Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 12
12 28. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Samfélags- mál Sigurjón Þórðarson Formaður Frjálslynda flokksins HALLDÓR SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Þeir sem vilja drepa á dreif umræðu um ábyrgð á hruninu reyna að telja fólki trú um að nær allir landsmenn hafi verið þátttakendur og beri þar af leiðandi ábyrgð á ósköpunum. Ekki er það rétt, þar sem allur þorri fólks er fórnarlamb samlífis spilltrar stjórn- málastéttar og fjárglæframanna. Í raun er þetta ósvífinn leikur að koma inn sektarkennd hjá fólki sem stendur í harðri baráttu við að greiða af stökk- breyttum lánum. Á sama tíma og fjórð- ungur heimila á í greiðsluerfiðleikum og hefur ekki fengið úrlausn mála í lánastofnunum, þá baða höfuðpaurar hrunsins sig í illa fengnum auði og eru í algjörum forgangi í gömlu bönkun- um sínum við að fá fyrirtækin sem þeir ráku í þrot fyrir lítið á ný. Til að bæta gráu ofan á svart hefur ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar verið ötul við að ráða helstu þjóna þrjótanna í bankakerfinu inn í lykilstöður í stjórn- kerfinu. Ef það má saka almenning um eitt- hvað með réttu þá er það andvara- og gagnrýnisleysi í aðdraganda hrunsins. Grandaleysið var eðlileg afleiðing mik- ils áróðurs sem kom úr ólíklegustu áttum s.s. greiningadeilda bankanna, kostaðri umfjöllun jafnvel ríkisfjöl- miðla, sjálfsritskoðun fjölmiðla í eigu fjárglæframanna, kostaðra stjórnmála- flokka og prófkjörsframbjóðenda auk kostaðra fræðimanna. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar á bankahruninu segir að miklar umbæt- ur þurfi að verða á stjórnarháttum og stjórnsýslu við endurreisn landsins. Margir sem nú eru í lykilstöðum í sam- félaginu eru þar fyrir beinan fjárstyrk hrunaaflanna. Breytingar og endurreisn verður ekki af sjálfu sér heldur þarf almenningur sem nú blæðir að taka virkan þátt í lýð- ræðinu, að láta í sér heyra og ganga til liðs við raunveruleg umbótaöfl í land- inu. Fjórflokknum er ekki treystandi til að greiða úr málum en leynimakkið og þjónkan við sérhagsmunaöflin hefur verið haldið áfram eftir hrun eins og ekkkert hafi í skorist. Eftir stendur að fyrir liggur að fara þarf í umtals- vert hreinsunarstarf eftir stærstu svikamyllu í sögu Evrópu bæði á hugar- fari og starfsháttum. Þrýstingur almennings ræður úrslit- um um að þoka málum í rétta átt. Endurreisnin verður ekki sjálfkrafa Óheppilegt og óeðlilegt Bjarni Benediktsson ræddi styrki stórfyrirtækja á Rás 2 í gær, sér í lagi til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Bjarni sagði að þetta væri „óheppi- legt“, styrkveitingar hefðu „farið úr böndunum“ og jafnvel „út í vitleysu“. Hins vegar hefðu engar reglur verið brotnar. Þetta er annar og mildari tónn en þegar Bjarni var spurður út í lántökur eiginmanns Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Þær kallaði formaðurinn „fullkomlega óeðlilegar“. Í framhaldinu sá Þorgerður sæng sína upp reidda, sagði af sér sem varaformaður flokksins og vék af þingi. En það er sitthvað, óeðli og óheppni. Hreint fyrir dýrum Guðlaugur Þór Þórðarson heldur sig til hlés í málinu. Hann hefur þarfari hnöppum að hneppa, til dæmis að leggja fram fyrirspurnir á þingi. Þar á meðal þessa: „Hvers vegna hafa ekki verið haldin námskeið fyrir hreindýra- leiðsögumenn síðan árið 2001 og hvenær stendur til að halda námskeið næst?“ Eða kannski misheyrðist Guðlaugi bara þegar Bjarni bað hann að gera hreint fyrir dyrum. „Hrein- dýrum? Skal gert.“ Óþægilegt Enn af styrkjum. Jóhanna Sigurðar- dóttir segir það „óþægilegt“ að þing- menn innan Samfylkingarinnar hafi þegið háa styrki. Hún ætli hins vegar ekki að setjast í dómarasæti yfir þeim. Jóhanna hefur yfirleitt ekki afþakkað dómarasætið þegar henni þykir þingmenn annarra flokka fara yfir strikið, að ekki sé minnst á menn í atvinnulífinu. En var þetta ekki líka hvort eð er allt Tony Blair að kenna? bergsteinn@ frettabladid.is Þ órður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, færir ágæt rök fyrir því í grein í Fréttablaðinu í gær að endurreisa þurfi hlutabréfamarkaðinn hér á landi, meðal annars með því að bankarnir skrái fyrirtækin, sem þeir eru nú með í fanginu, á markað. Það er rétt hjá Þórði að virkur hlutabréfamarkaður er ein frum- forsenda þess að efnahagslífið nái sér aftur á strik. Áhættufælni fjárfesta og skortur á fjárfestingarkostum veldur því meðal annars að sparifé leitar í bankainnistæður og ríkisskuldabréf. Það er ekki í vinnu fyrir atvinnulífið sem eigið fé í fyrirtækjum. Sömuleiðis er það rétt hjá Kauphallarforstjóranum að ef rétt er á haldið, stuðlar skráning fyrirtækja á markað, í stað þess að selja þau völdum fjárfestum, að meira gegnsæi og trausti. Aukinheldur yrði almenningi, en ekki aðeins peningamönnum, gef- inn kostur á að eignast hlutdeild í ávinningnum af nýrri uppsveiflu í atvinnulífinu. Vandinn er sá að eftir bankahrunið nýtur hlutabréfamarkaðurinn einskis trausts. Um tíma virtist sem þar væri hægt að auðgast nánast endalaust. Áratuginn 1998-2007 hækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar meira en sambærilegar vísitölur í nokkru öðru þróuðu ríki. Það voru ekki sízt bankarnir, sem blésu bóluna út; þeir stóðu undir lokin fyrir nærri þrjá fjórðu hluta úrvalsvísitölunnar. Í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis er rakið hvernig þeir beittu óvönduðum meðulum til að hækka verðið á eigin bréfum. Hluti af því máli er nú til rann- sóknar hjá saksóknara. Þegar bankarnir féllu var fall hlutabréfamarkaðarins að sama skapi hátt, það næstmesta í heimi árið 2008. Eignir fjölda fólks guf- uðu upp; hlutabréf sem fólk átti í eigin nafni eða óbeint í gegnum lífeyrissjóðinn sinn. Þegar af þessari ástæðu vantreysta margir hlutabréfamarkaðnum. Við bætist að stórir eigendur í skráðum félögum, ekki sízt bönk- unum, hunzuðu hagsmuni smærri hluthafa. Upplýsingagjöf var mis- vísandi og eftirliti með markaðnum ábótavant. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að Fjármálaeftirlitið hafi brugðizt í því efni. Þá þurfi Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin að skýra verkaskiptingu sína til að markaðsmisnotkun á borð við þá sem föllnu bankarnir eru grunaðir um viðgangist ekki í lengri tíma. Það er þarft og nauðsynlegt að endurreisa hlutabréfamarkaðinn, en það gerist ekki nema samhliða margvíslegum umbótum, sem Þórður Friðjónsson nefnir sumar hverjar í grein sinni. Hlutafélaga- löggjöfina þarf að efla, ekki sízt til að auka vernd smærri hluthafa. Koma þarf í veg fyrir að bankar eða fjármálafyrirtæki geti aftur leikið sama leikinn með hlutabréfaverðið. Efla þarf eftirlitið með markaðnum, þar á meðal af hálfu Kauphallarinnar sjálfrar. Stjórnvöld þurfa þannig að standa rækilega við bakið á endurreisn hlutabréfamarkaðarins með því að styrkja rammann sem honum er búinn. Ekki er síður mikilvægt að fjárfestar, smáir sem stórir, mæti til leiks á ný með raunhæfar væntingar. Verðhækkanir á borð við þær, sem tíðkuðust á íslenzka hlutabréfamarkaðnum á áratugnum fyrir hrun, voru innistæðulausar og tjón margra eftir því þegar bólan sprakk. Ein forsenda heilbrigðs hlutabréfamarkaðar er að fjárfestarnir líti á eignir sínar sem langtímafjárfestingu. Íslenzki hlutabréfamarkaðurinn þarf að afla sér trausts hjá almenningi á nýjan leik. Sterkari rammi ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.