Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 6
6 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR Ingigerður Guðmundsdóttir löggiltur sjúkraþjálfari Eva-Marie Björnsson löggiltur sjúkraþjálfari Steinunn Sæmundsdóttir löggiltur sjúkraþjálfari Við höfum tekið til starfa! Tímapantanir í síma 5677455 „Þau eru ekkert að gefast upp,“ segir Pálmi Jóhannsson, tengdasonur hjónanna á Seljavöllum undir Eyjafjöllum, sem er ein þeirra jarða sem hvað mest hefur orðið fyrir barðinu á öskufalli frá Eyjafjalla- jökli. Fjöldi jeppamanna úr Ferðaklúbbnum 4x4 var mættur að Seljavöllum um miðjan morgun í gær til að aðstoða heimilisfólkið við að hreinsa ösku úr garðinum við húsið og þar um kring. Við Seljavallalaug var mannskapur frá Rauða krossinum í sömu erindagjörðum. Af nógu var að taka og er enn. Sjálfboðaliðar úr ýmsum áttum létu til sín taka á þeim bæjum sem verst urðu úti. Auk félaga úr Rauða krossinum og jeppaklúbbnum 4x4 sem áður eru nefndir voru liðsmenn björgunarsveita og slökkvi- liðsmenn við störf. Pálmi segir hreinsunarstarfinu verða haldið áfram í einni eða annarri mynd. Von sé á tækjabíl frá sveitarfélaginu til að sópa betur upp í kringum bæinn. Stóra spurningin snúist nú um það hvaða áhrif askan hefur á ræktarlandið. „Það verður gaman að sjá hvað gerist ef það rignir svolítið hressilega, hvort askan fer ofan í jarðveginn eða verði að steypu. Það er erfitt að segja hvað verður en lík- legast verður að plægja það. En það verður þá varla mikil grasræktun í sumar,“ segir Pálmi sem þó bendir á að tún Seljavalla neðan þjóðvegar hafi sloppið miklu betur frá öskufallinu sem hafi verið margfalt meira upp í dal þar sem bærinn stendur. „Það fóru jarðfræðingar hérna upp á heiði og sögðu að gras væri strax farið að koma upp úr öskunni þar.“ Á Seljavöllum búa hjónin Grétar Óskars- son og Vigdís Jónsdóttir. Þau stunda fyrst og fremst kúabúskap. Við komum bara hérna að kíkja á þau og létta þeim lund- ina,“ útskýrir Pálmi sem aðspurður kveð- ur kýrnar á Seljavöllum allar á fjósi. „Þær eru bara slakar en það verður að koma í ljós hvernig haginn tekur við sér. Það gæti þurft að hafa skepnurnar inni fram á sumar.“ gar@frettabladid.is Rísa úr öskunni undir Eyjafjöllum Yfir eitt hundrað sjálfboðaliðar tóku þátt í að hreinsa ösku frá bæjum undir Eyjafjöllum í gær. Jeppamenn, björgunarsveitarfélagar og liðsmenn Rauða krossins voru þar á meðal. Það verður ekki gefist upp, segir Pálmi Jóhannsson, tengdasonur hjónanna á Seljavöllum. BURT MEÐ ÖSKUNA Slökkviliðsmenn spúluðu þetta hús sem stendur við afleggjarann að Seljavöllum. Á ÞORVALDSEYRI Búskap hefur verið slegið á frest á Þor- valds eyri en hreinsunarstarfið hélt þar áfram í gær. VIÐ SELJALAUG Fólk frá Rauða krossinum þreif af krafti í kringum sundlaugina. GRÉTAR ÓSKARSSON OG JÓHANNA VIGDÍS PÁLMADÓTTIR Bóndinn á Seljavöllum leiðir dótturdóttur sína gegnum öskusvart bæj- arhlaðið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI Ekkert sást til gosmökksins úr Eyjafjallajökli í gærdag, hvorki ofan né neðan frá, að sögn sérfræð- inga Veðurstof- unnar og Jarð- vísindastofnunar Háskóla Íslands. Mökkurinn var hulinn skýjum en samkvæmt mælum Veðurstof- unnar er gosóró- inn svipaður og verið hefur undan- farna daga og engin merki um að gosi sé að ljúka þótt umfang gos- mökksins hafi undanfarna daga farið dvínandi. Hraun rennur í vesturátt og bræðir jökulinn en ekki er talin hætta á flóðum þar sem vatnið nær ekki að safnast saman heldur streymir sífellt áfram eftir árfarvegum. Líklegt er talið að hraun- streymi hafi hafist á hádegi á miðvikudag og því til viðmiðunar er tekið vatnsrennsli niður Gígjökul sem varð þá samfleytt og gufu- myndun sást eftir hádegi þann dag við norðurjaðar sigketils. - jma Hraunið rennur í vesturátt en ekki hætta á flóðum: Gosóróinn svipaður og undanfarna daga GOSMÖKKUR HULINN SKÝJUM Ekkert sást til gosmökks- ins úr Eyjafjallajökli í gærdag. MYND/MAGNÚS TUMI Mánudagur 26. apríl: Suðaust- anstrekkingur og dálítil rigning á Suður- og Vesturlandi. Gosaska berst til vesturs og norðvesturs frá eldstöðinni en úrkoman dregur úr öskumistri. Þriðjudagur 27. apríl: Austlæg átt. Líklega öskumistur yfir Suður- og Suðvesturlandi. Miðvikudagur 28. og fimmtudagur 29. apríl: Norð- austanátt og öskumistur berst einkum í suðvestur af eldstöðinni. Öskuspá FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.