Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2010 21 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 28. apríl 2010 ➜ Tónleikar 12.15 Tríó Reykjavíkur verður með hádegistónleika á Kjarvalsstöðum við Flókagötu. Á efnisskránni eru verk eftir J. Haydn, Beethoven og G. Fauré. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. 20.00 Kammerkór Seltjarnarnes- kirkju við Kirkjubraut heldur vortón- leika. Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir Jacob de Haan, Egil Gunnarsson, Bob Chilcott og J.S. Bach. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. 21.00 Tvíeykið Hank & Tank sem skipað er Henriki Björnssyni og Þorgeiri Guðmundssyni, verður með útgáfutón- leika á Sódómu Reykjavík við Tryggva- götu. Einnig koma fram Nolo og Dj. Einar Sonic. 21.00 Uwaga Wagga sem er sam- tarfsverkefni tónlistarmanna frá Bosníu, Póllandi, Danmörku og Íslandi, stendur fyrir tónlistaruppákomu á Kaffi Rósen- berg við Klapparstíg. ➜ Sýningar Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu 15, hefur verið opnuð sýning tileinkuð Sigurði A. Magnússyni, rithöfundi, gagnrýnanda, þýðanda og baráttumanni. Nánari upplýsingar á www. thjodmenning.is. Opið alla daga kl. 11-17. ➜ Síðustu forvöð Búið er að framlengja sýningu á högg- myndum Þorbjargar Pálsdóttur að Sjafnargötu 14, sem var heimili og vinnustofa listakonunnar til margra ára. Sýningu lýkur sunnudaginn 2. maí og er opin virka daga kl. 15-18 og um helgar kl. 12-18. Enginn aðgangseyrir. ➜ Leikrit 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir leikrit- ið Stræti eftir Jim Cartwright. Sýningar fara fram í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Nánari upplýsingar á www.lhi.is og www.midi.is. ➜ Málstofa 16.00 Í Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg verður haldin málstofa til heið- urs Jóhanni Jónssyni skáldi. Lesið verð- ur úr bréfum, ferðasögum, örlagasögu auk ljóða. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Á morgun sýnir Áhugaleikhús atvinnumanna sitt fjórða örverk um áráttur, kenndir og kenjar. Örverkin sem öll eru kennd við mánuðinn sem þau eru flutt í og eru hugleiðingar um mann- lega tilvist í Reykjavík dagsins í dag eru hvert um sig frumsýnd síðasta fimmtudag í mánuði allt þetta ár. Apríl er sagður grimmastur mánaða og lýsir verkið grimmd áfellisdómanna sem fljúga nú um þjóðarþelið. Fyrirgefningin er því efst á baugi í verkinu. Er áhorfendum boðið að taka þátt í einhvers konar friðþægingar- athöfn og verður gerningurinn í Hugmyndahúsi háskólanna sem er í gamla Alliance-húsinu sem nú ber heitið Útgerðin. Verður sýningin jafnframt send út á Net- inu á slóðinni: www.herbergi408. is. Leikarar Áhugaleikhúss atvinnumanna munu ríða á vaðið með játningar og leiða athöfnina sem er öllum opin og er ókeypis aðgangur. Hægt er að líta á eldri verk hópsins á sömu slóð. eða vefnum: www.ahugaleikhus- atvinnumanna.com. Leikstjóri er Steinunn Knúts- dóttir og meðal þátttakenda má nefna Aðalbjörgu Árnadóttur, Árna Pétur Guðjónsson; Hann- es Óla Ágústsson, Orra Hugin Ágústsson, Ólöfu Ingólfsdóttur, Arndísi Egilsdóttur, Jórunni Sig- urðardóttur, Láru Sveinsdóttur, Magnús Guðmundsson, Mörtu Nordal og Svein Ólaf Guðmunds- son. - pbb Fyrirgefning og áfellis- dómar Verk Gunnars Þórðarsonar eru áberandi í menningarlífinu þessa dagana: á sunnudag stýrði hann flutningi á sönglögum af Vísna- plötunum tveimur í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum og var flutn- ingurinn sendur út beint á Rás 2. Í gær komu síðan plöturnar tvær út í veglegri útgáfu á forlagi Senu. Um helgina ætlar síðan Söng- deild Tónlistarskóla FÍH að flytja verkið Lifun eftir Trúbrot þar sem Gunnar var í forsvari og átti stór- an hlut af efni kantötunnar ásamt þeim Magnúsi Kjartanssyni, Rún- ari Júlíussyni og Karli Sighvats- syni. Hópurinn sem kemur að flutningnum á föstudag og laugar- dag samanstendur af sjö söngvur- um og sjö manna rokkhljómsveit sem hafa æft sleitulaust undan- farnar vikur undir stjórn kenn- aranna Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjönu Stefánsdóttur: „Útkom- an er vægast sagt frábær“ segir í tilkynningu frá skólanum. Platan Lifun var tímamótaverk í íslenskri rokksögu. Þessi plata hefur haft gífurleg áhrif á íslenska tónlistar- sköpun síðustu tvo áratugi. Tónleikarnir verða í Hátíðarsal FÍH, Rauðagerði 27 sem hér segir: föstudaginn 30. apríl kl.20, laug- ardaginn 1. maí eru tvær sýning- ar, sú fyrri kl. 17 og sú síðari kl. 20. Söng annast Arna Rún Ómars- dóttir, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Sigríður Stella Guðbrandsdóttir, Sigursveinn Árnason, Sturla Kas- persen, Unnur Birna Björnsdótt- ir og Vigdís Ásgeirsdóttir. Þeim til stuðnings er sterk sjö manna sveit ungra hljóðfæraleikara, en listrænir stjórnendur eru þau Ásgeir J. Ásgeirsson, Kristjana Stefánsdóttir og Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir. Miðasala er við inn- ganginn og á midi.is. - pbb Söngdeild FÍH flytur Lifun TÓNLIST Lifun verður spiluð í sal FÍH um helgina og hammondinn keyrður þótt Karl Sighvatsson, Rúnar Júl og Gunnar Jökull sé fallnir frá.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.