Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.04.2010, Blaðsíða 16
16 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Alþingi hefur til meðferðar frumvarp um siðareglur fyrir ráðherra og starfs- fólk ráðuneyta. Í reglunum er meðal annars fjallað um góðar siðvenjur, hegðun, hagsmunatengsl og upplýs- ingagjöf. Ráðherrum eru markaðir starfs- hættir í tugum liða í siðareglum sem stjórnvöld hafa ákveðið og bíða lögfestingar. Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi þar um og er það til meðferðar í allsherjar- nefnd. Jóhanna hefur nokkrum sinnum á þingferli sínum talað um mikilvægi siðareglna fyrir stjórn- málamenn og komst málið á dag- skrá ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingarinnar 2007 án þess þó að vera fylgt eftir. Skuldir tilgreindar Mörg ákvæði siðareglnanna eru almenns eðlis og byggja á heil- brigðri skynsemi. Í sumum felast þó nýmæli. Til dæmis er kveðið á um að ráðherrar upplýsi um skuld- ir sínar. Í hagsmunatengslaskrán- ingu Alþingis er þingmönnum gert að upplýsa um eignir en ekki er minnst á skuldir. Ráðherrar þurfa því að ganga lengra en þingmenn í upplýsingagjöf um fjárhagsmál. Þá er athyglisvert ákvæðið sem segir að forsendur ákvarðana ráð- herra skuli vera opinberar nema almannahagsmunir krefjist ann- ars. Ráðherrar þurfa því að gera grein fyrir ástæðum ákvarðana sinna. Sömuleiðis er tiltekin frum- kvæðisskylda um birtingu upplýs- inga lögð á ráðherra. Forsetinn næstur Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra hefur upplýst að hafin sé vinna við að setja forsetaembætt- inu siðareglur. Í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis er lagt til að siðareglur gildi um embættið. Ekki fást upplýsingar um hvort líkur séu á að reglur um forsetann verði í samræmi eða anda þeirra er gilda eiga um ráðherra. FRÉTTASKÝRING: Siðareglur fyrir ráðherra og starfsfólk ráðuneyta Ráðherrar opinberi for- sendur ákvarðana sinna Nokkrar greinar úr siðareglunum RÝNT Í SKÝRSLUNA Jóhanna Sigurðardóttir hefur, í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sett af stað undirbúning setning- ar siðareglna forsetaembættisins. Hún hefur þegar mælt fyrir frumvarpi um lögfestingu siðareglna ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Góðar siðvenjur í stjórnsýslu – nær til starfsfólks ráðuneyta og ráðherra ■ Leitast við að skapa traust á og virðingu fyrir eigin stöðu og embætti með trúverðugri og heilsteyptri framkomu. ■ Afgreiða mál með skýrum hætti jafnskjótt og því verður við komið. ■ Axla ábyrgð á eigin ákvörðunum og krefjast hins sama af öðrum. ■ Virða mörk stjórnmála og stjórnsýslu. Siðareglur ráðherra Hagsmunatengsl og hagsmunaárekstrar ■ Ráðherra veitir almenningi sem gleggstar upplýsingar um fjárhag sinn, tekjur, eignir og skuldir. Hann upplýsir einnig um tengsl sín við stofnanir, félög eða félagasamtök sem geta valdið hagsmunaárekstrum í starfi. ■ Ráðherra notfærir sér ekki stöðu sína, eða upplýsingar sem hún veitir honum sérstakan aðgang að, til persónulegs ávinnings. ■ Ráðherra ber að hafa í huga í öllum samskiptum sínum við hagsmuna- hópa að skyldur hans eru við almenning. Ákvarðanir og meðferð verðmæta ■ Ráðherra axlar með viðeigandi hætti ábyrgð á ákvörðunum sínum og gjörðum, sem skulu vera almenningi til heilla og í samræmi við stjórnar- skrá og landslög. Ráðherra axlar með sama hætti ábyrgð á ákvörðunum og gjörðum undirmanna sinna. ■ Forsendur ákvarðana skulu vera opinberar nema almannahagsmunir krefjist annars. Æskilegt er að skriflegum gögnum um slíkar forsendur sé haldið til haga. Hegðun og framganga ■ Ráðherra ber að draga skýr mörk á milli einkalífs síns og opinberra skyldustarfa og hefur ekki einkanot af gæðum starfsins umfram það sem reglur hvers ráðuneytis leyfa. ■ Hafi ráðherra einkanot af hlunnindum sem tilheyra viðkomandi embætti skal telja þau fram til skatts eftir því sem við á. Gjafir sem ráðherra þiggur í krafti embættis síns renna til viðkomandi ráðuneytis. ■ Ráðherra gerist ekki sérstakur fulltrúi eða talsmaður einstakra fyrirtækja innanlands eða á erlendum vettvangi. ■ Ráðherra gætir þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælis- verðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við manngildi og mannréttindi, svo sem með kaupum á kynlífsþjónustu. Vinnubrögð ■ Ráðherrar byggir ákvarðanir sínar á bestu fáanlegum upplýsingum og leitar faglegs mats embættismanna og annarra sérfróðra aðila áður en ákvarðanir eru teknar um einstök mál eftir því sem við á. ■ Ráðherra leitast við að vera í sem bestum tengslum við almenning. ■ Ráðherra gerir skýran greinarmun á flokkspólitísku starfi, svo sem í tengsl- um við kosningar, og verkefnum ráðuneytis síns hverju sinni. Upplýsingagjöf ■ Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem hann býr yfir um málefni sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýs- inga sé hún í almannaþágu. ■ Ráðherra leggur sig fram um að upplýsa almenning og fjölmiðla með reglulegum og skipulegum hætti af hreinskilni um störf ráðuneytis síns. Samskipti við samstarfsfólk og almenning ■ Ráðherra gerir skýran greinarmun á pólitísku hlutverki sínu og hlutverki sínu sem æðsta yfirmanns ráðuneytis. Hann krefst þess af starfsfólki ráðuneytis síns að það láti pólitísk sjónarmið ekki hafa áhrif á störf sín og virðir um leið pólitískt hlutleysi þess. FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is TÖLVUNARFRÆÐI ÞAR SEM FRAMTÍÐIN VERÐUR TIL Tölvunarfræðideild HR og samstarfsaðilar bjóða til fjölda áhugaverðra viðburða í maí í HR við Nauthólsvík. Kynntu þér dagskrána á www.hr.is/td ICE-TCS (Þekkingarsetur HR í fræðilegri tölvunarfræði): 30. apríl, kl. 13:00 –18:00 Afmælisráðstefna í tilefni 5 ára afmælis ICE-TCS Meðal fyrirlesara: Luca Aceto, Magnús M. Halldórsson, David de Frutos Escrig og Carlos Gregorio Rodriguez. CADIA (Gervigreindarsetur HR) og IIIM (Vitvélastofnun Íslands): 1. maí, kl. 13:00 – 16:00 Bílskúrsgervigreind | Byrjendanámskeið 15. maí, kl. 13:00 – 16:00 Bílskúrsgervigreind | Framhaldsnámskeið Kennarar: Hannes H. Vilhjálmsson, Kristinn R. Þórisson og Yngvi Björnsson. ICE-ROSE (Þekkingarsetur HR í hugbúnaðarverkfræði) og Agile hópurinn: 5. maí, 7. maí og 12. maí, kl. 12:00 – 13:00 Hádegisfyrirlestrar Fyrirlesarar: Marta K. Lárusdóttir, Margrét Dóra Ragnarsdóttir, Pétur Ágústsson, Magnús Oddsson og Marjan Sirjani. CADIA (Gervigreindarsetur HR): 14. maí, kl. 14:00 –18:00 Afmælisráðstefna í tilefni 5 ára afmælis CADIA Meðal fyrirlesara: Hannes H. Vilhjálmsson, Kristinn R. Þórisson og Yngvi Björnsson. Tölvunarfræðideild HR: 18. – 19. maí, kl. 9:00 – 16:00 Kynningar á lokaverkefnum í tölvunarfræði IGI (Icelandic Gaming Industry) og tölvunarfræðideild HR: 20. maí, kl. 14:00 – 18:00 Leikjadagur IGI og HR Meðal fyrirlesara: Fulltrúar leikjafyrirtækja og vísindamenn HR. Stærðfræðisetur HR: 26. – 28. maí, kl. 9:00 – 18:00 Alþjóðlega fléttufræðiráðstefnan NORCOM 2010 Meðal fyrirlesara: Magnús M. Halldórsson, Juhani Karhumäki, Christian Krattenthaler, Nik Ruskuc, og Luca Q. Zamboni. IIIM (Vitvélastofnun Íslands) og tölvunarfræðideild HR: 28. maí, kl. 13:00 – 17:00 Stofnsetning Vitvélastofnunar Íslands Allt sem þú þarft… Auglýsingasími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.