Fréttablaðið - 29.04.2010, Page 2

Fréttablaðið - 29.04.2010, Page 2
2 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR SAMGÖNGUR Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur voru opnaðir fyrir flugumferð í gær, eftir að hafa verið lokaðir í á annan dag vegna ösku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Vélar frá bæði Icelandair og Ice- land Express lentu á Keflavíkur- flugvelli í gær, og er reiknað með að flogið verði um flugvöllinn í dag. Veðurspá er hagstæð flugi næstu daga. Farþegar eru þó eftir sem áður hvattir til að fylgjast með komu- og brottfarartímum sem gætu breyst með litlum fyrirvara. - bj Keflavíkurflugvöllur opnaður: Veðurspá góð næstu daga DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur ákveð- ið að flýta meðferð tveggja mála er varða lögmæti myntkörfulána. Kom- ist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lánin séu ólögleg, eins og Héraðs- dómur Reykjavíkur komst að í öðru málanna, þýðir það ekki að hagur allra neytenda vænkist eða að allri óvissu um lánin sé þar með eytt. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofu- stjóri Hæstaréttar, segir að ákvörð- un um flýtimeðferð hafi verið tekin þar innanhúss í samráði við lögmenn beggja málanna án þess að til hafi komið formlegt erindi. Bæði málin, sem séu að öllu leyti aðskilin, verði tekin fyrir 2. júní og dómar verði kveðnir upp samtímis, í allra síð- asta lagi 21. júní, en þá verður gert réttarhlé. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, fagnar því aðspurður að málin séu tekin fyrir um sex mánuð- um fyrr en annars hefði verið. „Taki rétturinn efnislega afstöðu, sem ég vona, en vísi þessu ekki frá þá verð- ur væntanlega búið að skera úr um hvort þessi tegund myntkörfulána sé lögmæt eða ekki. Ég tel að ef svo ólíklega fari að Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að gengislánin séu lögmæt þá á eftir að taka tillit til annarra álitamála tengdum þeim.“ Líklegt sé að neytendur geti í mörg- um tilvikum borið skaðabótasjónar- mið, forsendubrest og fleiri lagarök- semdir fyrir sig gegn kröfuhöfum sínum. Með öðrum orðum telur Gísli að niðurstaða Hæstaréttar í málun- um tveimur svari ekki nema hluta þeirra álitamála sem uppi eru. Mis- munandi skilmálar séu á milli lána og þá hvort þau voru í raun erlend lán eða venjuleg lán bundin gengi Meðferð lánamála flýtt í Hæstarétti Hæstiréttur flýtir meðferð umtalaðra mála er varða lögmæti myntkörfulána. Þetta verður gert að frumkvæði Hæstaréttar í samráði við lögmenn. Dómur Hæstaréttar svarar aðeins hluta þeirra álitamála sem uppi eru varðandi lánin. HÆSTIRÉTTUR Dómum Héraðsdóms Reykjavíkur í tveim málum er varða mynt- körfulán var skotið til Hæstaréttar en niðurstaða héraðsdóm þykir hafa skapað mikla réttaróvissu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Málin tvö eru bæði tilkomin vegna vanskila á greiðslum myntkörfulána vegna bílakaupa. Fjármögnunarfyrirtækin SP fjármögnun og Lýsing stefndu lánþegum vegna vanskila. Lánþegarnir báðir töldu að óheimilt hefði verið að miða afborganir þeirra í krónum við gengi erlendra mynta. Niðurstaða Héraðsdóms í fyrra málinu var að SP fjármögnun hefði réttinn sín megin. Síðara málið vakti hins vegar mikla athygli þar sem komist var að þveröfugri niðurstöðu. Dómarnir tveir þóttu skapa mikla réttaróvissu um lögmæti myntkörfulána og hvatt var til þess að málin fengju flýtimeðferð í Hæstarétti. Lagði Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, meðal annars fram frumvarp á Alþingi þessa efnis í febrúar. Sambærileg mál – ólík niðurstaða erlendra gjaldmiðla. „Sem er ólög- mætt að mínu mati,“ segir Gísli. Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra sagði á Alþingi nýlega að ekki væri hægt að ganga að því vísu að dómur um ólögmæti myntkörfulána myndi létta skuldavanda heimila sem greiða af slíkum lánum. Þvert á móti gætu þeir sem tóku mynt- körfulán til íbúðakaupa verið í verri stöðu. Ein niðurstaðan gæti orðið sú, eftir að lán hefðu verið uppreiknuð samkvæmt lögum um vexti og verð- tryggingu, að hópur fólks gæti verið verr staddur en með þau úrræði sem boðið hefur verið upp á af bönkum og stjórnvöldum. Óljósara væri hins vegar hvað slík niðurstaða myndi þýða með skammtímalán eins og bílalán. svavar@frettabladid.is FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA STJÓRNMÁL Hámarksframlög til stjórnmálaflokka hækka um þriðjung, verði fyrirliggjandi frumvarp formanna stærstu flokkanna samþykkt. Gömlu lögin, frá 2007, kveða á um að flokkarnir megi ekki taka við hærri framlögum frá einstakling- um og fyrirtækjum en sem nemur 300.000 krónum. Formennirnir vilja nú hækka þessa tölu svo hún haldi í við verðlagshækkanir. Það er þriðjungshækkun, eða í 400.000 krónur. Þá verður frambjóðendum hér eftir gert að skila uppgjöri þremur mánuðum eftir kosningar í stað sex og nýstofnuð fram- boð mega þiggja tvöfalt hærri styrki en eldri flokkar, eða 800.000 frá hverjum og einum. Áður áttu brot gegn lögunum að geta kost- að sex ára fangelsi en nú er tiltekið að refsing fyrir að taka á móti of háum framlögum laganna sé tveggja ára dómur. Refs- ing fyrir að skila Ríkisendurskoðun ekki upplýsing- um eða röngum er í formi sektargreiðslu. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneyti er það samkvæmt áliti refsiréttarnefndar að lækka refsinguna, svo hún rími betur við alvarleika brotanna. Blaðið greindi frá því í gær að nú yrði forsetaemb- ættið sett undir lögin, og þak nafnleyndar styrktar- aðila yrði lækkað í 200.000 krónur, samkvæmt til- mælum GRECO. - kóþ Flokksformenn vilja lækka refsiramma í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka: Hækka framlög til flokkanna ALÞINGI Hámarksrefsing vegna laga um fjármál stjórnmálasamtaka hefur verið lækkuð úr sex ára fangelsi og niður í tvö. Gömlu lögin þóttu þó ekki nógu vel samin til að í raun væri hægt að refsa fyrir þau, miðað við upplýsingar úr forsætis- ráðuneyti. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ert þú þessi laganna Vörður sem er alltaf verið að tala um? „Nei, en ég læt mig lögin varða.“ Vörður Ólafsson húsasmíðameistari hafði betur í máli sem hann höfðaði gegn ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu um iðnaðarmálagjald, sem ríkið innheimtir. SAMKEPPNISMÁL Síminn fullyrðir að starfsmenn samkeppnisaðilans Þekkingar hafi sannarlega lagt hald á gögn í húsleit Samkeppnis- eftirlitsins (SE) hjá Símanum í síð- ustu viku og komist þannig yfir viðkvæmar samkeppnisupplýsing- ar, þvert á það sem forsvarsmenn SE fullyrtu í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Síminn sendi frá sér í gær. Með fylgdu afrit af haldlagningar- skýrslum sem starfsmenn Þekk- ingar undirrituðu. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE, segist standa við fyrri yfir- lýsingar og að málið verði nú til lykta leitt fyrir dómstólum úr því að Síminn hafi stefnt þeim til eyði- leggingar gagnanna. - sh Síminn gagnrýnir SE frekar: Þekking lagði víst hald á gögn Anand kominn með forystu Viswanthan Anand náði forystu í heimsmeistaraeinvíginu í skák eftir að hann vann áskoranda sinn, Veselin Topalov, í fjórðu skák einvígisins í gær. Topalov vann fyrstu skákina en Anand svaraði að bragði í annarri skákinni. Þriðja skákin endaði með jafntefli. SKÁK VIÐSKIPTI Reginn, dótturfélag Landsbankans, hefur sett Smára- lind í opið söluferli. Verslanamið- stöðin lenti í fangi bankans þegar eignarhaldsfélagið Saxbygg varð gjaldþrota í maí í fyrra. Norður- turn, sem er í byggingu, hefur verið seldur til fasteignafélags- ins Eik Properties. Eignarhaldsfélag Smáralind- ar tapaði 455 milljónum króna í fyrra. Þetta er tífalt betri afkoma en árið 2008 þegar tapið nam 4,3 milljörðum króna. Eign- arhaldsfélagið skuldaði átta milljarða króna í lok síðasta árs, þar af 5,4 milljarða í erlendri mynt á gjalddaga í september á næsta ári. Viðræður hafa stað- ið yfir við lánardrottna og var tilkynnt um lok á fjárhagslegri endurskipulagningu um miðjan mánuðinn. - jab SMÁRALIND Reiknað er með að versl- anamiðstöðin verði komin úr höndum bankans til nýrra eigenda í lok júlí, segir framkvæmdastjóri Regins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Reginn selur Smáralind: Verslunarmið- stöð í sölu FJÖLMIÐLAR Þóra Kristín Ásgeirs- dóttir, formaður Blaðamannafé- lags Íslands, hefur dregið sig í hlé og sækist ekki eftir endurkjöri á á aðalfundi í kvöld. Hjálmar Jóns- son, framkvæmdastjóri félagsins, er því einn í kjöri. Hann bauð sig fram gegn Þóru Kristínu eftir harð- ar deilur hennar við Hjálmar um verkaskiptingu formanns, stjórnar og framkvæmdastjóra. Ágreining- ur var einnig innan stjórnar félags- ins um þau mál og fylgdi minnihluti stjórnar Hjálmari að málum. Þóra Kristín greinir frá ákvörðun sinni um að draga sig í hlé í grein í Fréttablaðinu í dag: „Ég dreg framboð mitt til baka og óska þess jafnframt að [Hjálm- ar] sýni það drenglyndi að víkja sem framkvæmdastjóri félagsins ætli hann að vera í stjórn. Ef ekki væri heiðarlegast að auglýstur yrði nýr aðalfundur þar sem fleiri geta gefið kost á sér, nú þegar ljóst er að ég verð ekki í kjöri. Hjálmar Jónsson gæti þá haldið formanns- framboði sínu til streitu og lagt það í dóm félagsmanna,“ segir Þóra Kristín. - pg Deilur um formennsku í Blaðamannafélagi Íslands: Þóra Kristín dregur sig í hlé ÞÓRA KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR Dregur sig í hlé sem formaður Blaðamanna- félags Íslands. Í LEIFSTÖÐ Keflavíkurflugvöllur er nú opinn fyrir umferð á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn fundu snák, mýs og kakkalakka við húsleit í íbúðarhúsi á höfuð- borgarsvæðinu í gær. Lögreglu- mennirnir fundu einnig lirfur og bjöllur, en óvíst er hverrar teg- undar þau skordýr eru. Lögreglan haldlagði dýrin og flutti í tilraunastöðina að Keld- um. Ólöglegt er að halda snáka sem gæludýr. Við húsleitina fundust einnig rúmlega 150 grömm af marijú- ana. Karlmaður um þrítugt var handtekinn. - bj Lögregla tók dýr við húsleit: Fundu snák og kakkalakka SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.