Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 29. apríl 2010 11 FRÉTTASKÝRING: Framtíð iðnaðarmálagjalds til skoðunar eftir dóm Mannréttindadómstólsins Forsætisráðherra telur ólíklegt að ríkið hætti inn- heimtu annarra gjalda en iðnaðarmálagjalds vegna dóms Mannréttindadóm- stóls Evrópu í Strassborg. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í svari við fyrirspurn Péturs H. Blöndal að þrír ráðherrar séu nú að meta áhrif dómsins og nauðsynleg viðbrögð ríkisins. Hún teldi ólíklegt að fyrir- tæki muni geta fengið iðnaðarmála- gjaldið endurgreitt, jafnvel þótt það verði afnumið í kjölfar þessa dóms: „Það er auðvitað ljóst að ríkisstjórn- in þarf að fara mjög vandlega yfir þessa niðurstöðu,“ sagði hún. Iðnaðarmálagjald hefur lengi verið umdeilt. Það hefur verið lagt á frá árinu 1975 og er 0,08 prósent af veltu iðnfyrirtækja. Gjaldið er eins og hver annar skattur á iðnað- inn en ríkið ráðstafar því til Sam- taka iðnaðarins (SI), hagsmunasam- taka sem hafa að markmiði að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda. Samtökin eiga að nýta gjaldið til að efla iðnað og iðnþróun í landinu. SI fær um 420 milljónir króna á ári í tekjur af gjaldinu, auk þess sem félagar sam- takanna greiða af frjálsum vilja 122 milljónir króna í félagsgjöld. Iðn- aðarmálajaldið stendur því undir lunganum af starfsemi SI. Vörður Ólafsson húsasmíðameist- ari barðist gegn þessari gjaldtöku fyrir íslenskum dómstólum og hafði sigur í Strassborg. Fleiri hafa mælt gegn gjaldinu á öðrum vígstöðv- um, til dæmis Pétur H. Blöndal alþingismaður. Hann hefur tvívegis lagt fram frumvarp um afnám þess á undanförnum fimm árum. Þau frumvörp urðu þó ekki að lögum enda mættu þau andstæðu öflugra hagsmunasamtaka. Auk Samtaka iðnaðarins lögðust Samtök atvinnu- lífsins og Bændasamtökin gegn málinu. Bændasamtökin fá einnig félags- gjöld innheimt af ríkistekjum. Bændur að greiða 1,2 prósent af heildartekjum sínum í svokallað búnaðargjald, óháð afkomu sinni og nettótekjum. Gjaldið skilar um 320 milljóna króna tekjum þetta árið, samkvæmt fjárlögum. Hluti þess rennur í Bjargráðasjóð. Hluti gjalds- ins rennur svo eftir flóknum reglum til Bændasamtakanna og landshluta og búgreinasamtaka bænda. LÍÚ og Landssamband smábáta- sjómanna fá einnig hvort um sig um 40 milljónir króna af aflaverð- mæti íslenskra skipa. Sú gjaldtaka byggist á 23 ára gömlum lögum. LÍÚ segist vilja afnema lögin en smá- bátasjómenn eru hlynntir óbreyttu fyrirkomulagi. Framtíð þessara gjalda allra barst í tal í umræðum Jóhönnu og Péturs Blöndal á Alþingi í gær og þar voru líka nefnd til sögu 1 prósents gjald af tölvum, sem rennur til STEFs, og skyldugreiðslur til stéttarfélaga opinberra starfsmanna. Jóhanna lofaði þar að beita sér fyrir að þessi mál yrðu skoðuð í samhengi en sagðist sjálf ekki telja að jafna mætti þeim saman við iðn- aðarmálagjaldið sem Mannréttinda- dómstóllinn telur brjóta gegn félaga- frelsi. peturg@frettabladid.is Ólíklegt að önnur gjöld verði afnumin, segir Jóhanna BÚNAÐARGJALD Bændur greiða 1,2 prósent af heildartekjum í búnaðargjald. Hluti fer í Bjargráðasjóð sem á að bæta tjón eftir gosið í Eyjafjallajökli. Hluti gjaldsins rennur til samtaka í landbúnaðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég skora á forsætis- ráðherra að standa vörð um mannréttindin og taka þessi gjöld öll til skoðun- ar með opnum hug. PÉTUR BLÖNDAL, ALÞINGISMAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.