Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 26
 28. APRÍL 2010 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● framhaldsnám Árið 2004 var boðið upp á fyrsta Dale Carnegie-námskeiðið fyrir ungt fólk og síðan þá hafa 2200 ungmenni útskrifast. Af öllum þeim sem eru útskrifaðir segja 99 prósent að námskeiðið hafi stað- ist væntingar þeirra og 65 prósent að námskeiðið hafi farið fram úr væntingum. Undanfarin tvö ár hefur Dale Carnegie á Íslandi hlotið viður- kenningu fyrir að vera best í heimi að þjálfa ungt fólk af þeim 80 lönd- um sem bjóða upp á Dale Carnegie- námskeið fyrir unglinga. „Ástæðan fyrir velgengni nám- skeiðanna á Íslandi er árangur- inn sem þátttakendur ná,“ segir Anna G. Steinsen, en hún og Jón Halldórsson hafa yfirumsjón með námskeiðum fyrir unglinga. „Gerð var rannsókn á líðan ungmenna fyrir og eftir námskeið og niður- stöður voru þær að þátttakendur bættu sjálfstraustið, voru jákvæð- ari, höfðu meiri trú á sjálfum sér og voru með sterkari sjálfsmynd. Niðurstöður voru mjög svipaðar þremur mánuðum síðar. Því má álykta að námskeiðið hafi haft já- kvæð áhrif á líðan þátttakenda, aukið sjálfstraust og trú á eigin getu bæði strax eftir námskeiðin og að þremur mánuðum liðnum.“ Á námskeiðunum er unnið með fimm markmið; að efla sjálfstraust á öllum sviðum, auka færni í mann- legum samskiptum, efla tjáningu, styrkja jákvætt viðhorf og þróa leiðtogahæfni. „Margir geta haft sjálfstraust á einhverju tilteknu sviði en vant- að það á öðru. Sumir eiga erfitt með að tala fyrir framan aðra og segja skoðun sína. Aðrir eru fast- ir í neikvæðni gagnvart sjálfum sér og öðrum. Sama hver áskorun- in er þá hjálpum við ungu fólki til að stíga út fyrir þægindahringinn og takast á við þær áskoranir sem upp koma í þeirra lífi. Þetta gerum við með virkri þátttöku, hrósi og hvatningu.“ Námskeiðin eru hins vegar engin skyndilausn og þátttakendur geta ekki einungis mætt og ætlast til þess að þjálfararnir breyti lífi þeirra. „Líkt og í líkamsrækt nærð þú árangri ef þú mætir á æfing- ar, leggur þig fram og passar mat- aræðið, það sama gildir um nám- skeiðið. Mikilvægast af öllu er já- kvætt viðhorf og vilji því það er lykillinn að góðum árangri.“ // KYNNINGARFUNDUR Fimmtudaginn 29. apríl Kl.19 fyrir 13 -15 ára Kl. 20 fyrir 16-20 ára og 21-25 ára Ármúli 11, 3. hæð. // 5 VIKNA NÁMSKEIÐ FYRIR 13-15 ÁRA Hefst 31. maí - mánud. og miðvikud. kl. 17-21 // 5 VIKNA NÁMSKEIÐ FYRIR 16-20 ÁRA Hefst 26. maí - þriðjud. og fimmtud. kl. 18-22 // 5 VIKNA NÁMSKEIÐ FYRIR 21-25 ÁRA Hefst 25. maí - þriðjud. og fimmtud. kl.18-22 // DALE CARNEGIE FYRIR UNGT FÓLK // SÍMI 555-7080 // NAESTAKYNSLOD.IS VILT ÞÚ... ...verða einbeittari í námi? ...geta staðið þig vel í vinnu? ...vera jákvæðari? ...eiga auðveldara með að eignast vini? ...Vera sáttari við sjálfan þig? Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina. Best í að þjálfa ungt fólk Dale Carnegie-námskeiðin eru haldin í 80 löndum um allan heim. Unglinganámskeiðin hérlendis hafa verið afar vel sótt og annað árið í röð fékk Dale Carnegie á Ís- landi viðurkenningu fyrir þjálfun ungs fólks, svokallaðan John Hay- bikar. Viðurkenningin er tilkomin af því að á Íslandi er mesta framboð námskeiða fyrir ungt fólk af þeim löndum þar sem Dale Carnegie- ungmennanámskeið eru kennd. Einnig er mikil ánægja með námskeiðin en samkvæmt mati þátttakenda í lok námskeiða segja að meðaltali 97 prósent þeirra að námskeiðið hafi staðist vænting- ar og 65 prósent segja námskeiðið hafa farið fram úr væntingum. John Hay-bik- ar inn öðru sinni Flest Dale Carnegie námskeið sem sérstaklega eru ætluð ungmennum eru haldin á Íslandi. Það sem þátttakendur höfðu að segja um námskeiðið: „Þetta námskeið breytti lífi mínu. Einkunnirnar eru loksins farnar að hækka. Sjálfstraustið er magnað og engin feimni.“ – Eyjólfur Steinar „Námskeiðið breytti algjörlega viðhorfi mínu til lífsins. Ég er orðin miklu sjálfstæðari, jákvæðari og nú er virkilega gaman að lifa!“ – Hjördís Sif „Sama hver áskorunin er þá hjálpum við ungu fólki til að stíga út fyrir þægindahring- inn og takast á við þær áskoranir sem upp koma í þeirra lífi,“ segir Anna G. Steinsen, en hún hefur yfirumsjón með Dale Carnegie námskeiðum fyrir unglinga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þjálfunin byggist upp á virkri þátttöku nemenda. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Dale Carnegie er í samstarfi við ýmis sveitarfélög, þjónustumið- stöðvar, námsráðgjafa og sál- fræðinga. Einnig er Dale Carn- egie í samstarfi við Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Blindrafélagið og Einstök börn. Öll þjálfun hjá Dale Carnegie byggist upp á virkri þátttöku í stað fyrirlestra. Þátttakendur leysa krefjandi og skemmtileg verkefni sem nýtast þeim í samfélaginu. Árangur næst með því að mæta á æfingar, fá leiðbeiningar frá þjálfara, æfa og æfa þangað til þátttakendur öðlast hæfni. „Til að fólk fái meira sjálfs- traust, betri sjálfsmynd og hafi meiri trú á eigin getu þá er ekki nóg að lesa um það eða hugsa um það. Það er einungis fyrsta skref- ið. Fólk verður svo að gera eitthvað í því,“ segir Anna G. Steinsen hjá Dale Carnegie. Margir aðilar hafa nýtt sér þjónustuna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.