Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 46
30 28. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. innsigli, 6. í röð, 8. púka, 9. berg- mála, 11. gangflötur, 12. gljáun, 14. sítt, 16. í röð, 17. eyrir, 18. rjúka, 20. svörð, 21. stagl. LÓÐRÉTT 1. laut, 3. í röð, 4. umhverfis, 5. óvild, 7. tonn, 10. siða, 13. líða vel, 15. traðkaði, 16. dolla, 19. samtök. LAUSN LÁRÉTT: 2. lakk, 6. rs, 8. ára, 9. óma, 11. il, 12. fágun, 14. langt, 16. de, 17. aur, 18. ósa, 20. mó, 21. stag. LÓÐRÉTT: 1. gróf, 3. aá, 4. kringum, 5. kal, 7. smálest, 10. aga, 13. una, 15. tróð, 16. dós, 19. aa. „Ég veit ekki hvaða sess Rod hefur í hugum fólks, en hann er allavega einn besti söngvari allra tíma í mínum eyrum og augum,“ segir söngvarinn Daníel Ágúst Haraldsson. Daníel Ágúst er einn af þrem- ur stofnfélögum fyrsta Rod Stew- art-klúbbsins á Íslandi. Hinir tveir hafa einnig getið sér gott orð á söngsviðinu, Krummi Björg- vinsson úr Mínus og Birgir Ísleif- ur Gunnarsson úr Motion Boys, en stofnfundur klúbbsins var um helgina. „Þetta var innsiglað með góðum drykkjum og góðri músík. Það var náttúrulega bara hlustað á einn mann allt kvöldið,“ segir Daníel og bætir við í léttum dúr að það sé algjör hneisa að maðurinn sé ekki spilaður í útvarpi allan dag- inn. „Það ætti að vera sérstök stöð tileinkuð Rod Stewart.“ Rod Stewart-klúbburinn er fyrsti aðdáendaklúbburinn sem Daní- el Ágúst gengur í. Hann játar að það sé við hæfi að sá klúbbur sé til- einkaður Rod Stewart og hann sé í þokkabót stofnmeðlimur. En hvert eiga menn að snúa sér ef þeir vilja ganga til liðs við klúbbinn? „Það er ekkert mjög flókið. Bara setja sig í samband við stofnmeð- limi klúbbsins og mæta á næsta fund með góða skapið og kannski einhverja punkta um Rod eða lög sem maður hefur ekki heyrt áður,“ segir Daníel áður en hann stiklar á stóru um inntökuskilyrðin. „Það er algjört skilyrði að menn hafi ein- skæran áhuga á öllu sem maðurinn hefur gert, sérstaklega í músík. Þó að karakterinn sé mjög litríkur og skemmtilegur og oft á tíðum kjána- legur og þess vegna alveg stór- kostlegur þá er það náttúrulega músíkin sem stendur upp úr.“ Markmið klúbbsins eru háleit og Daníel Ágúst horfir til útlanda í þeim efnum. Alþjóðlegt samstarf er á teikniborðinu, enda fjölmarg- ir aðdáendaklúbbar tileinkaðir Gamla rámi, eins og Rod Stewart er jafnan kallaður. „Við þurfum að gerast félagar í einhverjum stærri söfnuðum og félögum; alþjóðasam- tökum sem hafa það markmið að dýrka Rod,“ segir Daníel að lokum. atlifannar@frettabladid.is DANÍEL ÁGÚST HARALDSSON: ROD ER EINN BESTI SÖNGVARI ALLRA TÍMA Stofna fyrsta íslenska Rod Stewart-aðdáendaklúbbinn STOFNFÉLAGAR FUNDA Daníel Ágúst og Birgir Ísleifur hafa stofnað fyrsta íslenska Rod Stewart-aðdáendaklúbbinn. Á myndina vantar Krumma Björgvinsson, sem var heima með pest. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Smygl á evrópskum fálkum til Mið-Austurlanda. 2 Íslenskar pylsur líkar þýskum bratwurst-pylsum, úr svínakjöti og kryddi. 3 Embætti forseta Íslands. „Þetta er verkefni sem fyrst var haldið í Póllandi árið 2006. Þá var galleríum víða um heim boðið að koma og taka þátt í hátíðinni sem fram fór í yfirgefninni villu í borginni Varsjá. Í ár var ákveðið að verkefnið færi fram hér á landi og munu alls tólf gallerí taka þátt auk Kling og Bang og i8 gallerí sem eru starfandi hér í Reykjavík,“ segir Kristín Dagmar Jóhannesdótt- ir verkefnastjóri. Villa Reykjavík fer fram í Reykja- vík dagana 9. júlí til 31. júlí. Þar munu listagallerí víðs vegar að taka þátt og mynda hálfgert listaþorp í borginni miðri. Að sögn Kristínar Dagmarar eru þau gallerí sem boðað hafa komu sína hingað til lands í sumar mjög skapandi og spennandi og munu þau standa fyrir ýmsum skemmtilegum listviðburðum ásamt sínum listamönnum. „Hver og einn byrjar á því að skipu- leggja sitt verkefni í sínu heimalandi, svo koma þau hingað í sumar og setja upp listsýningar auk annarra viðburða líkt og tónleika, gjörninga og kvikmynda- sýningar. Íslenska umgjörðin verður svo alfarið í höndum Gallerí Kling og Bang og munu þeir sjá um að setja upp sýningar íslensku listamannanna. Hugmyndin er að hafa afmarkað svæði hér í borg- inni þar sem hvert gallerí fær svolítið rými fyrir sig. Við erum að skoða auð húsnæði víða um bæinn en nákvæm staðsetning og heildardagsskrá verður tilkynnt síðar.“ Kristín Dagmar segir verkefnið geta haft góð áhrif á íslenskt listalíf auk þess sem það eflir tengsl á milli íslenskra og erlendra listamanna. „Það er frábært að fá þessi gallerí hingað, bæði fyrir borgarbúa og svo auðvitað íslenskt listalíf. Þetta er kjörið tækifæri fyrir listafólk til að sýna sig og sjá aðra,“ segir Kristín Dagmar að lokum. Frekari upp- lýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu hátíðar- innar www.villareykjavik.com. - sm Listamessa í miðborginni SKEMMTILEGT VERKEFNI Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Villa Reykjavík, segir verkefnið hafa góð áhrif á íslenskt listalíf. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Mér líst vel á starfið og ætla að taka mér tíma fram yfir helgi til að átta mig aðeins hlutunum,“ segir Erna Kettler, nýráðinn dag- skrárstjóri Ríkissjónvarpsins. Erna verður yfir sameinaðri deild innlenda og erlenda sjónvarpsefnisins hjá RÚV en hún var áður á erlendu deildinni. Þá var hún einnig dag- skrárstjóri erlendu deildarinnar á Stöð 2 en Erna sleit barnsskónum í dagskrárdeild Stöðvar 2 og hefur því víðtæka reynslu í bæði erlendum og innlendum dagskrárdeildum. Töluverður styr hefur staðið um Ríkissjón- varpið, ekki síst meðal íslenskra kvikmynda- gerðarmanna eftir ummæli útvarpsstjórans Páls Magnússonar um að RÚV hygðist ekki fjárfesta í innlendu efni. Erna segist ekki vera í aðstöðu til þess að tjá sig um það mál, hún sé ekki einu sinni komin með lyklavöld- in. „Við erum að sjálfsögðu öll af vilja gerð,“ segir Erna, sem var heldur ekki tilbúin til að tjá sig um framtíð Spaugstofunnar sem hefur legið í lausu lofti. Þegar Erna er spurð hvort áhorfendur eigi von á byltingu á dagskrá RÚV segist hún vissulega hafa myndað sér skoðun á því hvernig hlutirnir eigi að vera. Það séu hins vegar nýir tímar og fólk verði að velta hverri einustu krónu fyrir sér nokkrum sinn- um. „Auðvitað viljum við vera með meira af íslensku efni, við höfum verið með mikið af heimildarmyndum en ekki eins mikið af leiknu efni og við höfum viljað,“ segir Erna. „En þetta snýst auðvitað allt um það hverju við höfum efni á.“ - fgg Tjáir sig ekki um framtíð Spaugstofunnar NÝR DAGSKRÁRSTJÓRI Erna Kettler er nýr dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins. Hún segir allt velta á því hversu miklir fjármunir séu fyrir hendi. „Sushi-staðurinn í Kringlunni er mjög vinsæll. Ég fer oft þangað þegar ég er í Reykjavík.“ Ísfirski tónlistarmaðurinn Biggibix, eða Birgir Örn Sigurjónsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá eru félagarnir Auðunn Blön- dal, Egill Einarsson og Sveppi staddir í Món- akó þessa dagana þar sem lokamót Evrópumótarað- arinnar í póker fer nú fram. Auðunn og Egill tóku þátt og sá fyrrnefndi datt út 40 mínútum áður en fyrsta degi lauk. Sá síðarnefndi komst í gegnum fyrsta dag, en datt út 40 mínútum eftir að mótið hófst á ný á degi tvö. Félagarnir duttu báðir út með tíupar á hendi … Félagarnir eru einnig að taka upp sjónvarpsþátt í Mónakó og í nafni þess tók Sveppi þátt í fjölmiðlapókermóti sem haldið var í tengslum við Evrópumóta- röðina. Auðunn og Egill stýrðu honum í gegnum það sem varð til þess að spilafélagar Sveppa sáu á honum bera bumbuna oftar en þeir kærðu sig um. Kleópatra Kristbjörg, majónes- forstjórinn þjóðþekkti, stal nánast senunni á frumsýningu Íslands- klukkunnar. Kleópatra mætti þar ásamt fríðu föruneyti og nýjum kærasta sem skar sig úr prúðbúnum gestaskaranum, klæddur í skærgula flíspeysu og gallabuxur. Þótt svokall- aðir aðstoðarmenn forstjórans vildu að ljósmyndarar næðu að fanga skötuhjúin saman þá vildi Kristbjörg ekki heyra minnst á slíkt. Uppselt er á tónleika Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem verða haldnir í Háskólabíói 16. júní. Vegna þessara góðu viðbragða verða haldnir aukatónleikar fyrir þá sem ekki náðu sér í miða og verður tilkynnt um dagsetningu þeirra innan skamms. Sigríður Thorlacius og félagar í Hjaltalín geta því vel við unað og ljóst að margir bíða spennt- ir eftir þessum fyrstu sameiginlegu tónleikum þessara tveggja mögnuðu sveita. - afb, fgg, fb FRÉTTIR AF FÓLKI MATSEÐILL RÉTTUR DAGSINS, súpa, fi skur og kaffi . . . . . . . 1290 Súpa dagsins fylgir öllum réttum Fiskur og franskar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1190 Fiskibollur með lauksmjöri, remó og kartöfl um . . . 1090 Plokkfi skur með bernaissósu og rúgbrauði . . . . . . . 1190 Fiskisúpa, troðfull af fi ski, hvítlauksbrauð fylgir . . . 1390 Súpa dagsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 490 Gos, Kristall, Pilsner og kaffi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 250

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.