Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 18
 26. APRÍL 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Það hvín í borvélum og hvers kyns árafærum þegar stigið er inn í nýbygginguna við Suður- landsbraut 66. Hér er hjúkr- unarheimili risið á vegum ríkis og borgar og iðnaðarmenn í hinum ýmsu greinum keppast við að koma því í fullkomið horf fyrir haustið. „Það er mikið að gerast í þessu húsi enda verðum við að halda vel áfram,“ segir Gunnar Sigurðsson verkefnisstjóri og sýnir Frétta- blaðsfólki fúslega hið nýja stórhýsi í Safamýrinni. Hæðirnar eru fjór- ar, auk kjallara sem mun meðal annars hýsa skrifstofur, eldhús, sjúkra- og iðjuþjálfun ásamt hár- greiðslustofu. Hæð eitt, tvö og þrjú eru nánast allar eins nema hvað útsýnið úr gluggunum víkkar að sjálfsögðu og verður tilkomumeira eftir því sem ofar dregur. Þrjátíu hjúkrunarrými með snyrtingum verða á hverri þeirra en tuttugu á þeirri fjórðu. Á hverri hæð verða svo borðstofur og nokkrar setustof- ur þar sem hægt verður að koma saman, taka í spil eða handavinnu og horfa á sjónvarpið. Íbúar hússins munu líka geta notið útivistar á góðviðrisdögum því stórar svalir eru bæði til suð- austurs og norðvesturs á hverri hæð og pallur með gróðri og gang- brautum snúa einnig mót norð- vestri á fyrstu hæðinni. Allar hurðir og innréttingar eru smíðaðar hjá TH ehf. á Akranesi og Ísafirði og starfsmenn þess eru í óða önn að setja tréverkið upp. Það er arkitektastofan Yrki sem teiknaði húsið og Landslag ehf. sér um hönnun umhverfisins í kring en fyrirtækið Já verktakar er að- alverktaki framkvæmdanna. - gun Mikið að gerast í þessu húsi Landslag ehf. hefur með lóðina að gera. Við suðausturhlið hússins er kominn þessi myndarlegi grjótveggur. Gunnar Sigurðsson hefur umsjón með verkinu fyrir hönd framkvæmdasýslu ríkisins. Bak við hann á að verða inngangur í húsið. Hjúkrunarheimlið setur sterkan svip á Safamýrina. Listrænn arkitektúr við stigann. Atli Þór Agnarsson með hálfan hurðar- karm á öxlinni. Hann vinnur hjá fyrirtækinu TH sem sér um tréverk- ið í húsinu. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /P JE TU R Sveinbjörn Logi og Jón, starfsmenn Já verktaka, mæla fyrir handriðsfest- ingum við stigann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.