Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 46
26 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SJÓNVARPSÞÁTTURINN LÁRÉTT 2. hvetja, 6. í röð, 8. bók, 9. farfa, 11. tveir eins, 12. fáni, 14. yfirstéttar, 16. rás, 17. klæði, 18. kvabb, 20. fyrir hönd, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. helminguð, 3. tveir eins, 4. vits- munamissir, 5. sigað, 7. geðtruflaður, 10. skítur, 13. gifti, 15. dreifa, 16. espa, 19. tveir eins. LAUSN „Uppáhalds- sjónvarps- efnið mitt eru fréttir, fréttatengdir þættir og heimildar- myndir. Þess- ar vikurnar fylgist ég dolfallin með David Attenbor- ough í Lífinu á mánudagskvöld- um á RÚV. Að öðru leyti er ég lítið gefin fyrir sjónvarpsgláp og sofna ósjaldan yfir misgóðum þáttum – án eftirsjár.“ María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á RÚV. Kron hefur hannað skó fyrir vetr- arlínu tískuhússins Rue de Mail í París, en þar er Martine Sitbon yfirhönnuður. Fjöldi stórstjarna hafa klæðst flíkum frá Rue de Mail og má þar á meðal nefna leik- konurnar Cate Blanchet, Kirsten Dunst og Scarlett Johansson auk fyrirsætunnar Kate Moss og for- setafrú Frakklands, Cörlu Bruni. Hugrún Árnadóttir, hönnuður og annar eigandi Kron, hannaði skóna ásamt manni sínum, Magna Þorsteinssyni. „Þetta er franskt tískuhús og var Martine Sitbon meðal annars yfirhönnuður hjá Chloé áður en hún gerðist yfirhönnuður Rue de Mail. Hún er mjög þekktur hönn- uður og þá sérstaklega í París en hefur ávallt forðast sviðsljósið,“ segir Linda Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, en hún starfar einnig sem textílhönnuður fyrir Rue de Mail. Linda er systir Hugrúnar og svar- aði fyrir þau hjónin þar eð þau voru erlendis. Skórnir nefnast Kron by Kron Kron for Rue de Mail og voru frumsýndir á tískuvikunni í París í mars síðastliðnum og verða fáanlegir í verslunum frá og með ágúst. „Þetta er gott tæki- færi fyrir þau og í raun er þetta aðgangsmiði inn í allar frægu og fínu merkjaverslanir líkt og Barneys í New York og þannig ná þau einnig til annars mark- hóps en þau hafa gert. Skórnir eru ekki ósvipaðir þeim sem þau hafa verið að hanna hingað til, þetta er mikið sama form en verð- ur í öðrum litum.“ Að sögn Lindu verða skórnir einnig fáanlegir hér á landi og því hafa íslenskir fagurkerar án efa til einhvers að hlakka. sara@frettabladid.is LINDA ÁRNADÓTTIR: KRON HANNAR FYRIR FRANSKT TÍSKUHÚS Aðgangsmiði í fínar og frægar merkjaverslanir Í ÚTRÁS Hjónin Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson hafa slegið í gegn með hönnun sinni. Þau hanna nú skó fyrir franska tískuhúsið Rue de Mail. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Auglýsingasími Allt sem þú þarft… „Ef þetta heldur áfram breyti ég um númer. Þetta getur verið mjög pirrandi, sérstaklega þegar ég er vakin á næturnar,“ segir fyrir- sætan Kristrún Ösp Barkardótt- ir. Kristrún hefur orðið fyrir miklu ónæði í gegnum síma und- anfarið sem endaði á því að hún lét fela nafn sitt á Já.is í síðustu viku. Kristrún hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið vegna sambands hennar og fótbolta- hetjunnar Dwight Yorke og hún býst við að sú athygli hafi orðið til þess að símadólgarnir láti hana ekki í friði. „Ég er búin að vera með þetta númer lengi, þetta er fyrsta núm- erið sem ég fékk mér þannig að ég er ekki að fara að breyta því strax,“ segir Kristrún. „En ónæð- ið er búið að vera mikið upp á síð- kastið. Það er verið að hringja úr leyninúmeri og bulla. Svo hef ég fengið mörg sms af Já.is.“ Eru dónar að hringja? „Já, mjög mikið af þeim (hlær).“ Önnur fyrirsæta, Krist- ín Lea Sigurðardóttir, hefur einnig lent í ónæði undanfarið, en hvorki svo miklu né alvarlegu að hún hafi íhugað að fela nafn sitt á Já.is. „Ég fékk símtal um daginn og nokkur sms frá Síminn.is,“ segir Kristín. „Þeir voru bara að bulla, einhverjir dónar.“ - afb Símadólgar áreita fyrirsætur „Við komum með okkar móral inn í þetta og staðurinn er orðinn mun vinalegri en hann var,“ segir pókerkóngurinn Davíð Rúnars- son, eða Dabbi Rú. Dabbi og Valur Heiðar Sævarsson hafa tekið við pókerstaðnum Casa í Aðalstræti. Dabbi segir þá félaga boða miklar breyting- ar á staðnum, bæði útlitslegar og félagsleg- ar. „Við erum búnir að teppaleggja og kaupa fína og fagra muni þannig að staðurinn er orðinn heimilislegri en áður,“ segir hann. „Það er allt önnur stemning í húsinu. Ég setti mér takmark að breyta henni innan tveggja mánaða, en það er strax annað andrúmsloft í húsinu.“ Dabbi er ánægður með samstarfið við Val, sem gerði það gott á árum áður með hljóm- sveitinni Buttercup. „Ég gleðst yfir því að hafa prinsessuna mér við hlið,“ segir hann. „Svo ég tali ekki um það að ég hafi skotið Butter-gamla upp á stjörnuhimininn á ný. Ég á hann skuldlaust í dag. Meira dót gerði það á sínum tíma en Dabbi Rú gerir þetta í dag.“ Karlmenn eru meirihluti þeirra sem spila póker í dag, en Dabbi segir hann og Val reyna að breyta því. „Þær hafa alltaf verið að detta aðeins í mótin en við höldum líka sérstök píupókermót,“ segir Dabbi í lauflétt- um dúr. „Við erum jafnréttissinnar, ég og Valur. Stelpur geta gert meira en að vaska upp og búa um rúmin. Þær geta alveg próf- að að spila póker – við munum hirða af þeim peninginn en þær geta verið með.“ - afb Kóngurinn og prinsessan taka við Casa HEIMILISLEGT Á CASA Dabbi Rú segir andrúmloftið á pókerstaðnum Casa mun vinalegra en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÓNÆÐI Óprúttnir símadólgar hafa áreitt Kristrúnu Ösp undanfarið. LÁRÉTT: 2. örva, 6. áb, 8. rit, 9. lit, 11. tt, 12. flagg, 14. aðals, 16. æð, 17. föt, 18. suð, 20. pr, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. hálf, 3. rr, 4. vitglöp, 5. att, 7. bilaður, 10. tað, 13. gaf, 15. strá, 16. æsa, 19. ðð. Orðið Eyjafjallajökull hefur heldur betur reynst erlendum fréttamönnum mikill tungubrjót- ur og hafa þeir rembst eins og rjúpan við staurinn við að bera það fram sómasamlega. David Letterman, CNN og fleiri hafa gert mikið grín að sjálfum sér og öðrum en arabíska fréttastöðin Al Jazíra brá á það ráð að fá frumsamið lag frá Elízu Newman, oftast kennda við Kolrössu krókríðandi, sem hún flutti í beinni útsendingu fyrir skemmstu. Fréttablaðið hefur greint rækilega frá dvöl Ali Fedotow- sky, piparjónkunni úr bandarísku raun- veruleikaþáttunum Bachelorette, sem kom hingað til lands ásamt níu vonbiðlum sínum. Ali hefur nú tjáð sig í fyrsta skipti um dvöl sína á Íslandi en í samtali við vefmiðil að nafni blog.zap2it.com leiðréttir Ali þann misskilning að hún hafi flogið að eldstöðvunum undir Eyjafjalla- jökli; hún hafi nefnilega heimsótt eldgosið á Fimmvörðuháls sem naut mikilla vinsælda meðal ferða- manna. Og eins og margoft hefur komið fram var Íslandsklukkan frumsýnd á sumardaginn fyrsta í Þjóðleik- húsinu. Í sýningunni birtist ísbjörn, nánast eins og skrattinn úr sauð- arleggnum, en sú sem leikur dýrið er Edda Arnljótsdóttir. Hún er einmitt eiginkona Ingvars E. Sigurðssonar sem leikur Jón Hregg- viðsson, aðalpers- ónuna í verk- inu. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Nick Glegg. 2 Eiður hefur leikið 250 leiki í ensku úrvalsdeildinni. 3 Benedikt Erlingsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.