Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 40
20 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Parketlakk Ný vara á góðu verði Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Valur og Akureyri mætast í hreinum úrslitaleik í kvöld um sæti í úrslit- um N-1 deildar karla. Valur vann annan leik liðanna á laugardags- kvöld, 25-31. „Við höfðum sex tíma rútuferð til að skemmta okkur. Það var ekkert svo slæmt. Við átum mikið nammi og horfðum á gott grín, Ace Ventura og svona klassík,“ sagði Sigurður Eggerts- son um undirbúninginn fyrir leikinn. „Það er svo gaman að spila fyrir fullu húsi, þetta var æðis- legt. Ég væri til í að spila næsta leik hérna líka, það er aldrei neinn í Valsheimilinu. Kannsksi kem ég bara norður næst?“ sagði Sigurður glettinn. „Við erum með miklu meiri metnað en það að detta úr hér og mér finnst við vera með miklu betra lið en Akureyri.“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var aftur á móti mjög ósáttur með dómgæsluna í leiknum. „Broddur- inn var tekinn úr liðinu með því að henda mönn- um útaf fyrir ekki neitt. Það er óþolandi þegar menn geta pantað svona dómgæslu. Það var ekkert samræmi í þessu. Þetta á ekkert skylt með handbolta, þessi dómgæsla. Valsarar hentu sér í gólfið og þessi lélegi leikaraskapur sást langar leiðir. Dómararnir féllu í gryfjuna og við vorum ekki nógu klókir að bregðast við þessu. Svo var sóknin okkar mjög slök, en mínir menn spiluðu ekki nógu vel í leiknum,“ sagði Rúnar. Haukar eru komnir í úrslitin eftir sigur á HK á laugar- daginn, 21-19. Haukar voru með leikinn í sínum höndum allan tímann þar til undir lokin en HK jöfnuðu er tvær mínútur voru eftir. Haukamenn voru með taugarnar í lagi og kláruðu dæmið. „Við ætlum að klára þetta með stæl. Þetta lítur mjög vel út eins og staðan er í dag, við erum handhafar allra titla á Íslandi þannig að við getum kórónað frábært tímabil með því að klára þetta dæmi. Að sjálfsögðu gerum við það, við ætlum að klára þetta,“ sagði Elías Már Halldórsson, leikmaður Hauka, eftir leikinn á laugardaginn. ÚRSLITAKEPPNI N1-DEILDAR KARLA: ODDALEIKUR HJÁ VAL OG AKUREYRI EN HAUKAR Í ÚRSLITIN EFTIR SIGUR Á HK Átum nammi og horfðum á Ace Ventura í rútunni N1-deild kvenna Úrslitakeppni, lokaúrslit, 4. leikur: Fram - Valur 23-26 (22-22, 9-12) Mörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 10/3 (17/5), Pavla Nevarilova 4 (4), Guðrún Þóra Hálfdáns- dóttir 4 (8), Stella Sigurðardóttir 2 (12), Marthe Sördal 1 (1), Anna María Guðmundsdóttir 1 (1), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4) Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15. Hraðaupphlaup: 5 (Guðrún 3, Karen, Anna) Fiskuð víti: 5 (Guðrún 2, Karen Ásta, Marthe) Utan vallar: 6 mín. Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 12/7 (19/7), Íris Ásta Pétursdóttir 4 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (7), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6) Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 19/1. Hraðaupphlaup: 2 (Hildigunnur, Ásta) Fiskuð víti: 7 (Anna Úrsúla 2, Arndís, Rebekka, Hrafnhildur, Hildigunnur, Katrín A.) Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Misstu oft tökin á leiknum. Valur vann einvígið, 3-1. Lengjubikar karla Fram - Breiðablik 2-2 (1-1) 0-1 Hjálmar Þórarinsson (21.), 1-1 Rafn Andri Haraldsson (45.), 1-2 Olgeir Sigurgeirsson (106.), 2-2 Kristinn Ingi Halldórsson (117.). Breiðablik vann eftir vítaspyrnukeppni, 6-5. Valur - KR 0-3 (0-1) 0-1 Mark Rutgers (41.), 0-2 Björgólfur Takefusa (49.), Kjartan Henry Finnbogason (65.). Breiðablik og KR mætast í úrslitum. Upplýsingar fengnar af Fótbolti.net. N1-deild karla Umspilskeppni, undanúrslit, 2. leikur: ÍBV - Afturelding 23-30 Afturelding vann einvígið, 2-0. Víkingur - Grótta 26-29 Grótta vann einvígið, 2-0. ÚRSLIT HANDBOLTI „Þetta er geðveikt og það er alltaf skemmtilegast að vinna svona jafna leiki og miklu sætara en að vinna með tíu mörk- um eða eitthvað. Ég gat ekki einu sinni talað hérna fyrstu tíu mín- úturnar eftir að þessu lauk, ég var bara gjörsamlega búin á því,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir Íslandsmeistari, eftir að lið hennar tryggði sér titilinn í gær. Hrafn- hildur átti stórleik í gær og var lang markahæst í liði meistaranna með tólf mörk. „Það er nauðsynlegt að sýna hörku og þeir spila líka hart. Þær eru alveg í andlitinu á okkur, mun- urinn er bara að þær væla meira. Við stöndum af okkur en ekki þær. Við unnum tvo langerfiðustu titl- ana og þetta er búið að vera frá- bært tímabil hjá okkur. Mér finnst þetta alveg yndisleg tilfinning,“ sagði Hrafnhildur skælbrosandi í leikslok. „Það var stórkostlegt að klára þetta því það hefði verið mjög erf- itt að þurfa spila annan leik þannig að ég er gríðarlega ánægður með það. Við spiluðum frábæran varn- arleik, sérstaklega í fyrri hálfleik, og það gaf okkur góða forystu. Karen Knútsdóttir reyndist okkur ansi erfið í síðari hálfleik og við lentum undir í framlengingunni en við komum til baka og kláruðum dæmið, ég er gríðarlega ánægður með það,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir að hafa tekið á móti verðlaunum sínum í gær. Stef- án hefur átt góðu gengi að fagna með liði sínu en Valsliðið varð einnig deildarmeistari í vetur. „Þessi titill er frábær en deild- armeistaratitillinn er stór og það voru 24 leikir svo ég var mjög ánægður að vinna hann. Þetta er bara búið að vera frábært tíma- bil,“ bætti Stefán við. Mikið var talað um eftir leik að hans lið hafi spilað grófan handbolta og lið hans jafnvel komist upp með of mikið í leiknum, hann var ekki sammála því. „Ég er algjörlega ósammála því að við séum að spila gróft. Við erum ekki gróft lið og ég er búinn að þurfa að hlusta á þetta í allan vetur. Þetta var bara harður leikur og bæði lið spiluðu fast en þannig eru líka úrslitaleikir um Íslands- meistaratitilinn. Mér fannst leið- inlegt að Stella Sigurðardóttir gat ekki klárað leikinn vegna meiðsla, enda frábær leikmaður og það atvik var það eina sem skyggði á þennan frábæra handboltaleik hér í dag,“ sagði Stefán að lokum. - rog Valur Íslandsmeistari eftir 27 ára bið Í gær tryggðu Valsstúlkur sér langþráðan Íslandsmeistaratitil en liðið sigraði Fram 26-23 í framlengdum leik sem fram fór í Safamýrinni. Hart var barist fram á síðustu stundu og stemningin í höllinni var frábær. BIKARINN Á LOFT Berglind Íris Hansdóttir, fyrirliði og markvörður Vals, átti stórleik í gær og tók við langþráðum sigurlaunum eftir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég gat ekki einu sinni talað hérna fyrstu tíu mínúturnar eftir að þessu lauk, ég var bara gjörsamlega búin á því. HRAFNHILDUR ÓSK SKÚLADÓTTIR LEIKMAÐUR VALS > Aron og Heiðar skoruðu Aron Einar Gunnarsson og Heiðar Helguson voru báðir á skotskónum með liðum sínum í ensku B-deildinni um helgina. Heiðar lagði upp eitt og skoraði annað í 3-0 sigri Watford á Reading en Gylfi Sigurðsson var eini Íslendingurinn hjá Reading sem kom við sögu í leiknum. Þetta var afar mikilvægur sigur hjá Watford sem tryggði sæti sitt í deildinni með sigrinum. Þá skoraði Aron Einar eina mark sinna manna í Coventry í 1-1 jafnteflisleik gegn Middles- brough. HANDBOLTI „Ég er gríðarlega sátt- ur við stelpurnar, umgjörðin frá- bær og liðið að spila mjög vel. Við brugðumst mjög vel við þegar Stella Sigurðardóttir er rotuð í leiknum. Hún fékk heilahristing enda bara kýld köld. Mér fannst lélegt að sjá Hrafnhildi Skúladótt- ur standa yfir henni hlæjandi eftir að hafa rotað hana. En við sýndum mikinn karakter og ég er gríðar- lega stoltur af stelpunum,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir úrslitarimmu Fram og Vals. „Mér hefur aldrei fundist brotið eins mikið á mér á ævinni. Það eru leikmenn uppi á sjúkrahúsi leik eftir leik og ég skil ekki hvernig hægt er að komast upp með það að kýla andstæðinginn í andlit- ið og ekkert er dæmt. Gísli Hlyn- ur Jóhannsson og Hafsteinn Ingi- bergsson voru ömurlegir vægast sagt en finnst þeir þó hafa stað- ið sig hvað best af dómurunum í vetur,“ bætti Einar við. „Berglind Íris er búin að vera frábær í þessum einvígum og hún ásamt dómurunum kláruðu þessa rimmu. Okkur var bara ýtt út og ég er ekki einn á því máli. Bara í þessum leik liggja tveir leikmenn eftir að hafa verið kýldir í andlitið og í síðasta leik var það sama upp á teningnum. Þær eru bara barðar í and- litið aftur og aftur og við berum ummerki þess. En þetta virð- ist duga og á meða n menn kom- ast upp með það þá hlýtur það að virka,“ sagði Einar. Hrafn- hildur Ósk Skúladóttir, leikmað- ur Vals, sendi Einari tóninn eftir leik og sagði að nú væri ljóst hvort liðið væri betra. „Ég get bara sagt þér það að ég ætla ekki að horfa einu sinni enn framan í smettið á þessum þjálfara Fram og hlusta á hann segja að þær séu betri, bara aldrei aftur. Nú jarð- aði ég hann, nú er þetta komið og éttu það, Einar.“ - rog Einar Jónsson, þjálfari Fram, var alls ekki sáttur við dómgæsluna í úrslitaeinvíginu gegn Val: Berglind og dómararnir kláruðu einvígið ÓSÁTTUR ÞJÁLFARI Einar Jónsson, þjálfari Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Helgi Jónas Guðfinns- son hefur verið ráðinn þjálfari körfuboltaliðs Grindavíkur til næstu þriggja ára. Þetta var til- kynnt á lokahófi liðsins nú um helgina en Friðrik Ragnarsson hefur þjálfað liðið undanfarin ár. - esá Þjálfaramál Grindavíkur: Helgi tekur við

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.