Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 16
 26. apríl 2010 MÁNUDAG-2 VORHREINSUN Í GÖRÐUM er á næsta leiti. Endurvinnslu- stöðvar Sorpu taka við garðaúrgangi frá einstaklingum höfuðborgar- svæðisins þeim að kostnaðarlausu, hámarks stærð farms 2m3. Hægt er að minnka rúmmál greina með því að búnta þær saman eða kurla. Kindur, lampar og listaverk úr þurrkuðu og verkuðu grasi. Þýska fyrirtækið Grassland gæðir gamalt gras nýju lífi. Grassland býr til hin skemmti- legustu verk úr gömlu grasi, þar á meðal kind- ur með gras í stað ullar, graslampa- skerma og gras- hnoðra sem mynda skemmti- lega stemn- ingu. Grassland var stofnað árið 2005 en grasverkin byggja á margra ára rannsóknum þar sem gras var ræktað, þurrkað, verkað og varið svo það yrði nothæft í hin ýmsu verk. Gamalt gras sem nýtt Kind með gras í stað ullar. Sem dæmi um hve framúrskarandi hönnun Vico Magistretti þykir má nefna að MOMA, Museum of Modern Art í New York á 15 hluti eftir Magistretti. Magistretti hannaði stóla, lampa, borð, hillur og fleira til og þekktustu ítölsku hönn- nunarfyrirtækin sáu um framleiðsluna og eru mörg verka hans enn framleidd hjá til að mynda Kartell, Cassina og O-Luce. Ljós og lampar Magistretti þykja einstök þar sem þau eru afar klassísk og einföld í útliti en sýna samt að hönnuðurinn leyfði sér alltaf að leika af fingrum fram sem gerir allt sem kom frá Magistretti frumlegt og á ein- hvern hátt öðruvísi. Magistretti var einn fyrsti ítalski hönnuður- inn sem notaði plastið í húsgögn sín og plaststóll hans, Selene, frá árinu 1969, er einn fyrsti ítalski stóllinn sem er allur úr plasti og þekktur um allan heim í dag. Íslendingar þekkja mörg verk Mag- istrettis þar sem þau hafa fengist í verslunum hérlendis í gegnum tíðina sem selja ítalska hönnun. juliam@frettabladid.is Ítalskur leikur með ljós Ítalski húsgagnahönnuðurinn Vico Magistretti hefði orðið níræður á þessu ári en hann lést árið 2006. Magistretti var einn áhrifamesti hönnuður 20. aldarinnar og skilaði af sér verkum allt undir það síðasta. Loftljós Magistrettis eru mjög fáguð og formsterk. Þetta kallast Snow. Magistretti hannaði nokkra stóla um ævina og þessi er þeirra frægastur; Selena-stóllinn frá árinu 1969. Magistretti var hrifinn af hlutum sem eru sveigjanleg í notkun og útliti eins og Eclipse-lampinn sem hægt er að snúa og stjórna ljósbirtunni. Einn frægasti lampi síðari tíma, Atollo, er Íslendingum að góðu kunnur. Lamp- inn var hannaður af Magistretti árið 1977 og framleiddur af O-Luce. Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Gleðilega sumarskó! Tegund: 2211301 Efni. leður og skinnfóður Stærðir: 37 - 41 Verð: 13.950.- Tegund: 504702 Efni: leður og skinnfóður Stærðir: 36 - 41 Verð: 13. 950.- Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Dagskrá vikunnar Rauðakrosshúsið Allir velkomnir Mánudagur 26. apríl Börn og náttúruhamfarir - Að tala við börn og veita þeim stuðning þegar áföll dynja yfir. Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur. kl.12-13 EFT og djúpslökun - Umbreyttu heftandi viðhorfum með EFT tækninni. Umsjón: Viðar Aðalsteinsson, EFT sérfræðingur. kl.14:30-16:30 Barnið komið heim - Annar hluti af sex. Lokað! kl.17-19 Þriðjudagur 27. apríl Qi–Gong kl. 12-13 Gönguhópur kl. 13-14 Íslenskuhópur kl. 13-14 Vinnum saman - Ný viðhorf (Býflugurnar) kl. 14-16 Skiptifatamarkaður /Barnaföt kl. 16-18 Miðvikudagur 28. apríl Tölvuaðstoð kl. 13.30-15.30 Áhugasviðsgreining kl.14-16 Lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur kl. 14-16 Briddsklúbbur kl.14-16 Hjólað í vinnuna er fyrir alla - Líka atvinnuleitendur - Undirbúningur hjólanna og myndun liða sem hjóla í virknina. kl.12-13 Fimmtudagur 29. apríl Fluguhnýtingahópur kl. 12-13:30 Saumasmiðjan kl. 13-15 Þýskuhópur kl. 14-15 Jóga kl. 15-16 Gönguhópur kl. 12.30-13.30 Hláturjóga kl. 15:30 -16:30 Áfall í fjölskyldum - Það að missa barn - Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur fjallar um þá þætti sem hafa áhrif á sorgarúrvinnslu foreldra og systkina. kl. 12:15-13:15 Psychosocial support - In English - Sálrænn stuðningur á ensku. kl.13:30-15 Föstudagur 30. apríl Prjónahópur kl. 13-15 Enskuhópur kl. 14-15 Skákklúbbur kl. 15:30-17 Innanlandsstarf Rauða kross Íslands - Hvað gerir Rauði krossinn hér á landi? kl.14-14:30 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Föstudaga Þessi týpa kallast Atollo 233 en algyllt útgáfa af lampanum Atollo kom á markað árið 2007 á þrjátíu ára afmæli hans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.