Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 24
 28. APRÍL 2010 MIÐVIKUDAGUR Menntaskólinn Hraðbraut hentar duglegu námsfólki sem vill ljúka framhaldsskólanámi á sem stystum tíma. Menntaskólinn Hraðbraut við Faxa- fen 10 býður upp á nám til stúd- enstprófs á aðeins tveimur árum og hefur að markmiði að undirbúa nemendur sem allra best fyrir há- skólanám. Ólafur Haukur Johnson skólastjóri segir námsframboð við skólann taka sérstakt mið af þessu markmiði. „Námið er hliðstætt við það sem aðrir skólar bjóða á fjórum árum og skiptist í 15 sex vikna lotur, en nemendur ljúka þremur þriggja eininga áföngum í hverri lotu. Hver sex vikna lota skiptist þá í kennslu í fjórar vikur, próf í eina og einn- ar viku frí,“ útskýrir Ólafur og bætir við að standist nemandi ekki eitthvert prófanna bjóðist honum að taka prófið aftur í frívikunni. Allir nemendur fara á almenna bóknámsbraut á fyrra ári en á því síðara þurfa þeir að velja á milli tveggja bóknámsbrauta, það er málabrautar eða náttúrufræði- brautar. Á báðum námsbrautum er lögð sérstök áhersla á íslensku, ensku og stærðfræði og vega raun- greinar þungt. Kennt er á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum en nemendur mæta svo í skólann á þriðjudögum og föstu- dögum og vinna þá sjálfstætt að náminu. Ólafur viðurkennir að miklar kröfur séu gerðar til nemenda. „Þetta er mikil keyrsla. Mennta- skólinn Hraðbraut hentar því fyrst og fremst duglegu fólki sem vill ljúka framhaldsskóla á sem styst- um tíma, hvort sem nemendur koma beint úr grunnskólum eða úr öðrum framhaldsskólum. Námið er hins vegar vel skipulagt og það gerir nemendum auðveldara fyrir.“ Grunnskólanemar þurfa að jafa fengið 7,5 í einkunn í stærðfræði, íslensku og ensku til að komast inn í skólann. Umsóknir þeirra sem eldri eru eða koma úr öðrum fram- haldsskólum eru metnar hver fyrir sig og nemendur kallaðir í viðtal. „Okkur berst mikill fjöldi umsókna og í síðara tilvikinu þurfum við að neita tveimur af hverjum þremur,“ bendir Ólafur á. Hann segir góða reynslu komna á skólann sem hefur nú starfað í fimm ár. „Næstkomandi föstudag verðum við með boð fyrir fimm ára stúdenta. Þeir hafa verið að fást við allt milli himins og jarðar, svo sem verkfræði, læknisfræði og flug og hefur gengið mjög vel eftir útskrift.“ Tveimur árum á undan Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, segir vel tekið á móti nemendum. „Þetta er lítill og persónulegur skóli þar sem við leggjum upp úr því að öllum líði vel.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þótt nemendur Menntaskólans Hraðbrautar hafi nóg fyrir stafni eru þau Nadía Atladóttir og Eggert Óskar Ólafsson sammála um að fé- lagslíf skólans sé með besta móti. „Félagslífið hérna er mjög gott, persónulegt og kannski svolít- ið ólíkt og tíðkast í hinum stóru skólunum. Hérna þekkjast auð- vitað allir svo vel,“ segir Nadía, sem hefur gegnt stöðu formanns nemendaráðs við skólann í ár og útskrifast af náttúrufræðibraut í vor. Undir þau orð tekur Eggert sem hefur tekið virkan þátt í félagslíf- inu síðan hann hóf nám við skól- ann í haust. „Ég hef mætt mikið á skipulagða viðburði á vegum skól- ans og keppti meira að segja fyrir hans hönd í Söngkeppni fram- haldsskólanna,“ segir hann og kveðst vera ánægður með þann góða anda sem ríkir í skólanum. „Hér er mikið af alveg frábærum krökkum og við styðjum við hvert annað.“ Þau Nadía og Eggert segjast jafnframt vera ánægð með fyrir- komulagið á náminu, því enda þótt námið sé mjög krefjandi sé það í alla staði vel skipulagt. „Ég hef höndlað þetta vel hingað til og ætla að gera það áfram,“ segir Eggert, sem ætlar á náttúrufræðibraut á næsta ári. Nadía er ekki í nokkrum vafa um að vinnubrögðin sem hún hefur til- einkað sér í skólanum muni nýt- ast henni í frekara námi í framtíð- inni. „Þetta á eftir að koma sér vel í læknisfræðinni, en ég hef frá sex ára aldri verið ákveðin í að leggja fyrir mig lýtalækningar,“ segir hún hress í bragði og bætir við að þó ætli hún að taka sér smá frí eins og hún orðar það, með því að skella sér fyrst í tungumálaskóla í haust. Á persónulegum nótum Nadía Atladóttir og Eggert Óskar Ólafsson eru hæstánægð með félagslífið í Mennta- skólanum Hraðbraut. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN T V E I M U R Á R U M Á U N D A N Ágæti verðandi framhaldsskólanemi! Nú er komið að því að velja framhalds skóla. Ef þú ert góður nemandi þarft þú að spyrja þig nokkurra spurninga: 1. Vil ég fara í lítinn persónulegan skóla með líflegu félagslífi? 2. Vil ég fara í skóla með bekkjarkerfi þar sem auðvelt er að mynda vinatengsl? 3. Vil ég fara í skóla sem hefur það að aðalmark- miði að búa nemendur undir nám í háskóla? 4. Vil ég fara í skóla þar sem ég vinn „heima - vinnuna“ í skólanum? 5. Vil ég frekar útskrifast sem stúdent laugardaginn 7. júlí 2012 en laugardaginn 24. maí 2014? Svarir þú þessum spurningum játandi átt þú erindi í Menntaskólann Hraðbraut!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.