Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 6
6 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR 999 kr/pk. Tilboð gildir meðan birgðir endast Birt með fyrirvara um prentvillur HUMAR 1 kg SKELBROT m ar kh on nu n. is HEYRNARSTÖ‹IN Læknastö›in, Kringl unni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is TAÍLAND, AP Til átaka kom milli hers og mótmæl- enda rétt fyrir utan Bangkok í gær. Herinn skaut bæði gúmmíkúlum og venjulegum byssukúlum á mótmælendur. Að minnsta kosti átján manns særð- ust og einn hermaður lést, varð að því er virðist fyrir skoti úr byssu félaga síns. Meðan átökin stóðu sem hæst skutu hermenn- irnir á hóp annarra hermanna, sem komu akandi á móti þeim á vélhjólum. Að minnsta kosti fjögur vélhjólanna lentu í árekstri og einn hermaður var síðar borinn burt á börum með blæðandi sár á höfði. Svo virtist sem þetta hafi gerst fyrir slysni, en vitað er til þess að hópar hermanna hafa sýnt mót- mælendum stuðning. Mótmælendurnir, sem eru rauðklæddir, hafa vikum saman staðið fyrir fjölmennum mótmælum í höfuðborginni og krefjast þess að Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra og ríkisstjórn hans segi af sér. Abhisit komst til valda í kjölfar valdaráns hers- ins. Hann hefur sagst vonast til þess að friðsamleg lausn finnist á deilunni, en hefur þó ekki lagt fram neinar hugmyndir að lausn eftir að upp úr viðræð- um hans við mótmælendur slitnaði. - gb Harka færist í átök mótmælenda og hers í Taílandi: Herinn skaut á mótmælendur GRIPIÐ TIL SKOTVOPNA Einn hermaður féll fyrir byssuskoti, að því er virðist úr byssu félaga síns. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hefur þú lesið eitthvað í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis? JÁ 34,7% NEI 65,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er þörf á því að setja embætti forseta Íslands siðareglur? Segðu þína skoðun á visir.is Margir gripnir í Kópavogi Lögregla myndaði brot 50 ökumanna á Borgarholtsbraut í Kópavogi í gær. Á einni klukkustund fóru 76 bílar fram hjá myndavél lögreglu og ók meirihluti ökumanna of hratt. Þá voru 76 gripnir yfir 30 kílómetra hámarks- hraða á Digranesvegi. LÖGREGLUMÁL SVEITARSTJÓRNIR Björn Hafþór Guð- mundsson, sveitarstjóri á Djúpa- vogi, nýtur allt að tíu milljóna króna minni lífeyrisréttinda en lagt var upp með þegar hann var ráðinn til sveitarfélagsins fyrir átta árum. Björn Hafþór hóf að greiða í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisns (LSR) þegar hann gerðist kenn- ari á Stöðvarfirði árinu 1968. Því hélt hann áfram á meðan hann var sveitarstjóri Stöðvarhrepps á árunum 1982 til 1991, fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitar- félaga á Austurlandi til 1998 og bæjarstjóri á Austur-Héraði til ársins 2002. Þegar LSR var skipt í A-deild og B-deild, valdi Björn Hafþór B-deildina eins og flestir eldri sjóðfélagar. Á daginn kom að Djúpavogs- hreppur fyrir sitt leyti hafði ekki formlega sótt um aðild að B-deild- inni. Þetta hafði í för með sér að Björn Hafþór, sem nú er 63 ára, gat ekki nýtt sér svokallaða 95 ára reglu um sameiginlegan líf- og starfsaldur til að fara fyrr á eftirlaun. Í haust nær þessi sam- anlagði aldur hjá Birni Hafþóri 105 árum. Með öörum orðum þá hefði hann getað farið á eftirlaun fyrir fimm árum ef sveitarfélag- inu hefði sótt um aðild að B-deild LSR. „Það hefur verið reiknað út, miðað við lífaldur og fleira, að þetta séu átta til tíu milljónir króna sem munar,“ útskýrir hann réttindamissinn. Bæði Héraðsdómur Reykja- víkur og Hæstiréttur dæmdu að Birni Hafþóri hefði ekki réttindi eins og ef hann hefði verið í B- deild lífeyrissjóðsins. „Mönnum láðist bara að sækja formlega um aðild að þessu. Þegar þeir réðu mig voru allir í góðri trú. Þetta er bara eitthvert ansans formsatriði sem þeir hjá lífeyrissjóðnum eru að hengja sig í,“ segir Björn Hafþór. Mál sveitarstjórans hefur um allnokkurt skeið verið til umfjöll- unar innan sveitarstjórnar Djúpa- vogs sem telur ljóst að ekki hafi verið staðið við ráðningarsamn- ing og hann eigi kröfurétt á sveit- arfélagið. Oddvitanum var því falið að semja við Björn Hafþór og leysa málið „á sem ásættan- legastan hátt fyrir báða aðila“. Tryggingarfræðingur hefur farið yfir stöðuna en málið er þó enn óafgreitt. Sjálfur kveðst sveitarstjórinn aldrei hafa ætlað að gera sveitar- félagið að fullu ábyrgt fyrir hans réttindatapi og ætli ekki að fara í málaferli. „Ég hef orðað það þannig að mér hafi einfaldlega verið refsað fyrir að flytja yfir Öxi; úr Skrið- dal og niður í Berufjörð,“ segir Björn Hafþór, sem ætlar að hætta eftir kosningar í vor og kveðst bera sig vel. „Trúlega eru marg- ir jafnaldrar mínir verr settir en ég hvað lífeyri snertir.“ gar@frettabladid.is Missti tíu milljóna réttindi fyrir mistök Vegna formgalla gat sveitarstjórinn á Djúpavogi ekki farið á eftirlaun fyrir fimm árum eins og hann taldi sig eiga rétt á. Tap hans er metið á tíu milljónir. Sveitarstjórnin viðurkennir mistök. Finna á ásættanlega lausn fyrir báða aðila. BJÖRN HAFÞÓR GUÐMUNDSSON Sveitarstjórinn, sem situr hér með Hlíf Herbjörns- dóttur, eiginkonu sinni, hefði getað farið á eftirlaun fyrir fimm árum á samanlögðum lífaldri og starfsaldri ef Djúpavogshreppi hefði láðst að sækja um aðild að B-deild Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna. MYND/ANDRÉS BJÖRNSSON Fréttamaður fær styrk Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttarit- ari RÚV á Suðurlandi og ritstjóri, fékk einn af sex styrkjum sem Menningar- og listanefnd Árborgar veitir að þessu sinnu. Magnús fær 50 þúsund krónur fyrir verkefnið Hvað er í fréttum. ÁRBORG Bók um skólahald í salt Þjóðfræðistofa býðst til að gera bók um skólahald á Hólmavík vegna 100 ára afmælis Grunnskólans fyrir rúmar fimm milljónir króna. Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið að ekki sé tímabært að fara í útgáfuna. STRANDABYGGÐ BANDARÍKIN, AP Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa í þrjá daga í röð komið í veg fyrir að frumvarp demókrata um strangari reglur í fjár- málaheiminum verði tekið til umræðu í öld- ungadeild. Repúblik- anar vilja fá að hafa meiri áhrif á frumvarpið, sem á að koma í veg fyrir að aftur geti orðið fjármálahrun á borð við það sem átti sér stað árið 2008. Ekki er talið að repúblikan- ar ætli sér að koma í veg fyrir afgreiðslu frumvarpsins, held- ur vilja þeir fá meiri tíma til að leggja til breytingar. - gb Repúblikanar vilja meiri tíma: Frumvarpið fæst ekki rætt JOE BIDEN STJÓRNMÁL Kjörstjórn Samfylking- ar í Reykjavík taldi ekki að fram- bjóðendur hefðu verið óhóflegir í prófkjörsbaráttunni árið 2006, í prófkjöri fyrir alþingiskosningar 2007. Prófkjörsreglur hefðu ekki verið brotnar. Þetta segir Sigurður Ásbjörns- son, þáverandi formaður kjör- stjórnar. „Það sem fólki blöskraði hins vegar var prófkjörið fyrir borg- arstjórnarkosningar fyrr um árið. Því var þess krafist að dregið skyldi úr kostnaði og allar okkar aðgerðir miðuðu að því. Kostnaður flokksins í seinna prófkjörinu var um fjörutíu prósent af kostnaðinum við hitt,“ segir hann. Á þriðjudag var greint frá því í blaðinu að stjórn fulltrúaráðs flokksins hefði lagt til að hámarks- kostnaður frambjóðenda við alþingisprófkjör yrði ein milljón króna. Horfið var frá þessu og látið nægja að ætlast væri til að fram- bjóðendur sýndu háttvísi og stilltu kostnaði í hóf. „Þetta er hið vandræðalega orða- lag, sem ekki er klappað í stein: hvað er hóf?“ segir Sigurður. Engin íhlutunar- eða refsiákvæði voru í reglunum. Sigurður segir að kjörstjórn hafi fylgst með því meðan á baráttunni stóð að ekki væri auglýst í sjónvarpi eða farið í „fárán- legar flugeldasýningar“ eins og í fyrra prófkjörinu. Frambjóðendum hafi síðan verið gert að skila yfirliti um tekjur og kostnað. Kjörstjórn fór ekki yfir það yfirlit heldur skilaði því til Samfylkingarfélags- ins í Reykjavík. Frambjóðendur í þessu prófkjöri, sem enn sitja á Alþingi, eyddu frá 530.000 krón- um og upp í 5,6 milljónir króna. - kóþ Engin refsiákvæði eða skilgreining á „hófi“ í reglum vegna alþingisprófkjörs Samfylkingar í Reykjavík 2006: Kjörstjórn taldi prófkjörsslag hóflegan SIGURÐUR ÁSBJÖRNSSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.