Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 42
26 28. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Júlíus Jónasson mun taka við þjálfun karlaliðs Vals eftir þetta tímabil en þetta var tilkynnt í gær. Júlíus er uppalinn Valsari, lék með félaginu upp alla yngri flokka og hefur unnið alla titla með félaginu. „Ég tengist félaginu böndum eftir öll þessi ár,“ segir Júlíus en vill samt ekki segja að það hafi verið draumastarfið að þjálfa Valsliðið. „Þegar maður er að þjálfa þá hefur það alveg komið upp í kollinn að það væri gaman að þjálfa Val einhvern tímann. Það hefur samt ekki verið stefnan að fara þangað enda meistaraflokkurinn búinn að vera í fínum málum og með frábæran þjálfara öll þessi ár en ég held að Óskar sé búinn að vera þarna í sjö ár,“ segir Júlíus. Júlíus lék síðast með Val árið 2002 en fór síðan til ÍR þar sem hann þjálfaði liðið í fimm ár. Hann hefur síðan verið með kvennalandsliðið. „Það er öðruvísi að vera í daglegri þjálfun en að vera með landslið. Bæði verkefnin eru mjög skemmtileg,“ segir Júlíus. Júlíus er þjálfari kvennalandsliðsins sem á góða möguleika á að komast á sitt fyrsta stórmót og það kom aldrei til greina hjá Júlíusi að hætta með stelpurnar. „Það var ljóst frá byrjun að ég gat ekki hugsað um þetta eingöngu út frá karlaliðinu. Þetta var allt gert í samráði við sambandið,“ sagði Júlíus sem heldur áfram með kvennalandsliðið. Hann segir að tímasetningin muni ekki hafa truflandi áhrif á Valsliðið sem leikur fyrsta úrslitaleikinn á móti Haukum á föstudaginn. „Óskar kom að þessu hvenær ætti að setja þetta í loftið með það í huga hvenær það væri hentugast fyrir leik- mennina,“ segir Júlíus sem verður áfram bara áhorfandi út tímabilið. „Ég fylgist með eins og áður en kannski horfi á þetta með öðrum augum,“ segir Júlíus en stelpurnar verða í aðalhlutverki hjá honum fram á vor. „Númer eitt, tvö og þrjú hjá mér í dag er að tryggja stelpurnar í úrslitin á EM,“ segir Júlíus. JÚLÍUS JÓNASSON: TEKUR VIÐ ÞJÁLFUN VALS EN ÞJÁLFAR KVENNALANDSLIÐIÐ ÁFRAM Gat ekki hugsað um þetta eingöngu út frá karlaliðinu SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR FÓTBOLTI Evrópumeistarar Barce- lona taka á móti ítalska liðinu Inter í seinni leik liðanna í undan- úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter vann fyrri leik lið- anna, 3-1, á Ítalíu og Evrópumeist- ararnir eiga því verk fyrir höndum gegn lærisveinum José Mourinho í kvöld. José Mourinho, þjálfari Inter, segir að það sé draumur hjá hans félagi að komast í úrslit Meist- aradeildarinnar en þráhyggja hjá Barcelona. „Þar liggur munurinn hjá félög- unum. Draumur er tærari en þrá- hyggja. Það fylgir því stolt að dreyma, sama hvar þú ert í heim- inum. Barcelona dreymdi að kom- ast í úrslitaleikinn í Róm í fyrra en það er þráhyggja hjá félaginu að komast á Santiago Bernabeau í ár,“ sagði Mourinho af einstakri list á blaðamannafundi í gær. Stuðningsmönnum Inter bárust góð tíðindi í gær þegar ljóst var að Hollendingurinn Wesley Sneij- der getur spilað með liðinu í kvöld en hann meiddist í leik Inter um síðustu helgi. „Hann er ágætur og mun spila. Við sjáum svo til þegar líður á leikinn hvort hann geti spilað í 90 mínútur,“ sagði þjálfarinn. Mourinho er á kunnuglegum slóðum í Barcelona en hann vann sem túlkur fyrir félagið á sínum tíma. Hann óttast ekki hvernig Barcelona stillir sínu liði upp í kvöld heldur segist hann einbeita sér að sínu liði. „Barcelona er topplið með frá- bærum leikmönnum og þjálf- ara. Þeir hafa leikið fótbolta með sömu hugmyndafræðinni í mörg ár en að sama skapi hefur þetta lið aðlagað sig breyttum aðstæð- um hverju sinni. Við höfum séð Zlatan og Messi spila ýmsar stöð- ur og þetta lið getur spilað lifandi og fjölbreyttan fótbolta. Við höfum aftur á móti okkar leikstíl og erum að hugsa um sjálfa okkur. Við veltum ekki fyrir okkur hvernig þeir spila,“ sagði Portúgalinn. - hbg Evrópumeistarar Barcelona eru með bakið upp við vegg fyrir seinni leikinn gegn Internazionale í kvöld: Inter dreymir um að spila úrslitaleikinn FAGNA ÞEIR Í KVÖLD? Leikmenn Inter fagna hér marki í fyrri leik liðanna. Þeir vonast til þess að fagna í Barcelona í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Benedikt Guðmunds- son hefur hætt störfum hjá upp- eldisfélagi sínu, KR, þar sem hann hefur unnið frábært starf síðustu árin. Benedikt gerði karlalið félags- ins að meisturum fyrir ári og lék svo sama leik með kvennalið félagsins í ár. „Ég starfa ekki fyrir KR á næsta ári hið minnsta. Við skild- um í góðu og það eru engin leið- indi í kringum mína brottför,“ segir Benedikt. „Ég vildi vera með kvennaliðið áfram en það er niðurskurður hjá félaginu og ég hefði þurft að taka á mig mikla launalækkun til þess að halda því starfi áfram. Ég þarf að sjá fyrir fjölskyldu og gat því ekki tekið því sem var í boði. Ég skil samt KR vel og því eru engin illindi í þessu,“ segir Benedikt en hann gerir einnig ráð fyrir að láta af störfum sem íþróttafull- trúi KR. Benedikt segist þó ekki vera á þeim buxunum að hætta að þjálfa körfubolta. „Ég ætla að þjálfa næstu 20 árin. Að þjálfa körfubolta er hluti af mínum lífsstíl og ég vonast til þess að finna annan góðan stað til þess að vinna næsta vetur,“ segir Benedikt. - hbg Benedikt hættur hjá KR: Ætla að þjálfa næstu 20 árin Á LAUSU Einn færasti körfuboltaþjálfari landsins leitar nú að nýrri vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Breytingar hjá Akureyri Handknattleikslið Akureyrar mun taka einhverjum breyt- ingum fyrir næsta vetur. Jónatan Magnússon er á leið til Noregs og heyrst hefur að Árni Þór Sigtryggsson hafi einn- ig hug á að reyna að komast að hjá erlendu félagi. Hermt er að þjálfarinn, Rúnar Sigtryggsson, muni hætta með liðið og hefur þegar heyrst að Akureyringar hafi áhuga á Óskari Bjarna Óskars- syni sem hættir með Val í sumar. Hvort Óskar hafi áhuga á að fara norður er svo annað mál. Þeir Heimir Örn Árnason og Guðlaugur Arnarsson verða áfram hjá liðinu að óbreyttu. FÓTBOLTI Íslenski landsliðsmaður- inn Hermann Hreiðarsson hefur gefið það út að hann vonist eftir því að fá nýjan samning hjá Port- smouth en núverandi samningur Hermanns við félagið rennur út í sumar. Hermann er meiddur sem stendur og spilar ekki aftur fót- bolta fyrr en í október. Þrátt fyrir það vonast hann til þess að vera áfram hjá félaginu en hann er afar vinsæll hjá stuðningsmönn- um félagsins. „Hermann mun snúa aftur og hann er ekki að hætta í fótbolta. Hann vonast til þess að snúa aftur í október eða nóvember. Ég tel að það væri sanngjarnt af Portsmouth að bjóða honum nýjan samning þar sem hann hefur gefið félaginu allt sem hann á,“ sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Hermanns, við Sky Sports. „Við höfum ekki fengið neitt tilboð enn sem komið er en Her- mann vill vera hér áfram enda líkar honum vel í Portsmouth og hann elskar stuðningsmennina. Ég tel að hann geti spilað meðal þeirra bestu í 2-3 ár í viðbót.“ - hbg Hermann Hreiðarsson: Vill vera áfram hjá Portsmouth LÍTIÐ UM TILBOÐ Hermann er meiddur og því ekki að furða að tilboðunum rigni ekki inn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI FC Bayern er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti síðan árið 2001. Þá lagði liðið Valencia af velli eftir vítaspyrnukeppni. Bayern skellti Lyon í Frakklandi í gær, 0-3, með mörkum frá Króatanum Ivica Olic. Bayern vann því rimmu félaganna 4-0 samanlagt. Gestirnir frá Þýskalandi voru sterkari og á 26. mínútu kom Ivica Olic þeim yfir í leiknum. Hann fékk þá sendingu í miðjan teiginn, snéri af sér varnarmann og kláraði færið sitt með stæl. Enn eitt afar mikilvæga markið hjá Króatanum sem hefur reynst þýska félaginu heldur betur dýrmætur í þessari keppni í ár. Frakkarnir reyndu af veikum mætti að koma sér inn í leikinn en uppskáru aðeins eitt færi í fyrri hálfleiknum sem þeir misnotuðu. Leikmenn þýska liðsins stýrðu hraðanum í leiknum og virtust lík- legir til þess að skora í fjöldamörg skipti er þeir náðu boltanum. 0-1 stóð í leikhléi. Þeir sem áttu von á því að Lyon myndi hrista upp í hlutunum og reyna djarfa hluti í síðari hálf- leiknum urðu fyrir vonbrigðum. Liðið átti engin svör við leik Bay- ern í fyrri hálfleik og sama ráð- leysið var í leik liðsins í síðari hálfleik. Mótlætið fór í taugarnar á heima- mönnum og Cris fékk að fjúka af velli á 56. mínútu fyrir skrautlega tæklingu sem og að rífa kjaft. Sjö mínútum síðar kláraði Olic dæmið fyrir Bayern. Fékk smekklega stungusendingu frá Altintop sem hann skilaði í markið. Olic var ekki á því að ljúka keppni þrátt fyrir vænlega stöðu, heldur vildi fullkomna þrennuna. Hann náði þeim áfanga tólf mín- útum fyrir leikslok er hann skor- aði skallamark af stuttu færi. 0-3 og Bayern komið í úrslitaleikinn með stæl. Claude Puel, þjálfari Lyon, við- urkenndi að sitt lið hefði einfald- lega tapað fyrir betra liði. „Ég verð að viðurkenna að þeir voru sterkari. Það er reyndar synd að við skyldum ekki jafna leikinn því við fengum tækifæri til þess. Þegar við missum síðan Cris af velli var þetta erfitt. Bayern stýrði leiknum og lét okkur hlaupa. Ég get ekki gagnrýnt mína leikmenn mikið því þeir lögðu sig fram,“ sagði Puel. Arjen Robben, leikmaður Bay- ern, hrósaði Olic eftir leikinn. „Hann er ótrúlegur leikmaður. Gefur meira en 100 prósent í hvern leik og hleypur endalaust. Það er lygileg orka í þessum manni. Hann er liðinu okkar afar mikilvægur,“ sagði Robben eftir leikinn en hann vill mæta Inter í úrslitum. henry@frettabladid.is Olic skaut Bayern í úrslit Króatinn Ivica Olic sá til þess í gær að FC Bayern leikur til úrslita í Meistara- deild Evrópu að þessu sinni. Olic skoraði þrennu fyrir Bayern gegn Lyon í Frakklandi í gær. Bayern mætir Inter eða Barcelona í sjálfum úrslitaleiknum. MAGNAÐUR Króatinn Ivica Olic hélt áfram að fara á kostum með FC Bayern í Meist- aradeildinni í gær og skoraði þrennu að þessu sinni. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.