin, sérlega ungviðið. Þetta er einn af þeim þáttum sem mun framvegis gera lífið litríkara hér í Reykjanesbæ,“ sagði Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, þegar lítill húsdýragarður var opnaður í Víkingaheimum í Innri-Njarðvík á laugardag. Kálfar, lömb, kiðlingar, land- námshænur, geitur og kanínur voru meðal þeirra dýra sem hægt var að skoða í garðinum. Garðurinn var opnaður í tilefni Barnahátíðar í Reykjanesbæ en verður framvegis opinn yfir sum- armánuðina. - jma Dýragarður í Reykjanesbæ: Landnámsdýr gleðja börnin BÖRNIN HRIFIN Kiðlingar vöktu mikla lukku við opnun dýragarðsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.