Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 22
 28. APRÍL 2010 MIÐVIKUDAGUR Verkmenntaskólinn á Akureyri er næststærsti framhaldsskóli landsins. „Einkenni þessa skóla er mikil breidd og fjölbreytni í námsfram- boði,“ segir Hjalti Jón Sveins- son, skólameistari Verkmennta- skólans á Akureyri. Skólinn er sá næststærsti á landinu með um 1.200 til 1.300 nemendur sem stunda nám við fjölbreyttar braut- ir. „Við erum meðal annars með öflugar bóknámsbrautir, stóra list- námsbraut og hefðbundnar iðn- greinar,“ upplýsir Hjalti Jón. Hann segir aðsóknina í skólann mjög góða og hafa farið vaxandi. Þá hafi áhugi á verknáminu auk- ist en í dag eru um sextíu prósent nemenda í bóknámi en fjörutíu prósent í verknámi af einhverju tagi. Í VMA hefur alla tíð verið lögð mikil áhersla á sem mesta breidd í námsframboði. Hjalti tekur dæmi af hárgreiðslu sem nú er kennd annað árið í röð og fullt nám í bifvélavirkjun. „Við leggjum einnig áherslu á að auðvelt sé fyrir duglega nemend- ur að ljúka stúdentsprófi á þrem- ur árum,“ segir Hjalti Jón og tekur fram að þeir geti þannig einnig tekið nokkra áfanga í fjarnámi. „Síðan eru endalausir möguleik- ar til að raða saman náminu sínu á fjölbreytilegan hátt.“ VMA hefur undanfarið aukið samstarf við erlenda skóla. „Nem- endur okkar hafa tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum og hingað hafa komið skiptinemar sem setja skemmtilegan svip á skólann,“ segir Hjalti Jón ánægður og bætir við að mislitur nemendahópurinn blandist mjög vel. „Þessi breiða og fjölbreytta nemendaflóra er nú eitt það skemmtilegasta við skólann.“ Félagslífið í skólanum er einnig öflugt að sögn Hjalta Jóns, mikið um söng og tónlist auk öflugrar leiklistardeildar. Þá rekur skól- inn heimavist ásamt Menntaskól- anum á Akureyri. „Þar eru um 150 nemendur frá okkur,“ segir Hjalti Jón og telur heimvistina til fyrirmyndar. Þar líði nemendum skólans vel, en þeir koma víða að. Flestir frá Akureyri og sveitunum í kring, en einnig af Norðvestur- landi, Austurlandi, Vestfjörðum og jafnvel Reykjavík. Auðvelt að ljúka stúd- entsprófi á þremur árum „Fjölbreytt nemendaflóra setur skemmtilegan svip á skólabraginn,“ segir Hjalti Jón Sveinsson skólameistari. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS Auður Reynisdóttir útskrifaðist úr listnámi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri um síðustu jól. Ég var á myndlistakjörsviði en myndlist var mitt áhuga- svið þegar ég byrjaði í nám- inu,“ segir Auður sem fékk mikinn áhuga á sauma- skap fyrir tveim- ur árum. „Fyrir ári gerði ég mér grein fyrir að ég vildi læra meira um saum. Þar sem ég var meira en hálfnuð með listnámsbrautina ákvað ég að klára og fara síðan suður í klæðskeranám í Tækniskólanum,“ segir Auður en námið í Reykjavík hefst ekki fyrr en í haust. Auður ákvað að sitja ekki auðum höndum heldur fékk að stunda nám á text- ílbraut VMA. „Ég tek 20 einingar í verklegum fögum og raðaði saman því sem mig langaði að gera,“ segir Auður sem er mjög ánægð með VMA og sérstaklega listnámsbrautina þar sem hún segir góðan anda ríkja. Útskrifuð en heldur áfram Hermann Ingi Gunnarsson hóf fyrst nám í VMA fyrir fimm árum og sótti þá grunndeild málmiðnað- ar og vélstjórn. Hann kláraði það nám en lauk þó ekki stúdents- prófi. Eftir frí frá skóla sneri hann aftur til að klára. „ É g v i ld i koma aftur hing- að því mér líkar vel við kennarana sem eru opnir og vilja aðstoða mann, auk þess sem umhverfið allt er þægilegt,“ segir Hermann sem er ánægður með að taka svo langan tíma í stúdents- prófið. „Maður hefur meiri áhuga núna enda er maður að þessu fyrir sjálfan sig en ekki foreldrana.“ Hermann mun útskrifast með yfir 200 einingar og hefur því víðan grunn. „Mér finnst fjöl- breytileikinn bestur við skólann,“ segir hann og stefnir á nám í Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri í framhaldinu að læra búvísindi. Útskrifast með yfir 200 einingar Sigríður Etna Marinósdóttir frá Þistilfirði er 19 ára og útskrif- ast af félagsfræðibraut frá VMA í vor. Hún var ári á undan í grunn- skóla og gat ekki hugsað sér að fara að heiman svo snemma til að fara í heima- vist á Akureyri. Hún byrjaði því í VMA í fjar- námi fyrsta árið og hafði reyndar tekið nokkur fög með tíunda bekk líka. Fjarnámið á greinilega vel við hana því hún hefur verið í fjarnámi öll sumur en setið á skólabekk á Akureyri á veturna. „Reyndar tók ég líka eina önn í Hússtjórnar- skólanum í Reykjavík vorið 2009,“ segir Sigríður Etna sem á greini- lega auðvelt með að læra. Hún er mjög ánægð með skól- ann sinn. „Starfsfólkið er frábært og manni finnst eins og hver og einn nemandi skipti máli,“ segir Sigríður. Hver og einn skiptir máli Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmenn auglýsinga: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is s. 512 5471 og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462. Verkmenntaskólinn á Akureyri Þriggja ára nám til stúdentsprófs fyrir duglega nemendur Fjölskrúðugt skólasamfélag þar sem kapp- kostað er að mæta þörfum allra nemenda Nánari upplýsingar á heimasíðunni: www.vma.is Stúdentspróf að loknu starfsnámi Margvíslegir kostir og sveigjanleiki við samsetningu náms Iðnnám og starfs- brautir við allra hæfi Öflugt félagslíf og frábær heimavist

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.