Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2010 23 Leikkonan Brooke Shields segist ekki þurfa að stunda líkams- rækt jafn grimmt nú þegar hún er orðin tveggja barna móðir því það sé næg líkamsrækt að hlaupa á eftir börnunum liðlang- an daginn. Hún segir börnin þó vel upp alin og að þau hafi gott af reglum. „Þau elska háttatímann því það eru ákveðnar reglur sem við fylgjum. Þau borða, baða sig og svo lesum við bók saman og förum að lokum með bænirnar. Þeim virðist líða vel þegar þau vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ég held að þeim finnist þau öruggari ef þau búa við reglur.“ Segir börn vilja reglur MÓÐURSTARFIÐ SKEMMTILEGT Brooke Shields segist ekki þurfa að stunda líkamsrækt eftir að hún varð móðir. Þráinn Gunnlaugur Þorsteinsson og Bene- dikt Steinar Benediktsson, eða Benni Valdez & Brisk, hafa gefið út plötuna Svona rúllum við. Þar er rapp með R&B-áhrifum í fyrirrúmi og eru allir textarnir á íslensku. „Við erum búnir að vera í eitt og hálft ár að vinna saman. Við byrjuðum hver í sínu horni en síðan ákváðum við að sameina kraftana,“ segir Þráinn, sem er úr Hafnarfirði en Benedikt úr Garðabæ. „Okkur fannst þessi stefna ekki alveg nógu algeng á Íslandi og það fékk okkur til að vinna saman.“ Platan er unnin út frá vinnuaðferð innan bandaríska hiphop-„mixtape“-markaðarins þar sem taktur lags frá öðrum listmanni er tekinn og nýtt lag samið yfir hann. Venjulega er þó umræðuefni, laglínur eða viðlög upprunalega lagsins notuð áfram en á Svona rúllum við er þetta samið algjörlega frá grunni. „Við erum að reyna að koma okkar nafni á framfæri og sýna að það sé hægt að gera þetta á íslensku, eins og hefur komið í ljós með menn eins og Frið- rik Dór. Það er eftirspurn eftir svona tónlist á Íslandi og menn eru til staðar til að gera þetta. Þetta er eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Þrá- inn. Upptökuteymið Redd Lights, sem hefur unnið með Friðriki Dór, hljóðblandaði plötuna. Allt annað gerðu þeir Þráinn og Benedikt upp á eigin spýtur. Þar kom nám þeirra að góðum notum því Þráinn er nemandi við Margmiðlun- arskólann og Benedikt stundar nám í upptöku- stjórn við Full Sail-háskólann í Flórída. Svona rúllum við er fáanleg til niðurhals á síðu þeirra Bennivbrisk.com. - fb Meira rapp og R&B á íslensku BENNI VALDEZ & BRISK Fyrsta plata Benna Valdez & Brisk, Svona rúllum við, er komin út á Netinu. Þráinn er hægra megin á myndinni. Írski bjórframleiðandinn Guinness valdi Skálafells- jökul til að taka upp sjón- varpsauglýsingu á dögun- um. Kvikmyndagerðarmenn náðu rétt svo að forða sér undan eldgosinu. „Menn þurftu að vera ansi snögg- ir að hugsa til að púsla þessu öllu saman,“ segir Leifur B. Dagfinns- son, framleiðandi hjá framleiðslu- fyrirtækinu True North. Fyrir- tækið tók upp auglýsingu fyrir írska bjórframleiðandann Guinn- ess á Skálafellsjökli. Auglýsinga- stofan vildi ná glæsilegu sólarlagi og því lagði kvikmyndagerðarfólk- ið snemma af stað upp á Skála- fellsjökul að morgni 19. apríl. „Við náðum alveg gullfallegum mynd- um og vorum bara að hlusta á fréttir milli fjögur og fimm og heyrðum þá af hugsanlegu eldgosi í Eyjafjallajökli,“ útskýrir Leifur en þá tók við ansi hröð atburðarás því loka þurfti brúnni yfir Mark- arfljót í kjölfar gossins og vegur- inn suður fór í sundur á stórum kafla. „Það þýddi því ekkert annað en að koma sem flestum í flug frá Höfn og það voru einhverjir sem neyddust til að keyra hina leiðina,“ útskýrir Leifur. En þetta var ekki allt því strax daginn eftir hófust tökur í myndveri og þá vantaði sárlega svokallaða Phanton- myndavél sem er einstök og getur tekið þús- und ramma á sekúndu. Hún var hins vegar föst í London vegna flugbannsins fræga ásamt tveim- ur starfsmönnum. „Við leituðum úti um allt, til Suður-Afríku, Kan- ada, Bandaríkjanna en fundum hana ekki. Svo þurftum við að sérsmíða flöskurnar frægu og frysta þær á sérstakan hátt og þetta var náttúrlega heljarinn- ar ævintýri, svo ekki sé meira sagt.“ Starfsmenn auglýsingastof- unnar sem höfðu veg og vanda af auglýsingunni voru síðan auðvit- að fastir hér á Íslandi en að sögn Leifs var það hálfgert lán í óláni. „Þeir fóru í þyrluferð og á hestbak þannig að þetta varð svona meiri túristapakki sem er bara gott.“ freyrgigja@frettabladid.is GUINNESS-AUGLÝSING Á ÍSLANDI Í ÍSLENSKU UMHVERFI Nýjasta herferð Guinness- bjórsins er tekin að hluta til á Íslandi. Leifur B. Dagfinnsson og félagar hjá True North urðu að bregðast skjótt við þegar gosið í Eyjafjallajökli setti samgöngur úr skorðum. airgreenland.com Höfuðborg Grænlands - spennandi áfangastaður Þú færð nýja sýn á lífið í ferð til Nuuk. Í þessari aðlaðandi höfuðborg mætast fortíð og framtíð í götumynd gamalla tréhúsa og nýrra bygginga. Það er ógleymanleg tilfinning að sigla inn 100 km langan Nuuk fjörðinn með 1000 metra há fjöll á hvora hlið og sjá í fjarðarbotninum hvernig skriðjökulinn teygir sig ofan í sjó. Frá Nuuk er einnig upplagt að heimsækja þorpið Kapisillit og kynnast hefðbundnu veiðimannaþorpi í stórfenglegri náttúru. FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL NUUK, ÖNNUR LEIÐIN FRÁ AÐEINS 22.662,- ISK* Skattar og gjöld innifalin. *955 DKK. Miðað við Visa kortagengi 15.04.2010 og 23.74 ISK = 1 DKK, með fyrirvara um breytingar á gengi ISK.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.