Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 2
2 28. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL „Auðvitað getur tal- samband skipt máli en ég held að það flytji engin fjöll. Á endanum þurfa stjórnmálamenn að vera í talsambandi við sína þjóð og verja hennar hagsmuni,“ segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Þeir Nick Clegg, leiðtogi Frjálslynda flokksins í Bretlandi, eru gaml- ir skólabræður og félagar. Árni Páll segir að þeir haldi talsverðu sambandi sín á milli og hafi síðast skipst á tölvupósti í síðustu viku. Fundum Nicks Clegg og Árna Páls bar saman í Brugge í Belgíu þar sem þeir voru við framhalds- nám í Evrópuskólanum á árunum 1991 og 1992. „Ég var í lögfræði, hann í stjórnunarnámi. Þetta er pínulítill skóli og við kynntumst,“ segir Árni Páll. „Hann er góður drengur og mjög hæfileikarík- ur stjórnmálamaður,“ segir Árni Páll um Nick Clegg. Þeir eru ekki flokksbræður, því það er Verka- mannaflokkur Gordons Brown sem er systurflokkur Samfylking- arinnar í Bretlandi. „En Frjáls- lyndi flokkurinn er sérstakur og fyrir félagslega framsækið fólk í Bretlandi er hann orðinn raun- verulegur valkostur,“ segir Árni Páll. „Maður fann að andstað- an við Íraksstríðið breytti mjög viðhorfum til hans, þá varð hann raunverulegur valkostur fyrir fjölda fólks.“ Árni Páll segist oft hafa rætt við Nick Clegg um Icesave og íslensk málefni frá hruni efnahagslífsins hér á landi. Hann telur þó ekki að kunningsskapur þeirra skipti miklu máli fyrir samskipti Breta og Íslendinga fari svo, sem margt þykir nú benda til, að Frjálslyndi flokkurinn eigi aðild að næstu ríkisstjórn Bretlands. Tengsl einstaklinga eru ekki lykilatriði Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og Nick Clegg, leiðtogi Frjálslynda flokks- ins í Bretlandi, eru gamlir skólabræður og félagar. Þeir hafa haldið sambandi. ÁRNI PÁLL Hefur rætt samskipti Íslands og Bretlands við sinn gamla skólabróður af og til frá hruni, en sá á nú í kosninga- baráttu heimafyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NICK CLEGG Formaður Frjálslynda flokksins hefur vakið mikla athygli í baráttunni vegna þingkosninganna í Bretlandi hinn 6. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Ég held að við eigum alltaf að forðast þá hugmynd að tengsl ein- staklinga séu lykilatriði í stjórn- málum,“ segir Árni Páll og bætir við að það hafi komið íslenskum stjórnvöldum í koll fyrir nokkrum árum að telja sig geta byggt sam- skipti við Bandaríkin á meintri vináttu einstakra ráðamanna á Íslandi við bandaríska valdamenn. „Allir stjórnmálamenn þurfa á endanum að rækta talsamband við sína kjósendur og gæta hagsmuna sinnar þjóðar.“ peturg@frettabladid.is SAMKEPPNISMÁL Síminn hefur stefnt Samkeppniseftirlitinu (SE) vegna húsleitar í höfuðstöðvum fyrirtæk- isins í síðustu viku. Starfsmenn upplýsingaþjónustufyrirtækisins Þekkingar, sem er í samkeppni við Símann, aðstoðuðu við húsleitina og fullyrða forsvarsmenn Símans að þeir hafi þar komist yfir viðkvæm gögn sem innihalda samkeppnisupp- lýsingar. Síminn krefst þess að öllum gögnum sem starfsmenn Þekkingar öfluðu verði eytt, en segist þó fús til að afhenda SE öll gögnin. Þekking hefur kært Símann til SE og er það mál nú í meðferð hjá SE. Húsleitin í síðustu viku tengdist þó ekki því máli. „Það er alveg ótrúlegt að þeir skuli nota keppinaut okkar, sem ætti nú að duga eitt og sér, en þegar það bætist við að það er úti- standandi kæra á hendur okkur frá Þekkingu þá gátum við ekki kom- ist að neinni annarri niðurstöðu en að við þyrftum að tryggja það að þessi gögn væru ekki í höndum þessa keppinautar. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og teljum þetta mjög óheppilegt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE, vísar þessu á bug og segir eftirlit- ið hafna kröfunni. „Það er ekkert óheppilegt við þetta,“ segir hann. SE hafi takmörkuð mannaforráð og þurfi því gjarnan að bregðast við með því að ráða utanaðkomandi sérfræðinga í tiltekin verkefni. Þeir starfi þá á ábyrgð og undir fyrir- mælum SE. „Þarna var um að ræða afmark- að verkefni sem fólst í tæknilegri aðstoð við afritun gagna og þessir aðilar koma síðan auðvitað hvergi nærri rannsókninni sjálfri og búa ekki yfir þessum gögnum eða upp- lýsingum úr húsleitinni.“ Útilokað sé að starfsmennirnir hafi með þátt- töku í húsleitinni orðið sér úti um viðkvæmar samkeppnisupplýsingar. - sh Starfsmenn keppinautar Símans tóku þátt í húsleit hjá fyrirtækinu í síðustu viku sem undirverktakar: Síminn stefnir Samkeppniseftirlitinu PÁLL GUNNAR PÁLSSON SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON STJÓRNMÁL Stjórnmálaflokkar og prófkjörsframbjóðendur verða skyldugir til að greina frá nöfn- um allra þeirra sem styrkja þá um meira en 200 þúsund krónur verði nýtt frumvarp um fjármál stjórnmálasamtaka og fram- bjóðenda að lögum. Lágmarkið var áður 300 þúsund krónur. Það eru formenn allra flokka nema Hreyfingarinnar sem standa að frumvarpinu, sem var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Meðal annarra nýjunga í frumvarpinu er að frambjóðend- um til forseta verður eftirleið- is meinað að verja meiru en 35 milljónum króna í framboðið, og að lög um upplýsingaskyldu taki einnig til þeirra. - sh Frumvarp um fjármál flokka: Nafnleyndar- markið lækkað EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin sam- þykkti í gær að leggja allt að 350 milljónir í kynningarátak til að vega upp á móti neikvæð- um áhrifum eldgossins í Eyjafjala- jökli á bókanir hjá íslenskum ferðaþjónustu- fyrirtækjum. Átakið er nauðsynlegt til að verja þann árangur sem náðst hefur hjá íslensku ferðaþjónustunni, segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Ríkið mun greiða helming á móti hagsmunaaðilum, en ekki hærri upphæð en 350 milljónir. Katrín segir í raun um fjár- festingu að ræða, ríkið muni fá þessa upphæð til baka takist að fá fleiri ferðamenn til landsins. - bj Ríkið leggur fé í markaðsátak: Þurfti að bregð- ast við gosinu KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR STJÓRNMÁL Guðrún Valdimars- dóttir, sem hafnaði í öðru sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir borgar- stjórnarkosn- ingarnar í vor, hefur ákveðið að víkja sæti á lista flokksins, að því er fram kemur í yfirlýs- ingu. Eiginmaður Guðrúnar á hlut í fyrirtækinu Miðbæjareignum, sem tóku þátt í endurhverfum viðskiptum við Icebank fyrir hrun. Fjallað er um fyrirtækið í rannsóknarskýrslu Alþingis, en forsvarsmenn þess sæta ekki opinberri rannsókn. Guðrún sakar „ákveðinn hóp“ samflokksmanna sinna um að vega að mannorði sínu og hafa reynt að gera persónu sína tor- tryggilega. - bj Víkur sæta á lista Framsóknar: Segir vegið að mannorði sínu GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR SPURNING DAGSINS Sígild ævintýri ásamt geisladiski í hverjum mánuði. Fyrsta bókin á aðeins kr! A R G H ! 0 41 0 Skráðu þig á: klubbhusid.is eða í síma 528-2000 Magnús, verður þetta bara svona country and western? Nei, alls ekki country, bara western! Magnús Hávarðarson á Ísafirði auglýsir þessa dagana eftir lögum í fyrstu söng- lagakeppni Vestfjarða. Lögin þurfa að tengjast Vestfjörðum á einhvern hátt til að koma til greina. LÖGREGLUMÁL Grunur leikur á að Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrver- andi sparisjóðsstjóri Byrs, og tveir framkvæmdastjórar, Atli Örn Jónsson og Sighvatur Sigfús- son, hafi nýtt sér innherjaupp- lýsingar í viðskiptum með stofn- fjárhluti í sjóðnum. Fráfarandi stjórn Byrs hefur vísað málinu til sérstaks sak- sóknara, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær. Mennirnir þrír keyptu stofn- fjárhluti í Byr í maí 2007 og höfðu hagnast um tugi millj- óna á viðskiptunum í júlí sama ár. Á þeim tíma voru samninga- viðræður í gangi milli Byrs og Sparisjóðs Kópavogs í gangi sem aðeins innherjum var kunnugt um. - ghh Saksóknari rannsakar viðskipti: Viðskipti inn- herja í skoðun SAMGÖNGUR Þrjár þotur Icelandair lentu með far- þega á Akureyrarflugvelli í gær eftir flug frá Glas- gow í Skotlandi. Keflavíkurflugvöllur var lokaður frá því í gærmorgun vegna ösku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli, og féllu flug Iceland Express til London og Kaupmannahafnar niður í gær. Vonir standa til þess að hægt verði að fljúga um Keflavíkurflugvöll í dag, en miðað við spá um útbreiðslu ösku frá Eyjafjallajökli þykir ljóst að það takist ekki fyrr en líða tekur á daginn. Morgunflug Iceland Express, sem fara áttu frá Keflavíkurflugvelli í morgun, voru felld niður í gærkvöldi. Félagið tilkynnti þó að það stefndi á að fljúga frá London og Kaupmannahöfn til Íslands um miðjan dag í dag. Icelandair stefnir á að fljúga um Keflavíkurflug- völl seinnipart dags í dag, og er stefnt á flug til sjö borga í Evrópu, auk þess sem flug frá Bandaríkjun- um til Evrópu mun millilenda á Keflavíkurflugvelli. Félagið áætlar að talsverðar seinkanir verði á flugi í dag en flogið verði samkvæmt áætlun á morgun. Icelandair hefur flogið um Glasgow-flug- völl í Skotlandi á meðan óvíst hefur verið með opnun Keflavíkurflugvallar, en ráðgerir nú að flytja þá starfsemi sem var í Glasgow til Keflavíkur á nýjan leik. - bj Flogið um Akureyrarflugvöll en Keflavíkurflugvöllur lokaðist vegna eldgossins: Vona að Keflavík opnist í dag LOKAÐ Ekki var flogið um Keflavíkurflugvöll eftir klukkan 6 í gærmorgun, en búist er við að flugvöllurinn opnist um miðjan dag í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.