Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag 28. apríl 2010 — 98. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ÍTÖLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ verður haldin í Nor- ræna húsinu dagana 29. apríl til 3. maí. Hátíðin ber yfir- skriftina Sögur af innflytjendum. Enginn aðgangseyrir er inn á myndirnar sem eru sýndar með enskum texta. „Maður verður bara að grípa gæs-ina þegar hún gefst,“ segir Berg-þóra, en hún var búin að vera í London í nokkra daga þegar bresku fréttastöðvarnar greindu frá því að það yrði líklega ekk-ert flug um Evrópu næstu 4-5 daga sökum gossins í Eyjafjalla-jökli. „Okkur leist ekki á blikuna þannig að við ákváðum að grípa þetta tækifæri sem okkur bauðst í gegnum vinnuna.“ Bergþóra og Eggert, innkaupa-stjóri Líflands, þáðu far með frakt-skipi Samskipa sem lagði úr höfn í Rotterdam. Ferðin tók þrjá sól-arhringa. „Það var tekið mjög vel á móti okkur og áhöfninúk í er bara landkrabbi og er ekki gerð fyrir svona ferðir.“ Ferðalangarnir fengu ekki besta veðrið á leiðinni og segir Berg-þóra að hún muni sennilega aldrei leggja í svona ferð aftur. „Ég varð hræðilega sjóveik, enda óvön svona ferðum,“ segir hún. „Það lengsta sem ég hef ferðast með bát var til Vestmannaeyja og þá var fínasta veður.“ Þrátt fyrir vont veður og mis-góða heilsu segir Bergþóra að áhöfnin hafi verið hin ljúfasta og hafi allt viljað fyrir þau gera. Þau smökkuðu meðal annars rússne krauðrófu ú sjóveik borgarbörn eins og okkur. En þeir höfðu miklar áhyggjur af okkur, við líktumst örugglega ekki mikið íslenskum víkingum.“ Ferðin var mikil lífsreynsla og segir Bergþóra þau Eggert hafa verið mjög fegin að sjá íslensku, hvítu fjöllin. Þó vill hún ekki bera sjóveiki upp á félaga sinn. „Hann segist ekki hafa orðið sjóveik-ur,“ segir hún. „Mér finnst þetta þó vera skilgreiningaratriði. Ég gengst allavega við minni.“ Um leið og í símasamband varkomið, eftir tv ó Velktist í þrjá daga á sjó Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Líflands, varð innlyksa í London ásamt samstarfsmanni þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Þau dóu ekki ráðalaus og komu sér heim með einu af fraktskipum Samskipa. „Ég er bara landkrabbi og ekki gerð fyrir svona ferðir,“ segir Bergþóra sem sigldi til Íslands með fraktskipi frá Rotterdam. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja MEÐ TUDOR MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010 FRAMHALDSNÁM2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Framhaldsnám MIÐVIKUDAGUR skoðun 12 Ísland er mitt land Frank Hvam naut samstarfsins við Frímann Gunnars- son. fólk 22 Fagnar afmæli með óperu- og vínartónlist Óperukór Hafnar- fjarðar er tíu ára. tímamót 14 DÓMSMÁL Það er „ómögulegt“ að ráðherrar þurfi að verja ákvarð- anir sínar persónulegri skaða- bótaábyrgð, að mati Ástráðs Haraldssonar, hæstaréttarlög- manns og dós- ents við Háskól- ann á Bifröst. Í grein í blaðinu í dag leggur Ástráð- ur út af dómi héraðsdóms, þar sem Árni Mathiesen var gerður persónu- lega ábyrgur fyrir brot í starfi sem settur dómsmálaráðherra. Ástráður varar við þeirri þróun, þar sem hún veiki framkvæmd- arvaldið. Hann tekur sem dæmi ef ráðherrar hefðu tekið bankana fastari tökum fyrir hrun. „Áttu þeir þá að þurfa að sitja undir hótunum um persónulega skaða- bótaábyrgð? … Má gera ráð fyrir að það hefði bætt frammistöðu þeirra?“ - bs / sjá síðu 13 Framkvæmdavaldið veikist: Varar við persónuábyrgð ráðherra 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN ÚRKOMA EYSTRA Í dag verða víða norðaustan 8-13 m/s. Rign- ing eða slydda SA- og A-lands. Hiti 2-10 stig, mildast V-lands. veður 4 4 3 2 8 10 STJÓRNMÁL Tölur um styrki frá bönkum til stjórnmálaflokka, eins og þær birtast í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, stemma ekki við þær tölur sem Ríkisendurskoðun hefur. Engar tölur um heildarframlög til stóru flokkanna frá 2004 til og með 2008, eru samhljóða þar. Tölur Ríkisendurskoðunar eru frá flokkunum sjálfum en tölur nefndarinnar frá bönkunum. Ríkisendurskoðun krafði stjórnmálaflokkana um útskýr- ingar á þessu á mánudag og bíður nú svars. Skýringu gæti verið að finna í mismunandi bókhaldsaðferðum. - kóþ / sjá síðu 10 Ríkisendurskoðun og bankar: Flokkar krafnir svara um styrki FÉLAGSMÁL Tekjur eldri borgara og annarra sem fengið hafa lífeyris- greiðslur úr lífeyrissjóðum geta dregist verulega saman skerði sjóðirnir greiðslur, þrátt fyrir að greiðslur frá Tryggingastofnun hækki á móti. „Eldri borgarar mega alls ekki við svona skerðingum. Til mik- illar lukku er hluti sem hefur vel til hnífs og skeiðar, en svo er stór hópur sem á í verulegum erfiðleik- um,“ segir Helgi K. Hjálmarsson, formaður Landssambands eldri borgara. Samkvæmt útreikningum Trygg- ingastofnunar má ellilífeyris- þegi sem fengið hefur 100 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði búast við að heildartekjur skerð- ist um á bilinu 4.000 til 5.500 krón- ur á mánuði ef lífeyrissjóðurinn skerðir greiðslur um tíu prósent. Heildartekjur yrðu því á bilinu 192 til 176 þúsund krónur á mánuði. „Þótt þetta séu kannski ekki háar upphæðir í sjálfu sér skiptir hver króna miklu máli, sérstaklega nú þegar matur og lyf hafa hækkað verulega. Það koma minni pening- ar inn og meiri peningar fara út,“ segir Helgi. Hann gagnrýnir lífeyrissjóðina harðlega fyrir glæfralegar fjár- festingar í aðdraganda hrunsins. Forsvarsmenn þeirra hafi fullyrt eftir bankahrunið að fjárfestingar sjóðanna væru öruggar, en annað hafi komið í ljós. „Það er skelfilegt til þess að hugsa hvað þeir sem við treystum til að ávaxta peningana fóru illa með þá,“ segir Helgi. Hann kallar eftir því að líf- eyrisþegar fái fulltrúa í stjórnir sjóðanna. Í dag skipa atvinnurek- endur og verkalýðsfélög yfirleitt stjórnarmenn. - bj / sjá síðu 6 Gagnrýna harðlega skerðingu á lífeyri Ellilífeyrisþegar geta orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu vegna slæmrar stöðu lífeyrissjóða. Hver króna skiptir miklu, segir Landssamband eldri borgara. HREFNA TIL HREFNUVEIÐA Unnið var hörðum höndum að því í gær að koma Hrefnu KÓ-100, nýuppgerðu hrefnuveiðiskipi, í stand fyrir komandi vertíð. Félagið Hrefnuveiðimenn ehf. keypti skipið. sjá síðu 6 ÁSTRÁÐUR HARALDSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M VIÐSKIPTI „Þau gögn sem skilanefnd- in hefur farið yfir gefa ekki til kynna að Glitnir banki hafi styrkt einstaka stjórnmálamenn,“ segir í yfirlýsingu sem skilanefnd Glitn- is sendi frá sér í gær. Árni Tómas- son, formaður skilanefndarinnar, segir að engir styrkir til stuðnings- mannafélaga stjórnmálamanna hafi heldur komið í leitirnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að nefndin hafi ekki haft aðgang að sambæri- legum upplýsingum frá Glitni um styrki til stjórnmálamanna og frá Kaupþingi og Landsbankanum. Skilanefnd Glitnis gaf yfirlýs- ingu í gær í framhaldi af fyrir- spurn Fréttablaðsins. Þar segir að starfsmenn hafi nú „farið yfir kostnaðarliðinn styrkveitingar á árunum 2004 til 2008 og kannað hvort einstakir stjórnmálamenn, stuðningsmannafélög þeirra eða fyrirtæki stjórnmálamanna hafi fengið styrki“. Fram kemur að styrkir virðist hafa verið í samræmi við styrktar- stefnu bankans um að styrkja ekki einstaka stjórnmálamenn. - pg Segja Glitni ekki hafa styrkt stjórnmálamenn eða stuðningsmannafélög: Glitnir styrkti bara flokkana Olic óstöðvandi Króatinn Ivica Olic skoraði þrennu fyrir FC Bayern er liðið tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. íþróttir 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.