Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 10
10 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR Það er ein af niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþing- is að alvarlegir veikleikar hafi verið í íslenskri stjórn- sýslu og stjórnsiðir hafi verið óvandaðir í aðdrag- anda bankahrunsins. Vinnu- hópur um siðferði og starfs- hætti fjallar sérstaklega um þetta atriði og greinir vand- ann niður af nákvæmni. Árið 2006 setti Alþingi á fót nefnd sem átti að vera vettvangur upp- lýsingaöflunar og skoðanaskipta varðandi fjármálalífið. Átti þessi hópur að vera í fararbroddi ef blikur væru á lofti og koma með tillögur. Hópurinn var samansett- ur af fulltrúum frá Fjármálaeft- irlitinu (FME), Seðlabankanum (SÍ) auk þriggja ráðuneytisstjóra frá forsætis-, viðskipta- og fjár- málaráðuneytinu. Samráðshópur- inn brást þessu hlutverki sínu og er lýsandi dæmi um galla innan stjórnsýslunnar, segir í greiningu hópsins. Skortur á frumkvæði og ábyrgð Fjölmargir þeirra sem komu fyrir rannsóknarnefndina lýsa því að stjórnvöld töldu sig skorta vald- heimildir til að taka hart á bönk- unum. Í raun bendir hver á annan. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra, sagði fyrir nefndinni að samráðshópurinn hafi aldrei kall- að eftir ákvörðunum frá stjórn- völdum, enda „ekkert þarna í valdi stjórnvalda að mínum dómi“, eins og Geir orðaði það. Hann sagði að FME hefði skort lagaheimild- ir til að grípa inn í starfsemi fjár- málafyrirtækja og það hafi verið á könnu viðskiptaráðuneytisins að bæta úr því. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanrík- isráðherra, hafði svarað því til í sjónvarpsviðtali að hún væri bara stjórnmálamaður og þeir yrðu að reiða sig á eftirlitsaðilana. Hún vildi meina að SÍ hefði frum- kvæðisskyldu gagnvart stjórn- völdum um styrkingu bankakerf- isins. Davíð Oddsson sagði hvergi minnst á SÍ í lögum um fjármála- fyrirtæki og benti á FME. For- stjóri FME sagði hins vegar fyrir nefndinni að ekkert hefði komið frá stjórnvöldum um „eftir hvaða aðferðum ætti að vinna“. Þessa hringekju skýra nefnd- armenn að hluta með þeirri stað- reynd að málefni bankanna voru sáralítið rædd á ríkisstjórnar- fundum, eins og oddvitar stjórnar- flokkanna og Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra vitnuðu öll um fyrir nefndinni. Sjálfstæði/ofríki Einn er sá þáttur sem vinnuhóp- urinn telur að rannsaka verði sér- staklega, enda sé um alvarlega misfellu í stjórnsýslunni að ræða. Embættismenn, sem ekki vildu koma fram undir nafni, lýsa því að ráðherrar kæri sig lítið um faglegt sjálfstæði innan stjórn- sýslunnar og þeir líti jafnan á stofnanir sem undir þá heyra sem framlengingu af ráðuneytinu „og vilji að embættismenn og starfs- menn stofnana lúti pólitísku valdi sínu“. Eins kemur fram í skrifum vinnuhóps um siðferði og starfs- reglur að sumir embættismenn hafi sérkennilega mikið sjálfstæði gagnvart stjórnmálamönnum og framganga þeirra einkennist af ofríki. Stjórnsýslan, eins og hún birtist nefndinni, einkennist oft á tíðum af því að vera pólitískur vettvangur þar sem keppt er um áhrif. Það gangi hins vegar þvert á þá fagmennsku sem þar ætti að ráða ríkjum. Pólitískar ráðningar Eitt höfuðmein íslenskrar stjórn- sýslu eru pólitískar ráðningar, að mati vinnuhópsins. Þar má finna ástæðuna fyrir ofríki embættis- manna gagnvart stjórnmálamönn- um sem fyrr var lýst. Ráðning Davíðs Oddssonar sem seðla- bankastjóra er tekin sem dæmi um alvarlegar afleiðingar pólit- ískra ráðninga í atburðarásinni fyrir fall bankanna. Ljóst er að mikil tortryggni og vantraust var ríkjandi í stjórnkerf- inu á þeim tíma sem taka þurfti afdrifaríkar ákvarðanir. Það varð þess valdandi að samskipti voru óeðlileg innan ríkisstjórnarinnar og milli hennar og lykilstofnana. Þetta torveldaði lykilmönnum að vinna sína vinnu með þeim hætti sem hægt var að ætlast til. Skortur á fagmennsku Nefndarmenn segja það ekki síst skera í augun hversu lítið var gert til að undirbúa ákvarðanir með nákvæmum upplýsingum um stöðu mála. Dæmi um slíkt er hin afdrifaríka ákvörðun um yfirtöku Glitnis án útreikninga eða mats á áhrifum slíkrar ákvörðunar á aðra banka. Vinnubrögðin innan stjórn- sýslunnar kristallast í því að lítið sem engin gögn eru til um mikil- væg mál, eins og Glitnisyfirtök- una. Vantraustið á milli manna birtist í þessu atriði og óttinn við að viðkvæmar upplýsingar myndu leka út. Þessi skortur á skráningu og skjalafærslu dregur úr gagn- sæi í stjórnkerfinu og hamlar þar með lýðræðislegum stjórnarhátt- um. Ein skýring á slælegri gagna- færslu kann að vera sú að stjórn- mála- og embættismenn gera ekki ráð fyrir því að þurfa að gera grein fyrir ákvörðunum sínum síðar meir, segir í skýrslunni. Svo virð- ist einnig að skortur á skriflegum gögnum tengist líka kunningja- sambandi manna innan stjórnsýsl- unnar. Óttinn við að valda áfalli Skortur á fagmennsku og óform- leg vinnubrögð telur nefndin lýsa óeðlilegri samstöðu á milli eftir- litsaðila og þeirra sem ber að hafa eftirlit með. Vegna þessa varð til meðvirkni sem má skýra með því að allir voru hræddir um að ef hið sanna kæmi í ljós gæti það eitt og sér valdið falli bankanna. Enginn vildi bera ábyrgð á því og fyrir vikið myndaðist samtryggingará- stand um að láta sem allt væri með felldu. „Óttinn við að valda áfalli afhjúpar einkennilega stöðu innan íslenska stjórnkerfisins í aðdrag- anda bankahrunsins. Annars vegar er óttinn til marks um það að menn viti hve alvarleg staðan er; hins vegar gerir hann það að verkum að menn veita ekki réttar upplýs- ingar og stuðla þar með í raun að því að ástandið versnar“, segir í skýrslunni. Þessi ótti við að valda áfalli segja nefndarmenn að hafi valdið „pólit- ískri lömunarveiki“. Stjórnmála- menn og embættismenn standa frammi fyrir bankakerfi sem leyft hafði verið að vaxa langt umfram getu stjórnvalda til að ráða við það. Kjarkleysi og skortur á frum- kvæði einkenna viðbrögð þeirra sem mesta ábyrgð báru. Niðurstaða vinnuhópsins er að skýringa sé að hluta að leita í slæmri embættis- færslu og vanþroskuðum stjórns- iðum. Hins vegar liggi ábyrgðin á því hvernig haldið var á málum í stjórnkerfinu þó fyrst og síðast hjá oddvitum stjórnarflokkanna, helstu fagráðherrum og ráðuneyt- isstjórum. svavar@frettabladid.is Alvarlegir veikleikar í stjórnsýslunni GEIR OG INGIBJÖRG Í NÓVEMBER 2008 Óttinn við að valda áfalli olli „pólitískri lömunarveiki“ er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Kjarkleysi og skortur á frumkvæði hafi einkennt viðbrögð þeirra sem mesta ábyrgð báru. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ■ Efla þarf fagmennsku og stórbæta vinnubrögð innan stjórnsýslunnar, svo sem með vandaðri gagnafærslu og skýrari boðleiðum milli embættis- manna og stjórnmálamanna. ■ Stjórnmálamenn og embættis- menn þurfa að setja sér siða- reglur sem draga fram og skerpa þá ábyrgð og þær skyldur sem felast í störfum þeirra ■ Efla þarf þá hugsun meðal stjórnmálamanna að starf þeirra er öðru fremur þjónusta við almannaheill. ■ Takmarka þarf pólitískar ráðn- ingar innan stjórnsýslunnar við aðstoðarmenn ráðherra, eins og kveðið er á um í lögum. ■ Skerpa þarf ákvæði um ráðherraábyrgð, svo sem með því að skýra upplýsingaskyldur ráðherra gagnvart Alþingi og ríkisstjórn. Stjórnsýsla - Lærdómar FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.