Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 6
6 28. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR Ellilífeyrisþegi með 100 þúsund króna greiðslur úr lífeyrissjóði á mánuði Greiðslur lækka um 10% Greiðslur lækka um 15% Býr einn Býr með öðrum Býr einn Býr með öðrum Tekjur fyrir skerðingu 196.542 181.235 196.542 181.235 Skerðing frá lífeyrissjóði 10.000 10.000 15.000 15.000 Aukning frá TR 5.826 4.500 8.739 6.750 Tekjur samtals eftir lækkun 192.368 175.735 190.281 172.985 Tekjuskerðing samtals 4.174 5.500 6.261 8.250 Hlutfallsleg skerðing 2,1% 3,0% 3,2% 4,6% Ellilífeyrisþegi með 200 þúsund króna greiðslur úr lífeyrissjóði á mánuði Greiðslur lækka um 10% Greiðslur lækka um 15% Býr einn Býr með öðrum Býr einn Býr með öðrum Tekjur fyrir skerðingu 238.280 236.235 238.280 236.235 Skerðing frá lífeyrissjóði 20.000 20.000 30.000 30.000 Aukning frá TR 11.653 9.000 17.479 13.500 Tekjur samtals eftir lækkun 229.933 225.235 225.759 219.735 Tekjuskerðing samtals 8.347 11.000 12.521 16.500 Hlutfallsleg skerðing 3,5% 4,7% 5,3% 7,0% HEIMILD: TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS (TR) Dæmi um skerðingu á greiðslum frá lífeyrissjóðum FRÉTTASKÝRING Hvaða áhrif hafa skerðingar lífeyris- sjóðanna á lífeyrisgreiðslum á tekjur lífeyrisþega? Eldri borgarar sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðum munu í flest- um tilvikum verða fyrir umtals- verðri tekjuskerðingu þegar líf- eyrissjóðirnir skerða greiðslur, þrátt fyrir hærri greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Sé miðað við ellilífeyrisþega með 100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði getur tíu prósenta skerðing á lífeyrisgreiðslum þýtt að tekjur lækka um 5.500 krónur á mánuði, úr 181 þúsund krónum í 176 þúsund krónur. Aðeins þeir sem eru með um eða undir 40 þúsund krónum á mánuði úr lífeyrissjóði fá skerðinguna til baka að fullu með hærri greiðslum frá Trygginga- stofnun. Flestir af stærstu almennu líf- eyrissjóðunum áforma skerðingu á lífeyrisgreiðslum vegna slæmr- ar afkomu sjóðanna. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu áform- ar Almenni lífeyrissjóðurinn 16,7 prósenta skerðingu, Lífeyrissjóð- ur verzlunarmanna tíu prósenta skerðingu, og Gildi lífeyrissjóður sjö prósenta skerðingu á lífeyris- greiðslum. Skerðing á greiðslum frá lífeyris- sjóðunum þýðir í flestum tilvikum að viðkomandi eiga rétt á hærri líf- eyrisgreiðslum en áður frá Trygg- ingastofnun. Erfitt er að segja fyrir um nákvæmlega hver tekjuskerð- ing eldri borgara og öryrkja verð- ur, enda munu sjóðirnir skerða greiðslur mismikið. Í dæmum sem starfsmenn Trygg- ingastofnunar hafa reiknað út má sjá að heildartekjur ellilífeyris- þega sem býr með öðrum og fær í dag 100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði, lækka um 5.500 krón- ur á mánuði, 3,0 prósent, skerði líf- eyrissjóðurinn greiðslur til hans um tíu prósent. Lækki greiðslurnar um fimmtán prósent lækka heildartekj- urnar um ríflega 8.250 krónur, eða 4,6 prósent. Miðað við ofangreindar forsend- ur myndu því tekjur ellilífeyrisþeg- ans lækka úr ríflega 181 þúsundum króna á mánuði í tæplega 176 þús- und krónur ef skerðingin nemur tíu prósentum. Verði skerðingin fimmt- án prósent lækka tekjurnar úr ríf- lega 181 þúsund í tæplega 173 þús- und krónur á mánuði. Tekjulækkunin verður því meiri, bæði hlutfallslega og í krónutölu, því hærri sem greiðslurnar úr líf- eyrissjóði eru. Ef ellilífeyrisþegi sem býr með öðrum er með 200 þúsund krónur úr lífeyrissjóði, sem skertar eru um tíu prósent, lækka heildartekjur hans úr ríflega 236 þúsund krónum á mánuði í ríf- lega 225 þúsund krónur. Skerð- ist greiðslur frá lífeyrissjóði um fimmtán prósent fara tekjurnar úr ríflega 236 þúsundum í tæplega 220 þúsund á mánuði. Fleiri dæmi má sjá í meðfylgjandi töflu, sem byggir á útreikningum starfsmanna Tryggingastofnunar. Þess ber að geta að til að fá aukn- ar greiðslur frá Tryggingastofnun vegna skerðinga á greiðslum frá líf- eyrissjóðunum verða lífeyrisþegar að setja sig í samband við Trygg- ingastofnun. Þó er verið að kanna hvort mögulegt sé að leiðrétta núgildandi greiðsluáætlun lífeyr- isþega í samráði við lífeyrissjóð- ina. Ekki er ljóst hvort af því getur orðið, samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun. brjann@frettabladid.is Tekjur lífeyrisþega lækka um þúsundir Skerðing á lífeyrisgreiðslum frá lífeyrissjóðum bitnar harkalega á eldri borgur- um og öryrkjum sem þiggja slíkar bætur. Tíu prósenta skerðing á greiðslum get- ur kostað ellilífeyrisþega með 181 þúsund króna tekjur 5.500 krónur á mánuði. TEKJUSKERÐING Í útreikningum Tryggingastofnunar eru tekin dæmi um tekjuskerð- ingu ellilífeyrisþega, en öryrkjar sem þegið hafa lífeyrisgreiðslur frá lífeyrissjóðum verða einnig fyrir tekjuskerðingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stóðu fjölmiðlar sig illa í að- draganda bankahrunsins? JÁ 90,8% NEI 9,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú lesið eitthvað í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis? Segðu þína skoðun á visir.is HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG LYFTINGU Sérhönnuð hárvörulína fyrir aukna Ýkir lyftingu, mótar og gefur glans Aðalfundur Félags tæknifólks i rafiðnaði verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl 2010 kl. 17 að Stórhöfða 31, Grafarvogsmegin. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á ársfund Stafa. Önnur mál. Halldór Oddsson lögfræðingur fjallar um höfundarréttarmál. STJÓRNMÁL Íslensk stjórnvöld leggjast gegn miðlunartillögu for- manns og varaformanns Alþjóða- hvalveiðiráðsins um fyrirkomulag hvalveiða næstu tíu ár. Felur hún í sér takmarkaðar veiðar og bann við sölu hvalaafurða milli landa. Samkvæmt tillögunni fengju Íslendingar að veiða 80 langreyð- ar og 80 hrefnur á ári til 2020. Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, segir ekki hægt að fallast á tillögu um bann við milliríkjaviðskiptum með sjávarafurðir sem fengnar séu með sjálfbærum hætti. Í ofanálag hafi Alþjóða- hvalveiðiráðið ekki vald til að fjalla um milli- ríkjaviðskipti; verkefni þess séu verndun hvala og stjórn- un hvalveiða. Við bætist að þeir kvótar sem Ísland fengi samkvæmt tillögunni eru langt undir sjálfbærnimörkum. Miðlunartillagan var samin eftir að tólf ríkja hópi innan ráðs- ins mistókst að ná samkomulagi um hvalveiðikvóta Íslands, Jap- ans og Noregs og önnur mikilvæg mál. Óvíst er um lyktir málsins en ársfundur hvalveiðiráðsins fer fram í Marokkó í júní. Í ljósi þess að rík andstaða er við tillöguna og svo til engar líkur á að um hana náist almenn sátt telja íslensk stjórnvöld heillavænlegra að aðild- arríkin verði sammála um að vera áfram ósammála. Sverfi til stáls í atkvæðagreiðslu gæti sundrungin innan ráðsins aukist og á endanum leitt til falls þess. - bþs Framtíð Alþjóðahvalveiðiráðsins kann að ráðast á fundi í Marokkó í sumar: Ísland hafnar tillögu um hvalveiðar TÓMAS H. HEIÐAR Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... HEILBRIGÐISMÁL Þeir sem borða minnst eitt súkkulaðistykki á viku eru líklegri til að eiga við þung- lyndi að stríða en þeir sem sjaldn- ar gæða sér á því, segir í nýrri breskri rannsókn. Hingað til hafa margir talið súkkulaði geta lyft andanum og segja rannsakendur í sjálfu sér geta verið rétt að það hafi slík skammtímaáhrif þótt það valdi þunglyndi til lengri tíma litið. Einnig kunni fylgnin að stafa af því að þunglyndir séu sólgnari í sætindin en aðrir. - sh Sætindi gleðja í smástund: Súkkulaði tengt við þunglyndi KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.