Fréttablaðið - 29.04.2010, Side 6

Fréttablaðið - 29.04.2010, Side 6
6 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR 999 kr/pk. Tilboð gildir meðan birgðir endast Birt með fyrirvara um prentvillur HUMAR 1 kg SKELBROT m ar kh on nu n. is HEYRNARSTÖ‹IN Læknastö›in, Kringl unni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is TAÍLAND, AP Til átaka kom milli hers og mótmæl- enda rétt fyrir utan Bangkok í gær. Herinn skaut bæði gúmmíkúlum og venjulegum byssukúlum á mótmælendur. Að minnsta kosti átján manns særð- ust og einn hermaður lést, varð að því er virðist fyrir skoti úr byssu félaga síns. Meðan átökin stóðu sem hæst skutu hermenn- irnir á hóp annarra hermanna, sem komu akandi á móti þeim á vélhjólum. Að minnsta kosti fjögur vélhjólanna lentu í árekstri og einn hermaður var síðar borinn burt á börum með blæðandi sár á höfði. Svo virtist sem þetta hafi gerst fyrir slysni, en vitað er til þess að hópar hermanna hafa sýnt mót- mælendum stuðning. Mótmælendurnir, sem eru rauðklæddir, hafa vikum saman staðið fyrir fjölmennum mótmælum í höfuðborginni og krefjast þess að Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra og ríkisstjórn hans segi af sér. Abhisit komst til valda í kjölfar valdaráns hers- ins. Hann hefur sagst vonast til þess að friðsamleg lausn finnist á deilunni, en hefur þó ekki lagt fram neinar hugmyndir að lausn eftir að upp úr viðræð- um hans við mótmælendur slitnaði. - gb Harka færist í átök mótmælenda og hers í Taílandi: Herinn skaut á mótmælendur GRIPIÐ TIL SKOTVOPNA Einn hermaður féll fyrir byssuskoti, að því er virðist úr byssu félaga síns. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hefur þú lesið eitthvað í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis? JÁ 34,7% NEI 65,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er þörf á því að setja embætti forseta Íslands siðareglur? Segðu þína skoðun á visir.is Margir gripnir í Kópavogi Lögregla myndaði brot 50 ökumanna á Borgarholtsbraut í Kópavogi í gær. Á einni klukkustund fóru 76 bílar fram hjá myndavél lögreglu og ók meirihluti ökumanna of hratt. Þá voru 76 gripnir yfir 30 kílómetra hámarks- hraða á Digranesvegi. LÖGREGLUMÁL SVEITARSTJÓRNIR Björn Hafþór Guð- mundsson, sveitarstjóri á Djúpa- vogi, nýtur allt að tíu milljóna króna minni lífeyrisréttinda en lagt var upp með þegar hann var ráðinn til sveitarfélagsins fyrir átta árum. Björn Hafþór hóf að greiða í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisns (LSR) þegar hann gerðist kenn- ari á Stöðvarfirði árinu 1968. Því hélt hann áfram á meðan hann var sveitarstjóri Stöðvarhrepps á árunum 1982 til 1991, fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitar- félaga á Austurlandi til 1998 og bæjarstjóri á Austur-Héraði til ársins 2002. Þegar LSR var skipt í A-deild og B-deild, valdi Björn Hafþór B-deildina eins og flestir eldri sjóðfélagar. Á daginn kom að Djúpavogs- hreppur fyrir sitt leyti hafði ekki formlega sótt um aðild að B-deild- inni. Þetta hafði í för með sér að Björn Hafþór, sem nú er 63 ára, gat ekki nýtt sér svokallaða 95 ára reglu um sameiginlegan líf- og starfsaldur til að fara fyrr á eftirlaun. Í haust nær þessi sam- anlagði aldur hjá Birni Hafþóri 105 árum. Með öörum orðum þá hefði hann getað farið á eftirlaun fyrir fimm árum ef sveitarfélag- inu hefði sótt um aðild að B-deild LSR. „Það hefur verið reiknað út, miðað við lífaldur og fleira, að þetta séu átta til tíu milljónir króna sem munar,“ útskýrir hann réttindamissinn. Bæði Héraðsdómur Reykja- víkur og Hæstiréttur dæmdu að Birni Hafþóri hefði ekki réttindi eins og ef hann hefði verið í B- deild lífeyrissjóðsins. „Mönnum láðist bara að sækja formlega um aðild að þessu. Þegar þeir réðu mig voru allir í góðri trú. Þetta er bara eitthvert ansans formsatriði sem þeir hjá lífeyrissjóðnum eru að hengja sig í,“ segir Björn Hafþór. Mál sveitarstjórans hefur um allnokkurt skeið verið til umfjöll- unar innan sveitarstjórnar Djúpa- vogs sem telur ljóst að ekki hafi verið staðið við ráðningarsamn- ing og hann eigi kröfurétt á sveit- arfélagið. Oddvitanum var því falið að semja við Björn Hafþór og leysa málið „á sem ásættan- legastan hátt fyrir báða aðila“. Tryggingarfræðingur hefur farið yfir stöðuna en málið er þó enn óafgreitt. Sjálfur kveðst sveitarstjórinn aldrei hafa ætlað að gera sveitar- félagið að fullu ábyrgt fyrir hans réttindatapi og ætli ekki að fara í málaferli. „Ég hef orðað það þannig að mér hafi einfaldlega verið refsað fyrir að flytja yfir Öxi; úr Skrið- dal og niður í Berufjörð,“ segir Björn Hafþór, sem ætlar að hætta eftir kosningar í vor og kveðst bera sig vel. „Trúlega eru marg- ir jafnaldrar mínir verr settir en ég hvað lífeyri snertir.“ gar@frettabladid.is Missti tíu milljóna réttindi fyrir mistök Vegna formgalla gat sveitarstjórinn á Djúpavogi ekki farið á eftirlaun fyrir fimm árum eins og hann taldi sig eiga rétt á. Tap hans er metið á tíu milljónir. Sveitarstjórnin viðurkennir mistök. Finna á ásættanlega lausn fyrir báða aðila. BJÖRN HAFÞÓR GUÐMUNDSSON Sveitarstjórinn, sem situr hér með Hlíf Herbjörns- dóttur, eiginkonu sinni, hefði getað farið á eftirlaun fyrir fimm árum á samanlögðum lífaldri og starfsaldri ef Djúpavogshreppi hefði láðst að sækja um aðild að B-deild Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna. MYND/ANDRÉS BJÖRNSSON Fréttamaður fær styrk Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttarit- ari RÚV á Suðurlandi og ritstjóri, fékk einn af sex styrkjum sem Menningar- og listanefnd Árborgar veitir að þessu sinnu. Magnús fær 50 þúsund krónur fyrir verkefnið Hvað er í fréttum. ÁRBORG Bók um skólahald í salt Þjóðfræðistofa býðst til að gera bók um skólahald á Hólmavík vegna 100 ára afmælis Grunnskólans fyrir rúmar fimm milljónir króna. Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið að ekki sé tímabært að fara í útgáfuna. STRANDABYGGÐ BANDARÍKIN, AP Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa í þrjá daga í röð komið í veg fyrir að frumvarp demókrata um strangari reglur í fjár- málaheiminum verði tekið til umræðu í öld- ungadeild. Repúblik- anar vilja fá að hafa meiri áhrif á frumvarpið, sem á að koma í veg fyrir að aftur geti orðið fjármálahrun á borð við það sem átti sér stað árið 2008. Ekki er talið að repúblikan- ar ætli sér að koma í veg fyrir afgreiðslu frumvarpsins, held- ur vilja þeir fá meiri tíma til að leggja til breytingar. - gb Repúblikanar vilja meiri tíma: Frumvarpið fæst ekki rætt JOE BIDEN STJÓRNMÁL Kjörstjórn Samfylking- ar í Reykjavík taldi ekki að fram- bjóðendur hefðu verið óhóflegir í prófkjörsbaráttunni árið 2006, í prófkjöri fyrir alþingiskosningar 2007. Prófkjörsreglur hefðu ekki verið brotnar. Þetta segir Sigurður Ásbjörns- son, þáverandi formaður kjör- stjórnar. „Það sem fólki blöskraði hins vegar var prófkjörið fyrir borg- arstjórnarkosningar fyrr um árið. Því var þess krafist að dregið skyldi úr kostnaði og allar okkar aðgerðir miðuðu að því. Kostnaður flokksins í seinna prófkjörinu var um fjörutíu prósent af kostnaðinum við hitt,“ segir hann. Á þriðjudag var greint frá því í blaðinu að stjórn fulltrúaráðs flokksins hefði lagt til að hámarks- kostnaður frambjóðenda við alþingisprófkjör yrði ein milljón króna. Horfið var frá þessu og látið nægja að ætlast væri til að fram- bjóðendur sýndu háttvísi og stilltu kostnaði í hóf. „Þetta er hið vandræðalega orða- lag, sem ekki er klappað í stein: hvað er hóf?“ segir Sigurður. Engin íhlutunar- eða refsiákvæði voru í reglunum. Sigurður segir að kjörstjórn hafi fylgst með því meðan á baráttunni stóð að ekki væri auglýst í sjónvarpi eða farið í „fárán- legar flugeldasýningar“ eins og í fyrra prófkjörinu. Frambjóðendum hafi síðan verið gert að skila yfirliti um tekjur og kostnað. Kjörstjórn fór ekki yfir það yfirlit heldur skilaði því til Samfylkingarfélags- ins í Reykjavík. Frambjóðendur í þessu prófkjöri, sem enn sitja á Alþingi, eyddu frá 530.000 krón- um og upp í 5,6 milljónir króna. - kóþ Engin refsiákvæði eða skilgreining á „hófi“ í reglum vegna alþingisprófkjörs Samfylkingar í Reykjavík 2006: Kjörstjórn taldi prófkjörsslag hóflegan SIGURÐUR ÁSBJÖRNSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.