Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 20
PERLAN er áfangastaður margra ferðamanna en getur verið jafn heillandi fyrir Íslendinga. „Við viljum vekja athygli á sögu Íslands því rannsóknir sýna að níu- tíu prósent ferðamanna hafa áhuga á sögu og menningu Íslendinga, og fjörutíu prósent erlendra ferða- manna telja mikilvæga ástæðu þess að koma til landsins að upp- lifa Íslendinga, menningu þeirra og sögu,“ segir Rögnvaldur Guð- mundsson, formaður Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu (SSF) sem stofnuð voru upp úr Evrópu- verkefni árið 2006. Meðal fjölmargra söguslóða SSF eru Reykholt, Skálholt, Hólar og handritasýningin á Þjóðminja- safninu, setur eins og Njálusýn- ingin í Fljótshlíð, Eiríksstaðir í Haukadal, setur Vatnsdælasögu fyrir norðan og Hrafnkelssögu fyrir austan, ásamt velflestum stöðum á landinu sem gera út á Íslendingasögurnar. „Markmið samtakanna er að fá fólk til að vinna saman að þróun sögutengdrar ferðaþjónustu, forð- ast að það geri svipaða hluti og sé sammála um að vera með ólíkar áherslur. Þá er mikilvægt að gæðin séu í lagi og flýta sér hægt til að gera sem best,“ segir Rögnvaldur sem er í samvinnu við ferðaþjón- ustuaðila um að bæta sögustöðum í hefðbundnar ferðir eða bjóða sér- stakar ferðir á söguslóðir. „Íslendingasögurnar eru ekki bara um víkinga heldur fólk- ið sem bjó á Íslandi þess tíma og býsna merkilegar heimildir um lífið á víkingatíma. Því er spenn- andi að heimsækja slíka staði og flétta inn í ferðalög, en bækling- um okkar er dreift um allt land og inn í bílaleigubíla. Þá bendum við á aðila sem eru í startholun- um, eins og Vopnfirðingasögu þar sem Vopnfirðingar eru að gera söguslóðir sínar aðgengilegri, og spákonusetur á Skagaströnd sem gerir út á Þórdísi spákonu sem var göldrótt seiðkona. Við erum einnig í samstarfi við leikhópinn Kraðak sem hefur sagt sögu Reykjavík- ur í Let‘s Talk Reykjavík en er nú að fara á Húsavík með Let‘s Talk Húsavík, sögu um landnámsmenn- ina þar í samvinnu við heimamenn sem bjóða leiksýningu einu sinni á dag.“ Á morgun heldur SSF málþingið „Söguslóðir 2010 – Sögumaður og/ eða sýndarveruleiki“ í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. „Þar ætlum við að tefla saman mögulegu samspili lifandi sagna- mennsku og margmiðlunartækni við þróun menningar- og sögu- ferða á Íslandi. Til þess fáum við belgískan gestafyrirlesara, Daniel Plentinckx, sem er sérfræðingur í notkun sýndarveruleikatækni í menningarferðaþjónustu, auk þess sem úrvals fyrirlesarar frá Íslandi taka þátt. Málþingið er opið öllum áhugasömum um sögu, menningu og lifandi miðlun. Sagan er úti um allt og á hverri þúfu; fólk þarf bara að átta sig á því.“ Málþingið stendur frá kl. 13 til 17. Nánari dagskrá á www.sogu- slodir.is. thordis@frettabladid.is Sagan finnst á hverri þúfu Á morgun verður haldið málþing um sögutengda ferðaþjónustu í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem fjallað verður um samspil lifandi sagnamennsku og margmiðlunartækni við þróun menningar- og söguferða. Rögnvaldur Guðmundsson við híbýli fornmanna í Minjagarðinum við Hofsstaði í Garðabæ, þar sem skáli stóð frá landnámsöld fram á 12. öld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Flestir erlendir ferðamenn fara til Frakklands á hverju ári eða um 79 milljónir. Næstflest- ir til Bandaríkjanna og síðan til Spánar. Kína er í fjórða sæti, Ítalía í því fimmta og Bret- land í því sjötta. Úkraína komst inn á topp tíu listann yfir fjölsóttustu ferðamanna- löndin árið 2006 og er í sjöunda sæti. www.wikipedia.org Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is 20% AF ÖLLUM STÍGVÉLUM AFSLÁTTUR Yfi rhafnadagar 20% afsláttur af yfi rhöfnum dagana 26. apríl – 7. maí Gistiheimili í Kaupmannahöfn Herbergi og studioíbúðir í miðbænum sími 0045-2848 8905La Villa RIGA TALLINN Beint fl ug frá Kefl avík 17.–22. ágúst. Verð á fl ugsæti 32.990 kr. í beinu fl ugi 12.–24. júlí frá Kefl avík Miðaldaborg frá 11. öld á frábæru verði 34.990 kr, fl ug og skattur. Ein fallegasta borg Evrópu og á minjaskrá Unesco. Hótel per mann 4.700 kr. 12 daga ferð á góðu verði — kastalar, hallir, falleg sveitahéruð og miðaldaborgir. Fararstjóri Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur. EISTLAND + LETTLAND SÍÐUSTU SÆTIN AÐ SELJAST 2JA LANDA SÝN Forn borg menningar og lista við Eistra saltið. Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Beint fl ug frá Akureyri og Kefl avík 6.–10. október. Verð aðeins 78.200 kr. Flug, hótel, fararstjóri, rúta til og frá fl ugvelli, Flugskattur innifalinn í verði. Allra síðustu sætin! 17.–22. ágúst. Verð aðeins 63.900 kr. Flug, hótel, fararstjóri, rúta til og frá fl ugvelli. FimmtudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.